Vikan


Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 30

Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 30
Hver var fyrsta hugsun þín eftir að þú hafðir lesið handritið yfir? „Það var frábær tilfinning, eins og maður fær eftir að hafa lokið við að lesa harðsoðna leyni- lögreglusögu, Það er í rauninni betra að lesa handritið til að finna út hver framdi glæpinn en að sjá myndina því í henni er allt mögulegt til að villa um fyrir manni og alls ekki hægt að ímynda sér fyrirfram hver morðinginn er. Mað- ur getur aftur á móti alltaf flett fram og til baka í handritinu og safnað saman sönnunargögn- um til að púsla þeim saman og finna út hver sá seki er, Það er samt mjög erfitt þar sem Paul Verhoeven er stærðfræðingur og ég er viss um að sú stærðfræðilega hugsun sem hann hefur til að bera hefur hjálþað honum mikið viö að setja þetta saman þar sem öll atriðin þurfa að passa saman til að heildarútkoman verði rétt. Ég er þó ekki viss um að hann vilji flíka því mikið að hann sé doktor í stærðfræði" Hvernig leikstjóri er hann? „Hann var mjög nákvæmur með allar sen- urnar og þær þurftu að passa nákvæmlega saman. Hann sér hverf atriði fyrir sér í smá- atriðum. ( hvert skipti sem hann blandar sér í leikinn og stöðvar framganginn eða vill að hlut- irnir gangi öðruvísi fyrir sig er öruggt að það er ekki að tilefnislausu. Þó það virki fyrir okkur sem þetta eða hitt skipti ekki máli er öruggt að þaö hefur tilgang einhvers staðar annars stað- ar í myndinni. Þegar tökur hefjast á atriðið get- ur maður verið þess fullviss að hann veit hvað hann vill og hann hættir ekki fyrr en hann hefur fengið það fram. Maður getur samt fengið það á tilfinninguna að maður snúist i hringi bara til að fá fram þaö sem hann vill. Það getur verið stressandi en um leið er okkar samvinna sú áhrifamesta upplifun sem ég hef hlotið sem listamaöur." segja. Ég gat ekki einu sinni munaö hver ég átti að vera en ég var að vinna með Michael Douglas sem var Ijúfur sem lamb. Hann var stundum svolítið fyndinn. Fyrsta daginn létu þeir mig hafa þrjár eða fjórar línur sem ég átti að segja. Þeir voru að taka nærmynd af honum og ég átti að vera að tala við hann. Ég fór óvart hægt og rólega inn í nærmyndina hans. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast en hann vissi það og hélt áfram að tala en færði mig jafnframt út úr myndarammanum án þess að nokkur svipbrigði sæjust. Ég er viss um að enginn hefur tekið eftir þessu. Ég var örugg- lega I þeim bestu höndum sem hægt var að vera í. Annars hefðum við þurft að leika þetta atriði aftur og aftur.“ Er hann stundum óöruggur þegar hann er að leika? „Hann er leikari leikaranna. Þegar hann sest niður getur maður séð að hann er að fara yfir textann í huganum. Hann hugsar mikið um það sem hann er að gera en þegar hann er að leika lítur út fyrir að hann hafi ekkert fyrir því. Það gengur jafnsnurðulaust fyrir sig eins og ballettdansmær sé að dansa. Maður veit samt að hann er alltaf að hugsa um hvernig hann geti gert hlutina betur.“ Hvert er álit þitt á því atriði, sem mikið hefur verið gagnrýnt, þegar hann kemur, rífur af þér klæðin og hefur mök við þig? Eru þetta að þínu mati ástaratlot eða nauðgun? „í mínum huga er þetta harðneskjulegt kyn- líf milli tveggja fullorðinna persóna." Hvers vegna sendir þú hann út? „Ég geri það vegna þess að innst inni veit ég ... Ég gæti sagt þér það í smáatriðum en ég vil ekki að fullkomin skýring komi fram. Beth veit að eitthvað er að gerast og að einhver annar eða réttara sagt önnur er i spilinu. Hún er þannig mjög meövituö um hvaðan tilfinning- ar hans koma og hver er þeim tengdur. Beth vill að hann segi sér það en hann vill það ekki. Hún veit einnig að hann var ekki að elska hana heldur hékk annað á spýtunni.“ Þetta hefur kannski verið einhver eðlislæg drottnunargirni karlmanns? „Já, kannski. Við erum meðal þeirra og við verðum að taka þeim eins og þeir eru. Ekki satt?“ segir Jeanne Tripplehorn og hlær. EKKERT SEM GEFUR TIL KYNNA AO SAMKYNHNEIGÐIR SÉU SLÆMIR Hvað fannst þér um mótmæli samtaka sam- kynhneigðra í Bandaríkjunum? „Mér finnst að það sem gerðist í San Francisco séu neikvæð tilfinningaviðbrögð. Ég held að þeir hafi farið langt út fyrir það sem njóta á sannmælis. Þegar ég las handritið fyrst fann ég ekkert sem hneykslaði mig. Ég held að allar þersónur myndarinnar hafi sömu mögu- leika á að vera illmenni og þar sé enginn sem eigi sér ekki viðreisnar von. Það er ekkert í þessari mynd sem deilir á einn eða neinn og þar á meðal er ekkert sem gefur til kynna að samkynhneigðir séu slæmir þó hægt sé að setja það í slíkt samhengi ef vilji er fyrir hendi. Þetta er Hollywood-spennumynd þar sem kyn- líf sumra kemur nokkuð við sögu en ég held að allir geti veriö sammála um að hlutverk þess sé túlkað sem afl til að ná tökum á öðrum frekar en það sé þarna í einhverjum öðrum tilgangi. Sumt fólk notar kynlíf til að túlka ýmsar til- finningar, aðrir nota það til að sýna vald og enn aðrir til að fá kvalalosta sínum fullnægt þannig að kynlífið er notað á margvíslegan hátt. Það endurspeglar alls ekki hvers konar persónu er um að ræða. Ég held þess vegna að þessi mótmæli þjóni ekki tilgangi sínum. Mér finnst samt að Hollywood ætti að taka meira tillit til þess sem þetta fólk er að segja því það er mik- ið til í því. Það á að setja það hærra í virðing- arstiganum því það er á hreinu að kvartanirn- ar, sem það hefur fram að færa, eru ekki tómur uppspuni." í hvaða Ijósi sérðu þetta hlutverk þitt í Basic Instinct og hvað heldurðu að það geri fyrir frama þinn á leiklistarbrautinni? „Þetta er að sjálfsögðu frábært!" segir Tripplehorn og það er augljóst af viðbrögðum hennar að annað eins hefur ekki hent hana á lífsleiðinni. Hefurðu fengið mikið af tilboðum í kjölfar leiks þíns í myndinni? „Já, en þau eru öll af mjög svipuðum toga þannig að ég er í nokkurs konar biðstöðu til að sjá hvað kann að koma upp á yfirborðið. Ég er að bíða eftir því að einhver komi með álíka viöamikið hiutverk og ég hafði í þessari mynd og mér sé treyst eins og Paul gerði.“ Hvers konar hlutverki ertu að bíða eftir? „Ég myndi vilja að það væri eitthvað léttara yfir því þó ekki væri beinlínis um eitthvert grín- hlutverk að ræða- en þó í áttina. Hlutverk mitt í þessari mynd er mjög átakamikið og grátt. Ef maður á að vera í slíku hlutverki í langan tíma er það mjög niðurbrjótandi. Mig langar því að vera í hlutverki einhvers sem er léttari á sál- inni.“ Þú vilt sem sagt ekki fá kynbombustimpilinn á þig? „Mér finnst kynlíf frábært og ég hef ekkert á móti því. Það þarf þó að vera í réttu samhengi. Það sem mér líkaði við þessa mynd og fannst þegar ég las handritið var að kynlífið væri ekki í eins neikvæðri merkingu og ég hafði gert mér ( hugarlund. Ég er viss um að það hefur ótví- rætt gefið myndinni aukna vídd. Það sem mér líkaði best við að leika Beth var að maður sá hana á skrifstofunni sinni þar sem hún var mjög meðvituð og síðan heima hjá sér. Þar er hún til í allt, með þeim sem hún elskar. Stundum er hún þessi gáfaði, meðvit- aði hjartabrjótur og í annan tíma gjörsamlega á valdi kynlífsins. Allar manneskjur eru að kljást við kynlífið á einn eöa annan hátt og í þessari mynd fáum við að sjá nokkrar útgáfur." VEIT EKKI HVORT HANN BAÐ HANA AÐ FARA ÚR NÆRBUXUNUM Víkjum aðeins að þeirri umdeildu senu þar sem Sharon Stone opinberar sig í yfirheyrsl- unni og sjokkinu sem hún fékk þegar hún sá þetta á hvíta tjaldinu. Hvað finnst þér um þetta atriði? Hvernig heldurðu að þér hefði liðið í hennar sporum? „Hvernig mér hefði liðið? í hreinskilni sagt þá hef ég ekki hugmynd um það. Ég var ekki viðstödd þegar þetta var tekið og ég veit ekki hvað henni og Paul fór á milli, hvort hann bað hana um að fara úr nærbuxunum og ef svo hefur verið þá á hvern hátt hann gerði það. Ég get því ekki gefið neinar yfirlýsingar um þetta mál. En mér fannst senan alveg stórkostleg," segir Tripplehorn og hlær dátt. „Það var frá- bært að sjá hvernig menn stirðnuðu upp og augu þeirra beindust að ákveðnum stað. Þetta var sjálfsagt eins og allir myndu bregðast við í þessari stöðu; sjá hvernig svitinn spratt út á MICHAEL DOUGLAS SVOLÍTIÐ FYNDINN Varstu einhvern tímann hrædd um að standast ekki þær væntingar sem til þín voru geröar? „Já, fyrsta daginn var ég hrædd og gat jafn- vel ekki munað setningarnar sem ég átti að 30 VIKAN 14. TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.