Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 45
okkar og aöra ástvini. Þú þarft aö fá notálegt
faðmlag og slatta af kossum af og til frá foreldr-
um þínum og ættir svo sannarlega ekki að
þurfa aö minna þá á slíkt. Ef þau aftur á móti
finna ekki hjá sér löngun til að knúsa þig smá-
vegis þá bara knúsar þú þau og hellir að sjálf-
sögðu slatta af ylstraumi yfir þau.
ÓHÓFLEG GRÆÐGI
Þú talar um að foreldrar þinir séu haldnir
ótæpilegri græðgi í peninga, skemmtanir og
lúxus. Græðgi í hvaða mynd sem er er engum
til góðs og allra síst líkleg til að auka lífsham-
ingju okkar eða stuðla að breyttum og bættum
samskiptum. Öll auðsöfnun fram yfir það sem
dugar til að okkur líði vel er óþörf. Við getum
vel við unað ef við eigum gott húsaskjól, fatnað
og mat, auk aura til að borga skatta og skyldur
samfélagsins.
Ekkert er athugavert við að láta eftir sér dá-
lítinn lúxus ef við höfum efni á slíku. Aftur á
móti er eitthvað mikið siðlaust við að draga að
sér fjármuni og eigur langt umfram það sem
notast okkur á sama tíma sem um það bil átta-
tíu prósent þess fólks sem á jörðinni lifir og býr
við einhvers konar skort.
Græðgi er kannski það afl í veröldinni sem
hvað mestan skaða vinnur í augnablikinu í
sammannlegum samskiptum. Græðgin getur
verið tengd óþarfa löngun í völd, frama, kynlíf,
hégóma og peninga. Allt er það einskis virði ef
samfara þannig græðgi eru ekki langanir í
kærleikshvetjandi lífsviðhorf sem ýta undir
mannúð og mildi, ásamt áhuga fyrir
mannsæmandi lífsskilyrðum fyrir öll börn
jarðar.
TILGANGSLAUS AUÐSÖFNUN
Það er, satt best að segja, ákaflega ánægju-
legt til þess að vita að unglingur eins og þú sé
ósáttur við að í gangi sé heima hjá honum
óþarfa auðsöfnun á sama tíma sem tilfinninga-
legir og sálrænir þættir tilveru ykkar allra eru
gróflega vanvirtir. Það verður að vera heilbrigt
og hyggilegt jafnvægi í þessu tvennu, annað
er óviturlegt og kannski jafnframt ómannúð-
legt.
Þessa óþægilegu þróun í samskiptum á milli
ykkar heima verður að bæta og þá helst þann-
ig að foreldrar þínir sjái mikilvægi þess að
rækta ykkur systkinin með persónulegri ná-
lægð við ykkur. Slíkt byggist jafnframt öðru
upp á tilfinningalegri hlýju og öðrum álíka
hvötum.
Ef foreldrar þínir sjá um þessar þarfir ykkar
systkinanna getur enginn - og þar með talinn
þú - meinaö þeim að vinna fyrir eins miklum
auði og þeir kjósa. Auður breytir þó ekki þeirri
staðreynd að ekkert sem fella má undir meiri
háttar græðgi í þeim efnum er hollt og slíkt
hlýtur alltaf að valda vandræðum fyrr eða
síðar, hvað sem hver segir.
LÍFSTILGANGURINN
Vegna sþurningar þinnar og annarra reyndar
um hver mögulega mætti teljast lífstilgangur-
inn er þetta að segja: Tilgangur tilvistar okkar
gæti verið fyrst og fremst sá að rækta andlegar
þarfir okkar, ekki síður en þær veraldlegu, auk
þess að styrkja manngildi okkar og efla það
þannig andlega að það reynist okkkur sjálfum
og öðrum lyftistöng manneskjulega. Sem sagt
að við eyddum tíma meðal annars í að hlúa að
því sem er gott og göfugt í eigin fari og annarra
líka, einmitt á sama tíma og við værum að hlúa
að veraldlegum framgangi okkar. Þannig kæmi
gott jafnvægi fram í þessu tvennu og myndi ör-
ugglega gera okkur bæði hamingjusöm og
heilsteypt á endanum.
Við lifum líkamsdauðann og hinum megin
grafar kemur sér betur að eiga dálítinn innri
auð. Satt best að segja notast veraldlegur auð-
ur einungis hérna megin grafar. Það segir okk-
ur aö hann er þrátt fyrir mismunandi ágæti sitt
fallvaltur og getur ekki gert okkur gagn nema
rétt á meðan við erum háð líkamanum. Við
getum því auðveldlega verið gjörsamlega
sneydd öllum tilhneigingum til andlegrar auð-
söfnunar þrátt fyrir að úr vösum okkar fljóti
peningar og annað sem rekja má til gulls. Við
verðum að reikna með að við lifum vegna til-
gangs sem krefst ákveðinna fórna af okkar
hendi. Þannig hugsandi göngum við ekki (
gegnum lífið nánast blind og möguleikar okkar
verða óneitanlega meiri báðum megin grafar.
FYLLIRÍ FÁRÁNLEG
Hvers kyns fyllirí eru afleidd fyrir fyrirmyndar-
fólk eins og okkur. Þess vegna má segja að
það sé ágætt að hanga sem mest þurr. Það er
nefniléga hægt aö fara á margs konar fyllirí.
Strangt til tekið má því segja að enginn sér-
stakur grundvallarmunur sé á andlegu eða efn-
islegu fylliríi vegna þess að bæði leiða óneit-
anlega til hvers kyns vanrækslu og tilheyrandi
vandræða og eru því fáránleg.
Það er því mikilvægt í öllum málum sem
varða velferð okkar að við séum jákvæð og
elskuleg hvert við annað. Þeim okkar sem
erum með óskaddaða heil^starfsemi er ekki
stætt á hegðun eða framkomu sem veldur
vandræðum í samskiptum okkar hvert við
annað. Dómgreindarlaus einstaklingur virkar á
samferðafólk sitt eins og bílstjóralaus bíll sem
rennur hindrunarlaust áfram. Hann getur ein-
faldlega skaðað þann sem síst skyldi.
BEST AÐ TALA UM ÞAÐ SEM SVEKKIR
Hvað varðar spurningar þínar um annars veg-
ar hvort þú eigir að tala um óánægju þína eða
ekki við foreldra þína og hins vegar um hvort
þú eigir að flytja af heimilinu eða ekki er þetta
að segja: Auðvitað er rétt að tala um allt sem
við erum ósátt við í fari og framkomu foreldra
okkar. Ekkert síður eiga þau að gera það
sama við okkur. Skortur á möguleikum á að
tala saman af einlægni og tæpitungulaust er
bagalegur. Ef atvikin, sem henda og okkur
finnast slæm, eru aldrei rædd er hætt við mis-
skilningi og reiði sem getur fjötrað mjög öll
önnur og hugsanlega ekkert síður mikilvæg
samskipti okkar við okkar nánustu.
Frh. á bls. 48