Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 14
◄ Egilshús
í Stykkis-
hólmi er ein
af fjölmörg-
um fjörgöml-
um bygging-
um sem þar
hafa fengið
andlitslyft-
ingu. Þar er
nú rekin
gisti-
þjónusta.
► Fiski-
menn fram-
tíðarinnar
gera kiárt
meðan ferða-
fólk streymir
um borð í
Hafrúnu, fley
Eyjaferða, og
leggja af stað
í siglingu um
Breiðafjörð.
A
Af botni
Breiðafjarðar
koma
kræsingarnar
í troðfullum
poka. Fram-
undan eru
vegleg
veisluhöld.
► Hildi-
brandur í
Bjarnarhöfn
er hákarla-
verkandi sem
ieggur sér
ýmislegt
hnossgæti
náttúrunnar
til munns,
hvort heldur
sem er verk-
að eða hrátt.
úr sjó geta færir matreiðslumeistarar, til dæmis
í Ólafsvík og á Hótel Stykkishólmi, galdrað
fram endalaus afbrigði í bragði. Afbrögö má
eflaust kalla þau. Síðan má ekki gleyma Hótel
Búðum sem skartar einu af elstu húsum lands-
ins, byggöu árið 1836. Þetta minnti mig á
spurningu lítils drengs sem ég heyrði hann eitt
sinn bera fram. „Er þetta í gamla daga?“
spurði hann móður sína. „Nei, af hverju held-
urðu það?“ spurði móðirin, svolítið undrandi.
„Af því að það er ekkert sjónvarp hérna!"
sagði snáðinn og rauk af stað í leit að þessu
undratæki nútímans. Á Búðum er allt svona; í
gamla daga, eins og stráksi sagði.
Snæfellsnesi verða aldrei gerð full skil í orð-
um og heldur ekki með örfáum myndum. Að
koma þangað er lífsreynsla, alveg ný upplifun.
Til þess að sjá allt og reyna þarf eflaust dágóð-
an skerf okkar allra dýrmætustu eignar; tím-
ans. Þeirri eign er ekki til einskis eytt í ferð um
perlusafn Bárðar Snæfellsáss. Góða ferð. □