Vikan - 15.07.1993, Qupperneq 41
HERTZ BÍLALEIGAN í LÚXEMBORG:
ALLTAF NYIR BILAR
OG íslensk
AFGREIÐSLA
Bílaleiga Flugleiða hefur
umboð fyrir hina kunnu
bílaleigu Hertz sem
teygir arma sína víða um
lönd. Þegar blaðamaður Vik-
unnar þurfti að bregöa sér
bæjarleið og sinna nokkrum
erindum í Þýskalandi flaug
hann til Lúxemborgar. Hann
vissi sem var að á flugvellin-
um biði hans rennilegt farar-
tæki og splunkunýtt, sem ætti
eftir að bera hann þá þúsund
kílómetra eða svo sem hann
þyrfti að leggja að baki áður
en hann sneri aftur heimleiðis
nokkrum dögum síðar.
Það hefur komið mörgum á
óvart, jafnvel spánskt fyrir
sjónir, að sá starfsmaður sem
jafnan tekur á móti íslensku
farþegunum, sem ætla að
notfæra sér sömu þjónustu og
undirritaður, er íslensk kona,
Bergdís Kristinsdóttir. Margir
hrökkva í kút þegar hún
ávarpar þá á íslensku. Öllum
líkar þetta vel og þeim léttir
stórlega sem eiga jafnvel erfitt
með að tjá sig öðruvísi en á
móðurmálinu. Bergdís segir
Hertz leggja mikla áherslu á
að veita íslendingum sem
besta þjónustu og þetta sé
einn liðurinn í því enda hafi
þetta gefist ákaflega vel þau
misseri sem Flugleiðir hafa átt
samstarf við Hertz.
LÆGSTA VERÐIÐ
Að sögn yfirmanns Hertz
bílaleigunnar í Lúxemburg,
Jacques Letté, býður fyrirtæk-
ið upp á lægsta verðið af
þeim bílaleigum sem þar eru
- og þó víðar væri leitað, en
langstærstur hluti viðskipta-
vinanna eru farþegar Flug-
leiða. „Samkeppnin er mjög
mikil," segir hann, „og ég held
ég geti fullyrt að við séum
með lægsta verðið í heimin-
um, að Flórída í Bandaríkjun-
um undanteknum." Hann gat
þess að í vor og sumar hefði
verið mikið að gera hjá þeim
og að íslendingar virtust ekki
láta efnahagskreppuna aftra
sér frá því að ferðast, ekki
ennþá að minnsta kosti. „Þið
búið á eyju og þurfið að ferð-
ast út fyrir landsteinana eins
og aðrir."
Jacques Letté var spurður
um reynslu fyrirtækisins af ís-
lenskum ökumönnum. „Margir
hafa oftsinnis ekið um Evrópu
og þykir það jafnvel þægilegra
en að aka heima hjá sér.
Sumir hafa aftur á móti aldrei
ekið bíl utan íslands og hrýs
hugur við því í fyrstu. Ég held
samt aö þeir verði ekki fyrir
óhöppum í umferðinni hér
fremur en aðrir. En Banda-
ríkjamennirnir hins vegar, þeir
fara stundum hræðilega með
bílana. Ástæðan er sú að þeir
þekkja ekki annað en sjálf-
skipta bíla og lenda í hinu ó-
trúlegasta basli þegar þeir
setjast undir stýri á evrópsk-
um bíl.“
Margir hafa skoðað leiðina
vel á korti og merkt inn á það
áður en þeir leggja af stað í
ferðalagið. Af þeim sökum
þarf Bergdís sjaldnast að
segja fólki til vegar nema út úr
borginni. Það er heldur ekkert
mál fyrir hana og samstarfs-
fólk hennar að gefa viðskipta-
vinum nákvæma leiðarlýsingu
nánast hvert sem er með því
aðeins að keyra hana út úr
tölvunni. Aðspurður sagði
Jacques að þess væri samt
líklega ennþá langt að bíða
að bílarnir þeirra yrðu útbúnir
með rattölvu sem segði öku-
manninum beinlínis til hvert
hann ætti að fara og hvar
hann væri staddur."
AÐEINS NÝIR BÍLAR
Jacques Letté sagði jafnframt
að Hertz notaði aðeins nýja
bíla. Það þýðir að allir bílar
fyrirtækisins eru seldir þegar
þeir eru orðnir þriggja mán-
aða gamlir og nýir keyptir í
staðinn. „Þetta er feiknarlegt
öryggisatriði," bætti hann við,
„auk þess sem þetta tryggir
viðskiptavininum þægilega og
skemmtilega ökuferð.
Þrátt fyrir að bílarnir séu
svo nýir er farið yfir fjölmörg
atriði áður en þeir eru leigðir
nýjum viðskiptavinum - allt frá
því að athuga hvort öskubakki
er tómur og hreinn, nóg loft í
dekkjunum, útvarpið stillt á
stöð, bremsurnar í lagi og svo
framvegis. „Ef bíllinn bilar eða
eitthvað kemur fyrir er komið
með nýjan bíl í snarhasti ef
ekki er unnt að gera við hann
á staðnum á skömmum tíma
- en ekki seint og um síðir
eins og við vitum að gerist
stundum hjá keppinautum
okkar."
Hvað tryggingar varðar er
gert ráð fyrir svolítilli sjálf-
skuldarábyrgð en að öðru
leyti er slíkt innifalið í leigu-
samningnum. Bílaleigur á
borð við Hertz hafa orðið fyrir
miklum búsifjum vegna þess
hvað bílaþjófnaður hefur færst
í vöxt og á síðasta ári keyrði
um þverbak að sögn Jacques
Letté en einkum hafa orðið
brögð að þessu í ákveðnum
löndum. Nú er svo komið að
bílaleigan getur ekki leigt
þeim bíla sem ætla til Ítalíu,
Póllands eða Rúmeníu til
dæmis. Hertz-bílarnir hafa
notið sérstakra vinsælda á
meðal bílaþjófa fyrir það að
þeir eru alltaf nýir og sjaldnast
eknir meira en 15.000 kíló-
metra. □
Bergdís
og
Jacques
fyrir
framan
aöalskrif-
stofu
Hertz í
Lúxem-
borg.
CD
CT3
14.TBL. 1993 VIKAN 41