Vikan


Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 31

Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 31
andlitum þeirra og einnig hversu ytirveguö hún var.“ Ég heyrði aö þú hefðir veriö í sérstökum nærbuxum þegar Douglas bókstaflega reif þær af þér og því sem næst nauðgaði þér í einni senunni? „Já, það er rétt. Þetta voru sérstakar nær- buxur, ætlaðartil að rífa í sundur. „Komið með nýjar! kvað oft við meðan á upptökum stóð.“ Ég las það einhvers staðar að þér hefði við fyrstu sýn þótt heldur mikið og djarft kynlíf í þessari mynd. Er það rétt? „Nei, ekki of mikið." Of mikið miðað við að þú hefur ekki mikla reynslu í að leika slíkt. „Já, það er rétt, en mér leið mjög vel með því fólki sem ég var að vinna með. Allir og þar á meðal kvikmyndagerðarmennirnir eru vanir að taka upp kynlífsatriði þannig að mér leið ekki eins og ég væri umkringd hópi af einhverj- um vergjörnum körlum sem væru allir í því að skoða líkama minn í smáatriðum. Ég vissi að farið yrði með þessar senur af mikilli varfærni og þær yrðu fallegar. Ég held að þetta fólk hafi unnið sitt verk mjög fagmannlega og þetfa virki ekki soralegt á nokkurn máta. Þetta eru æs- andi atriði en jafnframt mjög falleg.“ Hvernig var að vinna með Sharon Stone? „Ég vann í rauninni aldrei með henni. Við snæddum hins vegar saman hádegisverð nokkrum sinnum og ræddum hvernig hlutverk okkar sköruðust í myndinni. Við reyndum að hvetja hvor aðra en við ákváðum að hafa ekki mikil samskipti því þannig var það í myndinni. Eftir það hittumst við en töluðum lítið saman. Það var samt enginn kuldi á milli okkar en við vissum báðar hvað var að gerast í myndinni þannig að við höguðum okkur í samræmi við það meðan á myndatökunum stóð.“ VANDAMÁL MEÐ ALDURINN Hvernig undirbjóstu þig fyrir hlutverkið? „Ég fór og hitti alvöru lögreglusálfræðing og hann sagði við mig stutt og laggott að þetta væri Hollywood-lögreglusálfræðingur sem ég væri að leika og ég væri í rauninni að leika sex mismunandi hlutverk sem öll fælust í þessu eina. Hann ráðlagði mér að ígrunda hlutverkið vel, reyna að skilja hvað Beth væri að hugsa og gaf mér nokkrar ráðleggingar." Ég er mjög hissa þegar ég sé þig hér viö hliðina á mér. Ég hélt að þú værir mun eldri. „Já, þetta var svolítið vandamál." Hvað ertu gömul? „Ég er tuttugu og sjö ára,“ segir Tripplehorn vandræðalega og hlær I sama tón. Tuttugu og sjö ára? Blaðamaður lítur ögn nánar á stúlkuna og finnst hún ekki hótinu eldri en rétt rúmlega tvítug. „Þetta var svolítið vandamál við gerð mynd- arinnar. Þegar þeir tóku upp prufuleik minn var það á myndband. Guði sé lof, því myndband gerir mann töluvert ellilegri en maður er. Ef þeir hefðu skoðað prufuleikinn á filmu er ég viss um að ég hefði ekki fengið hlutverkið," segir Tripplehorn. „Kvikmyndin er tekin með mjög „mjúkum" linsum sem gera mann frekar yngri en maður er. Við fyrstu tökuna á filmu flippaði Paul Verhoeven gjörsamiega út og sagði: „Guð minn góður. Hún lítur út fyrir aö vera tuttugu og tveggja!" Þess vegna var ég með tonn af farða. Þeir settu á mig gleraugu og sérfræðingar á þessu sviði voru fengnir til að meðhöndla mig. Þeir gerðu allt sem þeir gátu fundið í bókum til að gera mig fullorðinslegri þannig að við Sharon myndum líta út fyrir að vera á svipuðum aldri. Ég fríkaði algerlega úl eftir að við höfðum gert fyrstu förðunar- og hárprufuna því ég var viss um að ég myndi missa hlutverkið. Mér fannst ég ekki líta út neitt nálægt því sem átti að gera. En Paul var frábær. Hann hafði trú á mér og ég verð honum ævilangt þakklát. Ég held að hann hafi skynjað að ég hafði þá hæfileika sem til þurftu. Hann kom samt oft og minnti mig á að ég þyrfti að hegða mér eins og þroskuð kona. Stundum var ég að ærslast hér og þar á töku- stað og segja brandara. Kom hann þá og sagði: „Jeanne! Stilltu þig nú. Lækkaðu rödd- ina og reyndu að vera fullorðinsleg!" í miðjum tökum, þegar ég var til dæmis að segja mjög yfirveguð „Hæ Nick (Douglas)! Hvernig hefurðu það?“ og reyna að vera full- orðinsleg og mjög meðvituð þá fékk ég hláturs- krampa eftir að slökkt hafði verið á kvikmynda- tökuvélinni. Ég þroskaðist samt smátt og smátt.“ NÆSTI MAÐUR GÆTI DOTTIÐ NIÐUR DAUÐUR Hvað var það helsta sem þú lærðir af því að leika í þessari mynd? „Ó guð minn góður. Ég var fyrst eins og barn á rassi. Eftir hvern dag horfði ég á tökurnar og sagöi: Hvað er þetta? Alltaf er eitthvað nýtt að gerast. Ég held að ég komist að því hvað ég hef lært þegar ég tekst á við næsta verkefni. Ég hef lært næstum allt í þessum bransa í gegnum þessa mynd. Þetta er til dæmis annar dagurinn minn með fjölmiðlum. Við höfðum ekki mikið samband við fjölmiðla í Bandaríkjunum, mest vegna þeirra ritdeilna sem þar áttu sér stað. Umræð- an hefði gjörsamlega verið drepin niður. Ég hef kannski verið í fjórum viðtölum þar sem einn fjölmiðlamaður talaði við mig í einu. í gær var fjölmiðlafundur og annað eins hef ég aldrei upplifað á ævi minni. Ég flippaði gjörsamlega út og sannarlega var ég ekki mjög fullorðinsleg þá! Ég hefði óskað þess að Paul skytist inn og segði við mig einu sinn enn: „Reyndu að vera þroskaðri!" Þá hefði ég kannski skipt yfir i Beth og orðið þroskaðri og jafnvel hoppað yfir í frú Flintstone og sagt hjáróma röddu „Dadada" með bein í hárinu." Hvers konar grínþætti varstu með í Tulsa? „Ég var með nokkra slíka. Það var meðal annarra „Night Shift“ sem við kölluðum „Night Shit“ og var sýndur í staðbundinni sjónvarps- stöð og þar lærði ég mikið. Ég var með marga þætti hjá „Act Me-Video Company". Ég sá að miklu leyti um þáttagerðina og handritaskrifin. Ég held að allt þetta hafi leitt mig inn á þá braut sem ég er á nú. Alla vega hefði það síður gerst hefði ég ekki haft neina þekkingu á þessu sviði. Áður en tökur hófust á Basic Instinct var ég í Los Angeles í rúmlega sex mánuði til að undirbúa mig og til að vita hvernig væri að búa þar. Mér líkaði gamla Hollywood, glamorinn og þessi gamla fjórða áratugar stemmning sem ég sá í rósrauðu skýi. Ég myndi samt ekki vilja búa þar fyrir lífstíð. Ég vildi eiga þar lítið ein- býlis- eða raðhús í spænskum stíl til að skreppa í ef mig langaði til - sól og pálmatré, þú veist. Sem stendur langar mig til að búa áfram í New York. Hlutskipti leikara sem býr í Los Angeles er mjög líklega þannig að hann hefur mikinn frítíma. Hann bíður og vonar að hann fái eitthvað að gera. Maður er einangraður þar, gengur á milli umboðsskrifstofa og athugar hvort eitthvað sé að hafa. í New York er aftur á móti mikið að gerast og mikil spenna. Maður veit ekki nema næsti maður detti niður dauður af einhverjum orsökum. Það er margt sem heldur huganum uppteknum og maður er þvf ekki alltaf að hugsa um að leika. Þar er í nógu að snúast, þó ekki sé nema að hjálpa náung- anum að komast klakklaust um götur borgar- innar." Hvað stendur nú fyrir dyrum hjá þér? „Ég veit það ekki. Ég er að bíða eftir góðri mynd til að leika í en það eru því miður ekki mörg góð handrirí umferö núna.“ Hefurðu leikið á sviði eftir að þú útskrifaðist? „Já, ég hef nýlokið við að leika í klassísku leikriti á Broadway og það var mjög gaman." Víkjum aðeins að einkalífi þínu. Ertu í föstu sambandi? „Já, það má segja þaö, en það er samt allt í endurskoðun. Nú er það tímabil í lífi mínu sem mér finnst að ég ætti að vera ein. Ég held að ég ráði ekki við aö vera í föstu sambandi núna. Það hefði kannski getað gengið ef ég hefði átt sex til sjö ára sam- band að baki. Ég held að ekkert samband þoli öll þessi ferðalög og það sem ég er að fást við og hef verið að gera upp á síðkastið. Það er mikið að gerast í lífi mínu þessa stundina. Að blanda annarri manneskju inn í allt þetta væri hreinlega ekki rétt. Ég var reyndar í sambandi í sex ár en því lauk áður en allt þetta kom til svo nú er tíminn til að vera ein. Áður en ég kem mér fyrir og gifti mig langar mig til að vera ein um tíma. Það er samt nokkuð kaldhæðnislegt að segja ein. Hér erum við og svo allt þetta mannhaf í kringum mann alla daga." Að þeim orðum sögðum kvaddi ég þessa líf- legu stúlku og hélt út í mannhafið fyrir utan hótelið. □ ■ Mér finnst kynlíf frábært og hef ekkert á móti því. Það þarf þó að vera í réttu samhengi. Það sem mér líkaði við þessa mynd og fannst þegar ég las handritið var að kynlífið væri ekki í eins neikvæðri merkingu og ég hafði gert mér í hugarlund. Ég hugsa að það hafi ótvírætt gefið myndinni aukna vídd. VILL VERA EIN 14. TBL. 1992 VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.