Vikan


Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 32

Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 32
VHccm á kamivali í Kaupmannahöfn Það lá mikil tilhlökkun í loftinu þegar dró að úti- hátíð Kaupmannahafn- arbúa. Mikill viðbúnaður var og átti hátíðin að standa í þrjá daga. Hún er hugsuð sem samvera fólks á öllum aldri þar sem það brýtur niður veggi í óeiginlegri merkingu og allir geta fagnað saman. Ungir og gamlir, litaðir og ólitaðir, allir sem vettlingi gátu valdið, héldu til miðborgarinnar í kringum Kristjánsborgartorgið. Göturnar þar um kring voru rýmdar af sjálfboðaliðum, fólk var beðið um að vera á gang- stéttunum svo dansararnir fengju nægilegt rými. Það ein- kenndi hátíðina að skrúðgang- an, sem fór um göturnar, sýndi dansa og lék tónlist, mest á trommur. Unun var að sjá hvern litríka hópinn á fætur öðrum dansa fram og var takt- urinn dúndrandi öruggur. Dansararnir voru í litríkum Þetta var líka dagur gömlu mannanna sem höfðu ekkl spllað lengi fyrir svo þakkláta áheyrendur. búningum og má nærri geta að mikil vinna var lögð í þessa hátið. Dansararnir höfðu æft allan veturinn og var alveg ótrúlegt hve úthaldið var mikið. Þaö sást ekki þreyta á nokkr- um manni. Dönsurunum voru færðir drykkir af og til, að minnsta kosti þeim sem Gangstéttir og torg voru hlaðin varningi götusalanna sem margir drógu dám af undraveröld Austurlanda. hreyfðu sig mest en þarna voru hreinir fimleikameistarar á ferð. Margir hátíðargesta voru einnig í fallegum búningum og tóku þátt í dansinum. Á hátíð- inni var hægt að láta mála sig og skreyta hár sitt. Þarna var þvíllkur fjöldi sölubása að fylla hefði mátt mörg Kolaport en mest bar á varningi frá Austur- löndum. Blaðamaður Vikunnar keypti tvær skrifbækur úr handunnum pappír með hand- ofinni kápu. Ekki má gleyma veitingunum sem voru á boð- stólum. Þar bar einnig mest á innfluttum veitingamönnum með alls konar framandi rétti og heimalagað sælgæti, glansandi og girnilegt, var þarna og beið þess að verða borðað. Þarna voru einnig alls konar listamenn sem kenndu dans og tónlist í tjöldum og margir skemmtikraftar komu fram á pöllum sem reistir voru í tilefni hátíðarinnar. I33B«an Skiparaketta olli stórbruna í gömlu kirkjunni við hliðina á Kristjánsborgarhöll. Margir verðir og lögreglu- menn voru á götunum og voru við öllu búnir en hátíðarhöld af þessu tagi höfðu legið niðri á árunum 1981-1990 vegna ým- issa erfiðleika. Núna var verið að vona að allt mætti ganga vel og gáfu allir vinnu sína, bæði tónlistarmenn, dansarar, A Hvítir og svartir, ungir og aldnir - allir skemmtu sér saman. < Stundum var engu likara en hátíðin hefði borist til Ríó þegar fá- klæddar meyjar á borð við þessar stigu sambataktinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.