Vikan - 04.11.1993, Side 12
VIÐTAL
Strákar
eru alltaf
brýndir til
aö harka
af sér og
halda
áfram
meðan
stelpur
eru iöu-
lega
huggaöar
og
passaöar.
Þess
vegna er
sú reynsla
mikilvæg
sem ungar
stúlkur fá
af því aö
æfa
keppnis-
íþróttir.
heyrst að það henti konum
betur að stunda almennings-
íþróttir en keppnisíþróttir. Andi
keppnisíþrótta, þar sem
leggja þarf andstæðingana að
velli, sé eitthvað sem sé körl-
um eiginlegra en konum, þær
vilji frekar stunda almennings-
íþróttir þar sem máli skiptir að
vera með fyrir sjálfan sig.
Þessu sjónarmiði hafnar
Kristrún og vill þvert á móti að
konur auki hlut sinn í keppnis-
fþróttum.
„Ég held að það sé mjög
margt sem konur geta lært af
að stunda keppnisíþróttir sem
sumar þeirra læra ekki af
hefðbundnu uppeldi. Strákar
eru alltaf brýndir til að harka
af sér og halda áfram meðan
stelpur eru iðulega huggaðar
og passaðar. Þess vegna er
sú reynsla sem ungar stúlkur
fá af því að aefa keppnisíþrótt-
ir mikilvæg. j keppnisíþróttum
þýðir ekki að vera með neitt
væl, maður verður að harka
af sér og leggja sig fram,
hundrað prósent. Þó að konur
í íþróttum séu engir vælukjóar
eru þær ekki heldur neinar
karlkonur! Við spilum fótbolta
á okkar forsendum. Að keppa
í hópíþrótt eykur einnig fé-
lagsþroska mikið. Það er
aldrei hægt að verða betri en
liðið, hversu góður sem ein-
staklingurinn er, prívat og per-
sónulega. Maður vinnur fyrir
liðið, alveg eins og maður þarf
að vinna með öðrum í sam-
félaginu.
Stundum geri ég skyndi-
könnun meðal fólks sem ég
þekki og bið það um að telja
upp montið fólk. Nær undan-
tekningarlaust nefnir fólk þá
miklu fleiri karla en konur. Ég
held að það sé dragbítur á
konum í opinberu lífi, bæði
félags- og atvinnulífi, að vera
óþarflega hógværar - án þess
að ég sé að dásama mont-
hana. í íþróttum og þá sér-
staklega keppnisíþróttum lær-
ir maður að það þýðir ekkert
að vera að biðjast afsökunar
á sjálfum sér, þá nær maður
engum árangri. Ofmetnaður
dugar líka skammt."
Kristrún segir sér virðast
sem afrekskonur í íþróttum
finni litla samleið með
kvennahreyfingunni og telji
sig ekki femínista eða sér-
stakar kvenréttindakonur. Hún
segir ástæðuna vera að hluta
til þá að keppniskonan ætli
sér alltaf að sigra og læri því
að líta á sig sem sigurvegara.
Kvennabaráttan sé hins vegar
upptekin af konum sem fórn-
arlömbum kúgunar. Nú segir
hún að sé þörf á nýrri stefnu
fyrir konur, stefnu sigurvegar-
ans.
„Þegar Gísli Súrsson er að
falla í hendur óvina sinna og
einn þeirra ber fé á konu
hans, Auði Vésteinsdóttur,
lemur hún óvininn með pyngj-
unni og segir: „Mundu, vesæll
maður, meðan þú lifir að kona
hefur barið þig.“ Þarna er sig-
urvegarinn á ferðinni, kona
sem stendur upprétt og lætur
ekki brjóta sig, hafnar niður-
lægingu þótt ósigurinn sé
vís. Þennan anda vantar í
kvennahreyfinguna í stað
þess að segja að hér séum
„við kúgaðar og píndar eins
og alltaf hefur verið“ og svo
finnst manni „og munum alltaf
verða“ hljóti að koma næst."
Kristrún telur hættulega
þróun að ungar konur hafi
ekki áhuga á kvennabaráttu
og jafnrétti og kennir þar dálít-
ið um að baráttan sé þreytt.
„Það er rof milli kynslóðanna.
Þær eldri skilja ekki að þeim
yngri finnist þær ekki kúgaðar.
Og þeim yngri hættir til að
gleyma hvað á undan er
gengið. Verkefnin stinga hins
vegar svo í augun að við
verðum að ná saman ef ekki
á illa að fara. Ný kvennahreyf-
ing er að verða nauðsyn.“
ERT ÞÚ ÞESSI KELLING
í SJÓNVARPINU?
Kristrún Heimisdóttir er fjórða
konan sem gegnt hefur emb-
ætti inspector scholae í
Menntaskólanum í Reykjavík
af þeim hundrað og tíu sem
verið hafa frá Hannesi Haf-
stein. Hún var reyndar á
sama tíma formaður Félags
framhaldsskólanema. Hún
hefur einnig starfað hjá Ríkis-
útvarpinu sem íþróttafrétta-
maður í tvö sumur. Hefur það
skipt máli að vera kona í
þessum störfum?
„Mór fannst það ekki skipta
máli á þeim tíma og hugsaði
ekkert út í það þegar ég var
inspector. Stundum koma
jafnvel þau augnablik að það
kemur manni til góða að vera
kona. Þegar ég byrjaði sem
íþróttafréttamaður vissi ég
auðvitað að sumir karlarnir
heima í stofu áttu erfitt með
að taka við fótboltaspeki frá
einhverjum stelpukrakka. Ég
var mér meðvitandi um það.
Ég man að ég var einhvern
tíma að skemmta mér á Hótel
Borg og þá vatt sér að mér
maður og spurði hvort ég væri
þessi kelling sem væri í sjón-
varpinu. Þetta kom svolítið
flatt upp á mig enda var ég
bara nítján ára þá og leit ekki
á mig sem kellingu! Ég reyndi
bara að vera óg sjálf og
reyndi til dæmis að tileinka
mér ekki orðalag Bjarna Felix-
sonar, þess góða manns, því
það hefði orðið svo hjákátlegt
ef ég notaði sömu orðin og
hann með mínum mjóa rómi.“
Þegar Kristrún hóf nám í
Háskólanum byrjaði hún í
heimspeki en skipti yfir í lög-
fræði fyrir einu ári. Hvers
vegna?
„Ég var mjög óráðin þegar
ég byrjaði í Háskólanum. Ég
hafði verið svo upptekin af
félagsmálum að ég mátti ekki
vera að því að ákveða hvað
ég ætlaði að gera eftir stúd-
entspróf. Ég leit svo á að
heimspeki væri ákaflega góð
undirstöðumenntun. Lögfræð-
ina valdi ég vegna þess að
hún er mikilvæg grein. Ég hef
mikinn áhuga á þjóðfélags-
málum og vonandi trausta
réttlætiskennd. Það voru tals-
verð viðbrigði að koma í laga-
deildina og allt í einu var Frið-
rik Sophusson fjármálaráð-
herra farinn að bjóða mér í
kokkteil."
Hefurðu mjög gaman af að
sækja fram á vígstöðvum
karla? „Nei, alla vega ekki
nema á mínum forsendum,"
segir Kristrún Heimisdóttir,
knattspyrnukonan sem hefur
leikið með landsliðinu í haust
en leggur nú skóna á hilluna
eftir 155 leiki með KR. □
12VIKAN 22.TBL.1993