Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 27
vera búinn meö hana í júlí.
„Hún er aö hluta til byggð á
barnasögunni Palli var einn í
heiminum,“ segir Einar sem
jafnframt því aö leikstýra
myndinni fer meö eitt af aðal-
hiutverkunum. „Þetta veröur
stuttmynd um þaö þegar Palli
er orðinn fulloröinn og á konu
og börn.“ Viö ræöum svo ekki
frekar um þaö.
Hvaö skyldi hins vegar ís-
lenskur kvikmyndagerðarnemi
ætla aö gera þegar skólanum
sleppir? „Ég fer heim að vinna
fyrir skuldum," segir Einar
meö bros á vör og virðist nokk-
uö laus við að pirra sig á fjár-
hagsstöðunni eftir rándýrt nám.
„Við Paul stefnum síðan aö
því aö fara að vinna saman.
Viö höfum unniö saman viö
allar myndir sem við höfum
gert frá því að viö byrjuðum í
skólanum og okkur langar aö„
halda því samstarfi áfram. Þaö
er mjög þægilegt þegar menn
eiga sameiginlega sýn aö
vinna saman.
Einar segist stefna aö vinnu
í kvikmyndaiðnaðinum erlend-
is frekar en á íslandi til að
byrja meö. „Ég held aö þaö sé
mjög hollt og gott af því aö
þetta er svo alþjóðlegur miðill
aö prófa aö vinna viö hann er-
lendis." Einar telur þó að ís-
lendingar hafi miklu meiri tæki-
færi heldur en fólk í Bretlandi
og Evrópu, alla vega miðað
viö þessa frægu höfðatölu.
„íslendingar geta vel komið
sér á framfæri með kvikmynd-
um sem unnar eru heima.
Börn náttúrunnar eru dæmi
um þaö.“ Einar segir aö fram-
lög til kvikmyndasjóðs megi þó
að ósekju margfalda. „Þaö
skiptir máli aö peningum sé
varið í að fá ungt fólk snemma
inn í listgreinina. Ungtfólk hef-
ur aöra sýn og öðruvísi hug-
myndir um heiminn, með fullri
viröingu fyrir þeim sem eldri
eru.“
HANDRIT í VINNSLU
Einar er þekktur meðal vina og
Einar ásamt Regínu upptekinni viö kinnslátt.
ínu.“ Einar fékk síöan lánaöa
spólu meö upptökum af tónlist
sem búksláttarflokkurinn hefur
veriö aö vinna aö fyrir plötuút-
gáfu. „Þaö hentaöi mjög vel aö
nota einmitt þessa tónlist,"
segir Einar um leið og hann
viöurkennir aö handritið hafi
orðiö betra fyrir vikið.
„Ég var líka svo heppinn aö
finna leikara sem voru tilvaldir
í hlutverkin." Einar segir þó að
búksláttur hafi ekki veriö sér-
grein leikaranna og reyndar
hafi þeir ekkert vitað hvað var
á feröinni. „Þau höföu hins
vegar verið aö fást við ámóta
pælingar um hvernig brjóta má
samskiptamúra og voru bæði
leið á þvi aö þurfa aö tala mjög
mikið þannig aö þetta voru
óskahlutverk og okkur tókst
mjög vel aö vinna saman. Ég
er mjög hrifinn af alls konar
hljóöum og hef gaman af að
eiga viö þau. Það var því
skemmtileg reynsla aö vinna
þessa mynd. Þetta var oft á
tíðum mikill spuni, við vorum
aö prófa okkur áfram og þaö
var mjög skemmtilegt."
BESTA MYNDIN
Regína var valin besta fimmtu
annar myndin í The Internat-
ional Film School þarsem Ein-
ar hefur lagt stund á kvik-
myndagerðarnám undanfarin
tvö ár. í kjölfarið var myndin
sýnd á árlegri skólasýningu í
apríl. Þar er fólki úr kvik-
myndaiðnaðinum boðið að
koma og kynna sér markverð-
ustu myndirnar sem framleidd-
ar eru í skólanum á hverju ári.
Þetta hefur ekki aöeins
viöurkenningu í för meö sér
heldur hefur skólinn nú sam-
þykkt aö veita peninga í eftir-
vinnslu á myndinni og komiö
henni á framfæri viö kvik-
myndahátíðirog umboðsaðila.
Meðal þeirra sem sýnt hafa
myndinni áhuga er Grenada-
fyrirtækið. Ef af kaupum yröi
myndi þaö veröa til þess aö
Regína yrði sýnd á Channel 4
í Bretlandi. Þar fyrir utan er
myndin skráö á Haugesunds-
kvikmyndahátíðina í sumar, á
kvikmyndahátíð á Kúbu i des-
ember og mjög líklegt er að
hún veröi sýnd á Nordisk Pan-
orama í Finnlandi.
Paul, sem er nemandi viö
sama skóla og Einar og var
framkvæmdastjóri viö gerö
Regínu, segir aö í tengslum
viö Haugesunds-hátíðina
veröi myndin kynnt norska
sjónvarpinu og boöin til sölu.
Síöan hafi British Council líka
óskaö eftir eintaki af myndinni
sem geti haft í för meö sér
frekari dreifingarmöguleika.
Þaö er því Ijóst aö Regína
mun gera víðreist seinni hluta
þessa árs.
PALLI VAR EINN f
HEIMINUM
Einar vinnur nú aö útskriftar-
myndinni sinni og ætlar aö
samstarfsmanna fyrir að vera
frumlegur og hugmyndaríkur,
meö mikla hæfileika til að sjá
hversdagsleikann frá skop-
legu sjónarhorni. Þaö kemur
því ekki á óvart aö hann sé
búinn aö gera drög aö kvik-
mynd í fullri lengd. „Þaö er
bara spurning um aö fá aö-
stööu til aö vinna hana,“ segir
hann og bætir viö aö hann eigi
orðiö á milli tíu og tuttugu hug-
myndir. Eftir þráláta forvitni
blaðamanns um hvað sé í bí-
gerö upplýsir hann aö upp-
áhaldshugmyndin hans, sem
hann sé þegar byrjaöur á
handriti aö, sé byggð á sögu
Gísla á Uppsölum og kynnum
hans af nýjum heimi. „Þaö
veröa á sinn hátt pælingar um
samskiptaform líka, hvernig
þessi gamli maður, sem var
búinn aö einangra sig í afdal,
var hættur aö tala almennilega
og farinn aö jarma eitthvert
undarlegt afbrigði af tungu-
málinu. Fyrst og fremst mun
myndin þó fjalla um hvernig
Gísli sá íslendinga hugsan-
lega, hvernig hann var kynntur
fyrir þjóöinni og hver örlög
hans urðu.“ □
Búkslátt-
armeistar-
inn Diddi
fiöla á fullri
ferð.
Einar
ásamt
samstarfs-
mönnum
sínum við
upptökur.
VIKAN 27