Vikan


Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 7

Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 7
Guðrún Svava Svav- arsdóttir og eigin- maður hennar, Sig- urður Karlsson, fluttu til Hellu fyrir fjórum árum. „Ég hafði varla heyrt Hellu nefnda þegar maðurinn minn stakk upp á því að við flyttum hingað. Mig hafði þó alla tið dreymt um að flytja út í dreifbýlið. Við völdum Hellu vegna þess að hér I ná- grenninu eða á Selfossi er söfnuður votta Jehóva og við erum virk í því starfi og tókum meðal annars þátt I að stofna þennan söfnuð. í ööru lagi fannst okkur aðkorrian að þorpinu falleg, byggðín hérna meðfram ánni og í þriðja lagi heilluðumst við af fjallasýninni. Við sjáum fjallið Þríhyrning hér á hverjum degi en auk þess eigum við okkar spari- fjöll, Heklu og Eyjafjallajökul, en þau sjáum við stöku sinnum, þegar vel viðrar." Þau Guðrún og Sigurður eru nýflutt í einbýlishús á staðnum og þaö er bleikmálaö að utan og innan. Guörún Svava er nýkomin úr leiðangri um sveit- irnar við að predika fagnaðar- boðskapinn. En hvernig stóð á því að hún varð vottur? „Ég fór að nema Biblíuna með vottun- um fyrir um það bil 10 árum. Sigurður, maöurinn minn, var að nema Biblíuna með þeim þegar við kynntumst. Ég var mjög vantrúuð á þetta til að byrja með, er gamall kommún- isti og var á stofnfundi Rauð- sokkahreyfingarinnar. Ég fór síðan að lesa Biblíuna af áhuga, þar sem mig hafði oft langað til að kynnast heilagri ritningu sem er undirstaða þjóöfélags okkar og menning- ar. Það þurfti samt mikið til að sannfæra mig enda leggja vottar áherslu á að byggja trú sína á rökum en ekki blindu. Biblían hvetur líka til rann- sókna og það þarf að byggja trúna á sterkum grundvelli, rækta hana og þroska. Ég er ekki hrifin af fólki sem er trúað en getur ekki fært rök að trú sinni. Eins og er fer mikið af mínum tíma í að boða fagnað- arerindið því það er eitt af mikilvægustu störfum vott- anna og við maðurinn minn förum á bæina hér í kring.“ - Hvernig er ykkur tekið? „Yfirleitt af kurteisi. Þaö fer mikið af okkar tíma í þetta og ég reyni að skipta tíma mínum milli myndlistarinnar og þess- ara starfa minna. Þetta er mjög gefandi og veitir ákveðna lífsfyllingu. Ekki það að ég hafi ekki lifað ríkulegu lífi áður. Frístundirnar eru því dýrmæt- ar og við notum þær ef til vill öðruvísi en margiraðrir, förum til dæmis ekki mikið út að skemmta okkur. Söfnuðurinn á Selfossi - en í honum eru 16 boðberar - fór aö predika í sveitunum í kringum Vík í Mýrdal eina helgina. Við vor- um fimmtán fullorðnir og börn, en börnin eru alltaf með okkur. Það er mikil áhersla lögð á það hjá vottunum að börnin séu með í gleði og sorg, það erfar- ið meö þeim í leiki og alltaf mjög gaman hjá okkur." - Hefur þessi trúaráhugi komið fram í verkum þínum? „Nei, ekki beinlínis. Mérhef- ur þó verið sagt að í verkum mínum komi fram meira frelsi en áður en líklega er allur óður til sköpunarverksins með trú- arlegu ívafi. Ég hrífst af verk- um skaparans." Tíkin Hera hefur setið á gólfinu og hlustað á okkur en stendur nú upp og gengur að glugganum. Hana langar greinilega mikið til að komast út. Fyrir utan gluggann er ó- kunnur hundur sem hefur líka áhuga á henni en hann er ekki af réttum ættum. Hera er hreinræktaður Golden Re- triever og því verður ekkert úr frekari kynnum þeirra. „Ég hef verið að gera ýmislegt undan- farin tíu ár sem ég hef ekki fengist við áður,“ segir Guðrún Svava, „meðal annars veriö hundaræktandi. Hera hefur einu sinni átt hvolpa, þá átti hún átta og sex lifðu. Það var mikil vinna að koma þeim á legg og viö hjónin vorum búin aö liggja yfir hundabókum áður en við ákváöum að taka Heru. Það er yndislegt að hafa hana og við göngum saman daglega, klukkutíma til einn og hálfan á dag. Ég hef tilhneig- ingu til að verða mjög niður- sokkin í þau verkefni sem ég er að vinna að hverju sinni og því hjálpa Hera og sonur hennar Daníel mér að halda mér í góðu formi líkamlega.“ Það er barið að dyrum og þau Súpryja Sunneva og Sævar eru komin í heimsókn, börn sem verða í fóstri hjá Guðrúnu Svövu í nokkra daga. Hún nær í hollustusæl- gæti sem hún hefur búið til og heimabakað brauð og ber á borð. Guðrún Svava segist kunna mjög vel við sig á Hellu. „Ég var alltaf í sveit á sumrin þegar ég var barn og tvö sum- ur var ég á ísafirði með Þor- steini fyrri manni mínum. Fyrst eftir a^> við Sigurður fluttum hingað kenndi ég við Myndlist- arskólann í Reykjavík og vann við gluggaþvott með mannin- um mínum. Nú sæki ég minna og minna til Reykjavíkur og við höfum rofnað úr tengslum við höfuðborgina. Það er ekkert neikvætt við það, maður fer að tilheyra landsbyggðinni. Það eru ekki mörg ár síöan ég sá allar leiksýningar og myndlist- arsýningar I Reykjavík en nú fæ öðruvísi ánægju út úr lífinu. Það er mikil vinna í sambandi við trúna. Að gerast vottur er ekki að setjast í hægt sæti í líf- inu og við spyrjum ekki hvað Guð geti gert fyrir okkur heldur hvað við getum gert fyrir Guð. Það hrökklast margir frá þegar þeir gera sér grein fyrir að Biblían gerir kröfur til þeirra. Það sem hefur þó komið mér mest á óvart við lestur Biblíunnar eru hinir stórkost- legu sþádómar hennar og framtíðarloforð. Ég ætlaöi ekki að trúa þessu fyrst. í Biblíunni eru tugir spádóma. Þannig var til dæmis spáð fyrir komu Krists, ætterni, lífi hans og dauða í smáatriðum, meöal annars sagt að ekkert bein í líkama hans yrði brotið og að varpað yrði hlutkesti um klæðnað hans. Spádómarnir og uppfylling þeirra styrktu þá skoöun manna að ritningin væri heilög. Að kynnast Biblí- unni er eins og aö kynnast góðri manneskju sem þú treystir, þú kynnist henni betur og betur og hún verður sífellt trúverðugri. Vottarnir taka ekki þátt í kosningum en hlýöa reglum samfélagsins. Ég held ég sé til dæmis eini myndlist- armaðurinn á landinu sem gef allar mínar tekjur upp til skatts og maöurinn minn gerir slikt hið sama þó við höfum aö- stöðu til að gefa ekki upp hluta af tekjum okkar. Viö viljum hafa góða samvisku og fórn- um henni ekki fyrir nokkrar krónur. Kristur er höfuð safnaðar okkar og yfir Kristi er Guö. Eig- inmenn eruð höfuö eigin- kvenna sinna og konan er eig- inmanni sínum undirgefin. Undirgefni hefur fengið nei- kvæða merkingu og er talin merki kúgunar en eiginmenn eiga að vernda konur sínar og vera tilbúnir að gefa líf sitt fyrir þær. Það er því auðvelt að vera kristin eiginkona. Ef ágreiningsmál koma upp á milli hjóna, til dæmis varðandi búsetu, þá á vilji eiginmanns- ins að ráða. Hann á samt að þera alla hluti undir eiginkon- una og i þeim kristnu hjóna- böndum sem ég þekki hefur aldrei komið til þess að djúp- stæður ágreiningur hafi ríkt milli hjónanna. Ég hélt að þetta yrði mér erfiðast en það er djúpur skilningur sem liggur að baki orðanna hógværð og auðmýkt. Kristin eiginkona fær næg tækifæri til aö rækta þessa eiginleika." □ 14. TBL.1992 VIKAN 7 TEXTI: VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR MYNDIR: BINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.