Vikan


Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 34

Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 34
SÁLARKIMINN SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR LESENDUM Kæri sálfræðingur. Þú hefur verið að ræða svolítið um sjáifsvirðingu í mörgum svörum þínum en mitt vanda- mál er að ég hef svo lítið sjálfstraust. Mér finnst oft að aðrir hljóti að vita betur en ég og jafnvel þegar ég veit að ég veit betur þori ég ekki að segja neitt, ef enginn annar er áður mikið af beinum svörum en kannski getur þú ráðlagt mér eitthvað sem ég get notað til þess að þora að vera ég sjálf. Ég er 34 ára og veit að ég er ekki ein með lítið sjálfstraust. Það er þó lítil huggun. Með bestu kveðju, Inga. SJÁLFSMYND Sjálfsmynd er sú mynd sem viö höfum af okkur sjálfum, hvers konar persónur viö erum í augum okkar sjálfra. I mjög grófum dráttum og til út- skýringar má segja aö sjálfs- myndin samanstandi af sjálfs- virðingu og sjálfstrausti. Þetta skarast þó allt. Sjálfsvirðingin segir til um þaö hversu mikla virðingu viö berum fyrir okkur sjálfum, tilfinningum, skoðun- um, viðhorfum, löngunum og svo framvegis, samanboriö viö þá virðingu sem viö berum fyr- ir þessu hjá öörum. Ef viö löngun og í öðru lagi ertu aö sýna sjálfri þér aö þú þorir ekki aö segja nei vegna þess aö þaö er í andstööu viö vilja hins og getur því vakir reiði hans eða sárindi. Þú viðheldur lítilli sjálfsviröingu og litlu sjálfs- trausti. Meö því að segja já tekur þú einnig á þig ábyrgö og oft á tíðum ábyrgö sem þú átt alls ekki. Þegar síöan veröa mis- tök ert þú orðin áþyrg fyrir mis- tökunum, jafnvel þó þér finnist þaö ómaklegt. Þar sem hinn aðilinn reynir að foröa sjálfum sér og kenna þér um - og þú reynir alltaf aö foröast átök og HVERNIG ÖÐLAST ÉG MEIRA búinn að styðja það. Ég bið alltaf eftir þvi að aðrir segi það sem þeim finnst, áður en ég segi það sem mér finnst. Ég á mjög erfitt með að gera kröfur og forðast að rífast, þó svo að það þýði að ég láti í minni pokann. Allt þetta hefur pirrað mig í gegnum tíðina en ég hef atdrei þorað að gera neitt í því. Nú finn ég að ég verð að gera eitthvað í málinu og styrkja sjálfstraustið - en hvernig á ég að gera það? Annað sem ég held að teng- ist þessu er að ég á svo erfitt með að segja nei. Ég get ekki neitað vinum minum um greiða, jafnvel þó ég vilji helst ekki gera það sem þeir biðja um. Oft leiðir þetta til þess að ég fæ skammir eða á mér lenda mistök sem alls ekki ættu að lenda á mér. Þá finnst mér hinn aðilinn oft óréttlátur að leiðrétta ekki þau mistök, að það var ég sem var að gera greiða og mistökin eru hans. Ég verð oft sár og reið og finnst ég fá litla umbun fyrir að reyna alltafað gera mittbesta. Ég held að þetta tengist litlu sjálfstrausti og veit að ég verð að gera eitthvað i málinu og það strax, áður en ég spring og geri eða segi eitthvað sem ég sé eftir. Ég er bara alveg ráðþrota með hvað ég á að gera. Ég sé að þú gefur ekki Kæra Inga. Það er aldeilis alveg rétt hjá þér aö þú ert ekki ein um aö hafa lítið sjálfstraust. Þaö er líka rétt að ég hef rætt um sjálfsvirðingu í mörgum svör- um mínum og það er líka rétt aö ég gef ekki mikið af beinum svörum. Ástæðan fyrir því aö ég gef ekki mikið af beinum svörum er sú aö ég lít svo á aö þaö hjálpi öörum voöa lítið aö ég segi þeim hvað þeir eigi aö gera. Þaö eru í flestum tilvik- um bara mínar hugmyndir og ekkert víst aö þær henti öörum. Ég álít aö hver og einn veröi aö stjórna sínu lífi í sam- ræmi viö þaö sem honum líður best með og bera þannig ábyrgö á líðan sinni en varga ekki þeirri ábyrgð yfir á aðra. Ég get best aðstoðað meö því að opna augu viðkomandi fyrir nýjum sjónarhornum eöa láta hann/hana horfast í augu við það sem hann/hún forðast aö horfast í augu við. Þannig get ég vonandi gefið viðkom- andi möguleika til aö velja milli fleiri mögulegra lausna en hann/hún hefur hingað til kom- ið auga á. Hvaöa leið viðkom- andi velur eöa hvort hann/hún velur nokkra leið verður aö vera hans/hennar mál en ekki mitt. Ég get ómögulega tekið aö mér aö bera ábyrgö á lífi allra þeirra sem til mín leita. sþyrjum alltaf fyrst hvaö öðr- um finnst og þegjum síðan ef hinum finnst eitthvað annað en okkur sjálfum er augljóst aö viö berum meiri virðingu fyrir skoðunum annarra en okkar sjálfra. Á sama tíma má segja aö viö þorum ekki að segja þaö sem okkur finnst. Þá get- um við sagt að okkur skorti sjálfstraust. Sjálfsmyndin verður þá sjálfsmynd þess sem ber litla viröingu fyrir sjálf- um sér og þess sem ekki þorir. Öfugt er hægt aö tala um sjálfsmynd þess sem ber meiri viröingu fyrir sjálfum sér en svo aö hann þegi um skoðanir sínar, þó þær samræmist ekki skoöunum annarra og þorir aö láta þær í Ijós, þó það feli hugsanlega í sér skoöana- ágreining. Að flýja af hólmi hefur vissu- lega í för meö sér aö viökom- andi tapar engri orrustu en það kemur einnig í veg fyrir þann möguleika að hann sigri í orrustunni. Hann er flótta- maður og fær sjálfsmynd flóttamannsins. AÐ GETA SAGT NEI Þaö tengist vissulega sjálfs- trausti og sjálfsvirðingu að þú getur ekki sagt nei. Meö því aö segja já, þegar þú vildir segja nei, ert þú i fyrsta lagi ekki að þera virðingu fyrir þinni eigin rifrildi - situr þú ein uppi meö alla sökina. Þaö er enginn sem spyr hvort þaö sé réttlátt eöa ekki. Þú hefur tekið á þig ábyrgðina og nú sökina og viö þaö situr. Ástæöan er sú aö of lítil sjálfsvirðing þín og of lítið sjálfstraust gera þaö aö verk- um aö þú tekur aö þér hluti sem þú vilt ekki og gefur öör- um frelsi til aö sleppa. Spurn- ingin er svo bara hvort þeir notfæra sér þaö eða ekki. Líö- an þín er sem sagt undir góö- semi annarra komin en ekki undir þínum eigin vilja eöa að- geröum. HVAÐ GETUR ÞÚ GERT? Út frá því sem ég nú hef sagt er auðséð aö þú veröur aö breyta ýmsu í hegöan þinni og viðbrögðum viö öörum til þess aö styrkja sjálfstraust þitt og sjálfsvirðingu og þar meö eiga möguleika á að breyta sjálfs- mynd þinni frá sjálfsmynd flóttamannsins aö sjálfsmynd þess sem gefur sjálfum sér færi á að sigra og ef hann tapar þ>á hefur hann bara nýtt vandamál til aö takast á viö. Annaö ekki. Heimurinn hefur ekki farist. Þótt ég geti ekki farið miklu dýpra út í þetta í þessu stutta svari tengist þetta allt ósk þinni og von um ást og væntum- þykju frá öörum. Þér finnst TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.