Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 23
Ég var meðal annars að gæla við þá hug-
mynd hvort við gætum ekki haft veiðileyfin eins
og hlutabréf, þannig að þau væru í einingum
og síðan yrði frjáls sala á þeim eins og á hluta-
bréfamarkaði. Það kæmi mér ekki á óvart ef
þróunin næstu árin yrði í þessa átt.
ÁTÖK í FLOKKNUM
- Þið elduðuð grátt silfur saman, Vilmundur
heitinn Gylfason og þú, á meðan þú varst for-
maður Alþýðuflokksins.
Ég held að svo hafi ekki verið í raun og veru
heldur áttum við að mörgu leyti gott samstarf
bæði á meðan ég var varaformaður og for-
maður. Hann var aftur á móti ósáttur við að
frami hans innan flokksins væri ekki meiri og
heldur ekki sáttur við stefnumörkunina að öllu
leyti. Það lendir auövitað á þeim sem valist
hafa til forystu í flokki að reyna að finna ein-
hverja millileið til þess að halda flokknum
saman. Þaö var reynt til hins ýtrasta en dugði
ekki. Ég sá að hverju stefndi - að Vilmundur
myndi stofna sinn eigin flokk. Úr því að það
hlyti að gerast lagði ég mjög mikla áherslu á að
menn hefðu það ekki eins og oft viil gerast - að
þeir yrðu aðalandstæðingar fyrrum samherja
sinna um leið og þeir gengju úr flokknum. Ég
hvatti til þess að við reyndum að leiða ágrein-
ingsmálin hjá okkur og beindum spjótum okkar
annað. Auðvitað gerði ég þetta með tilliti til
þess að það bæri ekki það mikið á milli og
þess yrði jafnvel ekki langt að bíða að flokk-
arnir rynnu aftur saman, það yrði tíminn bara
að leiða í Ijós. Slíkt gerðist að verulegu leyti
nokkrum árum seinna.
- Jón Baldvin tók við formannsembættinu
af þér. Voruð þið Jón kunnugir áður en leiðir
ykkar lágu saman í Alþýðuflokknum?
Já, já, við höfðum meðal annars verið sam-
an í menntaskóla þar sem hann var reyndar
einu ári á undan mér. Þá var Jón mjög róttæk-
ur í skoðunum, nánast kommúnisti, ef ekki
alveg. Ég man eftir því aö hann reyndi svolítið
að fá mig til liðs við sig en það gekk ekki því að
ég haföi ekki samúð meö skoðunum hans.
Hann dvaldi líka í Stokkhólmi um tíma á með-
an ég var þar í námi.
Þegar til tals kom að Jón Baldvin færi fram á
móti mér fyrir flokksþingið 1984 í formanns-
kjöri Alþýðuflokksins gerði ég það upp við mig
að nauðsynlegt væri að það yrði slagur, hvern-
ig sem hann færi. Ástæðan var einfaldlega sú
að það var svo mikill óróleiki í flokknum að ný-
kjörinn formaður yrði að hafa fullt umboð
flokksmanna. Það var talað um að fresta
flokksþinginu og þar fram eftir götunum en ég
var alltaf þeirrar skoðunar að rétt væri að láta
fara fram uppgjör á milli okkar. Sá sem kæmi
út úr þeim kosningum hefði óumdeilanlegt um-
boð og gæti tekið á málum með nýjum hætti.
Jón Baldvin sigraöi með ágætum í kosning-
unni og það reyndist honum gott veganesti.
Ég einsetti mér hins vegar að fara ekki í fýlu,
hélt áfram fullu starfi fyrir flokkinn og reyndi að
stuðla að einingu, að minnsta kosti út á við,
þótt ég lenti stundum í hörðum átökum innan
þingflokksins. Til dæmis var bæði tekist á um
afdráttarlausa ríkisstjórnarstefnu og um að
vinna að byggingu nýs álvers, auk þess að
teknir yrðu upp opnari viðskiptahættir og látið
af tilgangslausum bjargræðisaðgerðum sem
myndu hefna sín, eins og nú er komið á
daginn. Ég tók líka að mér forystu í nefndum
sem unnu að meiri háttar málum eins og stað-
greiðslu skatta og umbyltingu húsnæðislána
yfir í húsbréfakerfi. Ég var þá reyndar búinn að
gera það upp við mig og semja um það við
konu mína aö ég skyldi ekki vera lengur en
svona tíu ár í pólitíkinni. Það stóðst nokkurn
veginn á endum því að á þingi sat ég í ellefu
ár.
ENGIN BEIN TENGSL VIÐ FLOKKINN
- Hefur þú haldið tengslum við flokkinn síðan
þú hélst til Genfar?
Síðan ég hætti á þingi og tók við starfi sendi-
herra í Genf hef ég ekki haft nein formleg
tengsl við flokkinn enda tel ég slíkt ekki sam-
rýmast starfi mínu. Ég er fulltrúi ríkisstjórnar-
innar, hver sem hún er. Ég segi reyndar
stundum, þegar ég er spurður að því hvort ég
sakni ekki pólitíkurinnar, að ég hafi í raun lent
í ennþá meiri pólitík en þekkist heima á íslandi
- heimspólitíkinni þar sem fram fer eilífur reip-
dráttur og maður þarf að takast á við mjög
sterka andstæðinga. Ég þekki auðvitað fjölda
fólks í Alþýðuflokknum sem ég hef haldið
sambandi við og þess vegna er mér stundum
kunnugt um það sem er aö gerast innan vé-
banda hans og stundum ekki - en það er tilvilj-
unum háð. Verkefni mín ytra eru tímafrek og
taka alla starfskrafta mína.
- Þú hefur þá ekki tekið afstöðu í þeim
flokkadráttum sem verið hafa i tengslum við
hugsanlegt framboð á móti Jóni Baldvin.
Nei, alls ekki, ég lít á stjórnmálaafskipti mín
sem afgreiddan hlut og leiöi því slíkt algjörlega
hjá mér.
- Hvað viltu segja um nýja fólkið innan Al-
þýðuflokksins sem hefur verið að kveðja sér
hljóðs á nýafstöðnu þingi?
Alþýðuflokkurinn hefur verið að endurnýja
sig eins og allir aðrir flokkar og ég tel það bara
rétt og eðlilegt. Ég hef kannski sterkari tengsl
við þá sem hafa verið um lengri tíma í
flokknum, það er að segja það fólk sem ég
starfaði með, fremur en þá sem hafa verið að
koma nýir á vettvang. Þó hef ég náttúrlega
mínar rætur í Hafnarfirði og Reykjaneskjör-
dæmi og því hef ég kannski mest samband við
það fólk sem þar starfar. Ég þekki til dæmis þá
bræður Gunnlaug og Guðmund Árna Stefáns-
syni mjög vel. Ég tel að Guðmundur Árni hafi
staðið sig mjög vel sem bæjarstjóri. Hann er
búinn að sanna það að hann búi yfir stjórnun-
arhæfileikum og þess vegna er ekki óhugsandi
að hann gæti orðið formaður Alþýðuflokksins
einhvern tíma.
SENDIHERRA TIL ALÞJÓÐLEGRA
STOFNANA
- Þú gegnir starfi sendiherra í Genf en samt
ert þú ekki sendiherra íslendinga í Sviss. í
hverju er starf þitt annars fólgið?
Það heitir svo að ég sé sendiherra til Sam-
einuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana í
Genf en þær munu vera tuttugu til þrjátíu
talsins. Margar þjóðir eru þarna með tvo eða
fleiri sendiherra til þess að sinna þessu en við
getum það auðvitað ekki. Af þessum sökum
höfum við þurft að velja úr hvað það er sem
skiptir okkur mestu máli. Sendiherra íslands í
Bonn, Hjálmar W. Hannesson, ersendiherratil
Sviss líka. Ég er aftur sendiherra til fjögurra
ríkja í Afríku, Egyptalands, Kenya, Tansaníu
og Eþíópíu.-
Þann tíma sem ég hef verið í Genf hefur
langmest áhersla verið lögð á störf innan
EFTA og samninginn um EES, evrópska efna-
hagssvæöið. Innan EFTA er það þannig að
skipst er á formennsku á hálfs árs fresti og er
ég tvisvar búinn að lenda í því að vera hinn
daglegi formaður samtakanna í Genf sem full-
trúi ráðherrans. Það hefur reynst ansi drjúgt
starf og alveg sérstaklega síöustu mánuði að
stjórna fundum um þau málefni serTi hafa verið
efst á baugi - endurskoðun á skipulagi EFTA
við tilkomu EES, þar á meðal um fjárframlög til
stofnunarinnar við hinar ýmsu aðstæður - sem
tókst á endanum að leysa farsællega - og svo
um fríverslunarsamninga við nýfrjáls ríki Aust-
ur- og Miö-Evrópu, sem og Tyrkland og ísrael,
þar sem torveldasta umfjöllunarefnið er ævin-
lega viðskipti með fisk. Ég hef líka tekið þátt í
samningum um EES með Hannesi Hafstein og
það hefur tekið mikinn tíma. Nú erum við farnir
aö sjá fyrir endann á þvi.
Það sem kemur næst í röðinni eru GATT-
samningarnir, „hið almenna samkomulag um
tolla og viðskipti". í raun er um að ræða stofn-
un eða umræðuhóp sem vinnur að því að
draga úr viðskiptahindrunum á milli landa,
lækka tolla og því um líkt. I umræðunum taka
þátt fulltrúar frá yfir hundrað löndum, sitja og
þjarka um það hvernig leysa megi þessi mál.
Hvað okkur varðar ber þar hæst ágreininginn
um meira frjálsræði í innflutningi á landbúnað-
arvörum en auðvitað er margt fleira sem skiptir
okkur miklu máli, eins og til dæmis að stefnt er
að því að lækka tolla á milli landa um þriðjung,
koma á frjálsræði í þjónustuviðskiptum, öryggi
í hugverkarétti og síðast en ekki síst öruggari
reglum í millilandaviðskiptum, sem einmitt
mun sérstaklega gagnast smáþjóðum.
AUGLJÓS ÁVINNINGUR AÐ
EES OG GATT
- Hvernig sérð þú fyrir þér kosti og galla þess
að íslendingar taki þátt í EES og GATT?
Ég er sannfærður um að EES henti íslend-
ingum vel. Ávinningurinn í sambandi við tolla-
lækkanir á sjávarafurðum er náttúrlega augljós
og verður mældur strax í krónum. Ég held að
ávinningurinn sé líka fólginn í því að við mun-
um opna hagkerfi okkar og það mun til dæmis
veita aukið frelsi til fjárfestinga. Ég held að það
Þegar til tals kom að Jón Baldvin f æri f ram á
móti mér fyrir f lokksþingið 1984 í formanns-
kjöri Alþýðuflokksins gerði ég það upp við
mig að nauðsynlegt væri að það yrði slagur,
hvernig sem hann færi.
14. TBL. 1992 VIKAN 23