Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 42
ATTU GOÐA HELGI
^ rífa Garöarsdóttir úr
I ] Hafnarfiröi var svo
cg lánsöm aö nafn henn-
2 ar var dregið úr potti með mikl-
'g um fjölda gildra og réttra svar-
cf£ seðla ferðagetraunarinnar
Q sem Vikan efndi til í samvinnu
^ v:ð Flugleiðir - innanlandsflug
S í vor. Vinningur hennar var
co fólginn í helgarferð fyrir tvo
Ec norður til Akureyrar með far-
p£ kosti Flugleiða af gerðinni
ö Fokker F50, tveggja nátta dvöl
á Hótel Noröurlandi, bíla-
leigubíl meðan á Akureyrar-
dvölinni stæði og kvöldverði á
laugardagskvöldið.
Drífa bauð unnusta sínum,
Hlyni Guðjónssyni, að sjálf-
sögðu með og héldu þau fljúg-
andi norður yfir heiðar föstu-
dagskvöldið 22. maí. Þau yfir-
gáfu borgina í blíðskaparveðri
en Akureyri heilsaði þeim
fremur þungbúin því að þar
rigndi bæði yfir réttláta og
rangláta þegar þau stigu út úr
flugvélinni. Á flugvellinum beið
þeirra hins vegar spegilgljá-
andi bílaleigubíll frá Bílaleigu
Flugleiða og þurftu þau því
ekki mikið að hafa fyrir feröinni
til bæjarins, þar sem starfsfólk
Hótel Norðurlands tók á móti
þeim. Þar var þeim boðið upp
á fyrsta flokks herbergi með
baði, sjónvarpi og smábar og
þótti þeim gott að fleygja sér í
mjúkt rúmið og teygja úr sér
eftir feröalagið áður en þau
héldu á vit ævintýranna.
Það var komið glampandi
sólskin þegar þau vöknuðu út-
hvíld á laugardagsmorguninn.
Þeim degi vörðu þau í skoðun-
arferðir um bæinn, bæði fót-
gangandi og akandi. Þau
komu heim á hótel nægilega
Drífa og
Hlynur nutu
góða
veðursins á
Akureyri og
notuðu tim-
ann til að
skoða sig
um.
Skemmti-
staðirnir
Uppinn og
„1929“,
sem er að
finna i húsi
því sem
áður hýsti
Nýja bió,
sáu um að
þeim Drífu
og Hlyni
leiddist
ekki á
föstudags-
og laugar-
dagskvöld.
42 VIKAN 14.TCL.1992