Vikan


Vikan - 17.09.1992, Page 6

Vikan - 17.09.1992, Page 6
o co CO c*c LU o £ CtZ - SEGIR STEFAN ARNALDSSON HANDBOLTADÓMARI Sumir segja hann af- reksmann en aðrir „hobbíkarl”. Nafn hans ælli öllum handknattleiksunn- endum að vera kunnugt. Og af hverju? kann einhver að spyrja. I sautján ár hefur hann verið annar tveggja svart- klæddra þátttakenda hand- knattleiksins. Hann tók fyrsta dómaraprófið 1975 og hefur dæmt í 1. deild karla síðan 1980. Hann á fimmtíu A- landsleiki karla og kvenna að baki, leiki á A- og B-heims- meistarakeppnum, Evrópu- keppnum, Norðurlandamótum og víðar. Hann hefur dæmt allt sem hægt er að dæma á íslandi; úrslitaleiki í bikar- keppnum og íslandsmóti, bæði karla og kvenna. Hann hefur sex undanfarin ár hlotið sæmdarheitið besti dómari ís- landsmótsins í handknattleik, ásamt tveimur félögum sín- um, þrisvar með hvorum. Maðurinn er Stefán Arn- aldsson, dómari. BORINN OG BARNFÆDDUR AKUREYRINGUR Stefán Arnaldsson fæddist á Akureyri 1958 í því húsi þar sem hann býr enn þann dag í dag. Foreldrar hans voru Arn- aldur Guðlaugsson og Hulda Stefánsdóttir og á Stefán einn bróður og eina systur. For- eldrarnir létust með árs milli- bili þegar hann var tíu og ell- efu ára gamall. „Þetta var auðvitað erfitt og maður þurfti snemma að takast á við lífið. Systir mín og mágur tóku mig að sér og sáu um mig allt þar til við Guðný Bergvinsdóttir, konan mín, kynntumst á úti- hátíð þess tíma á Hrafnagili árið 1974 og stofnuðum heim- ili þremur árum síðar.” Þau eiga einn son, Bergvin, og er hann níu ára gamall. Stefán segist hafa farið hefðbundnu leiðina í skóla- göngu brekkubúans. „Ég byrjaði f Barnaskóla Akureyr- ar og þaðan lá leiðin f Gagg- ann góða,” eins og Stefán orðar það. Hann reyndi fyrir sér í Menntaskólanum á Ak- ureyri í einn vetur en segist hafa verið á kafi í íþróttum og enginn tími gefist fyrir skól- ann. Honum líkaði heldur ekki vistin þar og tók tækni- teiknun í Iðnskólanum sál- uga. Núna starfar hann sem tækniteiknari og veitir teikni- stofu Pósts og síma á Akur- eyri forstöðu. Ó VIKAN 19.TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.