Vikan


Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 55

Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 55
Jóhanna Leopoldsdóttir til vinstri og Bergljót Kjartansdóttir við vígsluna. Þær sögðu lit kokkteilsins eiga að minna á nálægð hafsins... Það var í mikið ráðist að endurbæta þetta gamla hús en þar var ekki hiti, rafmagn né rennandi vatn. Liðinn er hálfur áratugur síðan Bergljót keypti húsið. framlög til húsfriðunarsjóðs á þessu ári séu 22 milljónir króna og það sé ætlað til hús- friðunar á öllu landinu. Bergljót segist alltaf hafa verið sannfærð um að rétta fólkið myndi koma til þessa verks fyrr eða síðar og því ver- ið bjartsýn á að það myndi ganga upp. „Ég hef svo líka verið að sinna öðrum málum og á mitt annað heimili úti í Danmörku, svo þetta hefur fengið að taka þann tíma sem þaö þurfti." Jóhanna segist hafa vitað af þessu verki í eitt og hálft ár áður en þær Bergljót ákváðu að hefja formlegt samstarf í fyrra. „Mér fannst þetta skemmtilegt og merkilegt mál og var að liðsinna Bergljótu eitthvaö litillega. Það endaði síðan með samstarfi okkar.“ LAGT FRAM GEGN INNSKRIFT Á sínum tíma var það fórnfýsi og samtakamáttur fjöldans sem lyfti því grettistaki sem stofnun Barnaskólans á Eyrar- bakka var. Þar lögðu allir sem gátu í púkkið. Þótt nú séu breyttir tímar og margt orðið sjálfsagðara hvað varðar fjár- veitingar til menningarmála þarf enn mikið átak til að koma á stofn menningarmiðstöð á litlum staö úti á landi. Til þess þarf bæði velvild og stuðning þeirra sem hafa skilning á framkvæmdinni. Jóhanna seg- ir að til að koma verkinu áfram hafi verið leita gamalla leiða og fólk fengið til að leggja eitt- hvað fram og aðstoða eftir getu og áhuga. „Hér á Eyrarbakka var það siður, sem síðast var stundað- ur í Lefoueverslun, að menn legðu inn fiskinn eða ullina og fengju til dæmis kaffiseðil í staðinn. Þetta kallaðist inn- skrift og á sama hátt gefst mönnum kostur á að leggja þessu máli lið með ýmsum hætti gegn innskrift. Þegar starfsemin hefst eiga þeir sem leggja verkinu lið síðan von á að komast í innskriftarhóf til að taka út innskriftina sína. Það er auðvitað ekki hægt að hafa kaffihúsiö fullt af óborgandi gestum - það er öllum Ijóst," segir Jóhanna hlæjandi og bætir við sposk á svip að í þessu öllu saman geti svo fal- ist dulin verðmæti því einn svona kaffiseðill úr versluninni á Eyrarbakka sé nú seldur á 40.000 krónur í Reykjavík. MIÐSTÖÐ FYRIR LIST Af gleðinni sem fylgir frá- sögn Jóhönnu má ráða að mikið hafi unnist með innskrift- inni. Verkin tala og af með- fylgjandi myndum úr safni Bergljótar má ráða hve mikil vinna liggur að baki því að í þessu húsi skuli nú standa fyr- ir dyrum að Oþna menningar- miðstöð og kaffihús. í kjallaranum, þar sem kaffi- húsið er, smíðuðu þýskir hand- verksmenn veglegan og lista- vel unninn skenk úr trönuviði, skreyttan sjávargrjóti. Þjóð- verjarnir voru íostgangarar á meðan á verkinu stóð og gáfu vinnuna sína. Þeir eru orðnir margir sem þannig hafa gefið ýmist efni eða vinnu í fram- kvæmdina. Á neðri hæð hússins verður boðið upp á myndlistarsýning- ar og ekki bara þar, því að á lóðini má vænta þess að gestir og gangandi fái notið skúlp- túra. Bergljót segir hugmynd- ina að þarna verði miðstöð fyr- ir norræna „experimentandi" list. „Þetta verða ekki sýning- arsalir til útleigu eða gallerí í hefðbundnum skilningi heldur miðstöð ákveðinnar stefnu, þar sem myndlistarmenn á Norðurlöndum fá tækifæri til að koma, vera hér og sýna verk sín.“ „Það er síöan eðlilegt að fólk geti fengið sér kaffi þegar það heimsækir staðinn," segir Jóhanna. „Það hefur aldrei þótt góður siður í sveitinni að senda fólk þurrbrjósta heim (hvort sem það verður nú eitt- hvað úti í kaffinu eða ekki). Þannig tengist kaffihúsið starfseminni sem verður rekin yfir sumarmánuðina." Þær Bergljót og Jóhanna eru sammála um að verkið sé í rauninni tilraun sem geti þró- ast og vaxið ef vel tekst til. Þær hafa valið að byrja smátt en eiga ógrynni hugmynda til að vinna að í tengsium við starfsemina þegar fram líða stundir, sem gaman er að heyra þær drepa á. Þeim finnst hins vegar ekki tima- bært að gera mikið úr þeim núna en óhjákvæmilega geng- ur sú sem hlustað hefur út í þægilegt húmið á Eyrarbakka með þá von að þessar tvær at- hafnakonur, sem hafa valið sér að lífga á skemmtilegan hátt upp á menningarlíf landans, mæti velgengni og fái tækifæri til að láta þetta merka verk þróast og dafna. Frá opnun menningarmiðstöðvarinnar og kaffihússins á Eyrarbakka tyrir fáeinum dögum - 140 árum eftir að fyrsti barnaskólinn á landinu tók þar til starfa. 14. TBL 1992 VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.