Vikan - 04.11.1993, Síða 20
„Guómundur skiptir mig meira máli en
nokkuö annaö í lífinu."
Þetta sama ár var Felix í leikhópi undir
stjórn Sveins Einarssonar. Leikhópur þessi
kallast Bandamenn og frumsýndi á Listahátíð
‘92 leikritið Bandamannasögu sem gert er eft-
ir samnefndri íslendingasögu. Bandamenn
hafa farið víða með þessa sýningu, meðal
annars á listahátíðir í Finnlandi, Færeyjum,
Bonn í Þýskalandi og í London og eru enn að
fá tilboð að utan.
„Það er mjög skemmtilegt að vinna í þess-
um hópi og gaman að sjá hvað maður hefur
þroskast mikið sem leikari í hvert sinn sem
maður tekst á við þetta hlutverk eftir að hafa
verið að vinna annars staðar í millitíðinni. Ég
er alltaf að bæta mig sem leikari og um leið
verður alltaf lengra og lengra í takmarkið sem
maður setur sér. Ég geri mér fulla grein fyrir
að ég er enginn snillingur. Ég er enginn Lor-
ence Olivier. Eins og Halldór E. Laxness leik-
stjóri segir við okkur í Standandi pínu þá erum
við bara leikarar sem geta leikið viss hlutverk
og getum leikið þau alveg ágætlega en við
þurfum líka að hafa djöfull mikið fyrir því.“
■ Mér er nákvæmlega sama þó
einhverjum á Heimsmynd eða
Pressunni hafi þótt Slett úr
klaufunum ömurlegur sjón-
varpsþáttur. Fólk setur á sig
dómarahárkollu en dæmir svo
út frá röngum forsendum.
Sumarið ‘92 lék Felix í mynd Guðnýjar Hall-
dórsdóttir, Karlakórnum Heklu. „Ég stóð á bak
við Garðar Cortes og brosti,“ segir Felix og
hlær. „Það var nú ekki meira en það. Það var
samt mjög gaman að taka þátt í þessu og fá
svona aðeins að kynnast kvikmyndagerð. Mig
langar mjög mikið til að fá stórt hlutverk í bíó-
mynd en kannski er ég ekki inni hjá þeim sem
eru að gera bíómyndir."
Felix hefur ákveðnar skoðanir á íslenskum
kvikmyndum og talar um að það vilji gleymast
hjá leikstjórum að vinna með leikurunum.
„Kvikmyndir eru ekkert öðruvísi en leikrit að
því leyti að það er nauðsynlegt að vinna í
karakterunum. Mér finnst mjög skrýtið að við
þurfum allt upp í tíu vikna æfingatímabil í leik-
húsinu en síðan bara nokkra daga þegar á að
fara að gera bíómynd.
Sódóma Reykjavík er undan-
tekning frá þessu. Óskar
vann mjög vel með leikur-
unum enda er Sódóma mjög
vel leikin. Hún er besta ís-
lenska kvikmyndin sem gerð
hefur verið, betri en Börn
náttúrunnar. Mér finnst Friðrik
Þór ekki vinna nógu vel með
leikurunum."
Þó að Felix hafi ekki komið
mikið nálægt kvikmyndagerð
hefur hann unnið talsvert í
sjónvarpi og séð um þætti
bæði á Stöð 2 og hjá Ríkis-
sjónvarpinu. Hann hefur auk
þess unnið talsvert við talsetn-
ingar á teiknimyndum og er til
að mynda nýbúinn að tala inn
á jólamynd Sam-bíóanna um
Aladdín og töfralampann.
Margir þekkja Felix einnig úr teiknimyndunum
um Tinna hjá Ríkissjónvarpinu. „Tinni er búinn
að vera svona „cult-hit“ í vetur. Hann er búinn
að vera ótrúlega vinsæll. Fólk kemur oft til mín
á skemmtistöðum með ýmsar ábendingar og
athugasemdir varðandi þættina."
Þrátt fyrir vinsældir Tinna eru fleiri sem
þekkja Felix úr sjónvarpi vegna hinna um-
deildu þátta Slett úr klaufunum sem Felix hafði
umsjón með. Hann hefur fengið harða gagn-
rýni fyrir þessa þætti og sumir ganga svo langt
að segja að þetta séu leiðinlegustu þættir sem
sýndir hafi verið f íslensku sjónvarpi.
„Mér er nákvæmlega sama þó einhverjum
á Heimsmynd eða Pressunni hafi þótt Slett úr
klaufunum vera ömurlegur sjónvarpsþáttur.
Það er bara þeirra vandamál. Fólk setur á sig
dómarahárkollu og þykist vera voðalegir
spekingar en dæmir svo út frá röngum for-
sendum. Slett úr klaufunum var ætlaður sem
fjölskylduþáttur og raunin varð sú að það fólk
sem þátturinn var ætlaður horfði á hann.“
Varstu þá ánægður með útkomuna? „Ég hefði
viljað hafa meiri tíma til að þróa þáttinn, hafa
stigagjöfina enn frjálslegri, gefa stig eftir því
hvað menn væru skemmtilegir og láta þátttak-
endur gera ýmislegt í sjónvarpssalnum, til
dæmis mála málverk á nokkrum mínútum og
fá svo stig fyrir. Það var því miður ekki tími til
að þróa þáttinn í þessa átt og miðað við það
er ég mjög sáttur með útkomuna.
Ég, Þórir og Gunni Páls vinur okkar létum
okkur dreyma um að vera með skemmtiþátt í
sjónvarpinu þegar við vorum yngri og bjugg-
um til okkar eigin þátt niðri í kjallara hjá
mömmu og pabba. í sumar, þegar ég var með
Slett úr klaufunum og Gunni lék Sigga Zoom í
þessum þáttum, rann allt í einu upp fyrir mér
að þarna var gamall bernskudraumur að ræt-
ast. Samt var eins og ekkert hefði breyst.“
Felix segir að sig langi mikið til að vinna
meira í sjónvarpi og hugsanlegt er að það geti
orðið að veruleika á næstunni því talað hefur
verið um að vera með aðra þáttaröð af Slett
úr klaufunum. „Það væri mjög gaman að
halda áfram með þáttinn og fá þá kannski
tækifæri til að þróa hann frekar í þá átt sem
ég var að tala um áðan. Mér líkar mjög vel að
vinna hjá Ríkissjónvarpinu og ef koma ein-
hverjar hugmyndir inn á borð sem mér er boð-
ið að taka þátt í þá verð ég „fyr og flamme“.“
Felix hefur fengið að spreyta sig í öðrum
fjölmiðlum en sjónvarpi og hefur komið við á
þvf sem næst öllum útvarpsstöðvum á fslandi.
Hann vann á FM fyrst eftir að hún var stofnuð,
síðan á Stjörnunni, Aðalstöðinni, Rás 2, Rás
1 og Bylgjunni. „Ég vann lengst á Bylgjunni.
Það var ofsalega leiðinlegt. Mér finnst mjög
erfitt að setjast niður fyrir framan hljóðnemann
og tala bara um eitthvað. Ég kann mun betur
við að hafa eitthvert málefnalegt efni til að
fjalla um og hafa þá allt skrifað niður á blað
fyrirframan mig. Þannig hef ég unnið á Rás 1
og ég kann líka mjög vel við mig þar. Ég hef
líka gert mikið að því að taka með mér upp-
tökutæki til útlanda og gert þætti um ýmislegt
sem er að gerast þar.“
Það er greinilegt að Felix hefur komið víða
við um ævina og upplifað margt. Hann er ekki
mjög gamall en hefur samt sem áður verið í
skemmtanabransanum í sautján ár ef svo má
segja eða allt frá því að hann var níu ára og
söng einsöng við ýmis tækifæri. „Er virkilega
svona langt sfðan?“ segir hann og lítur spyrj-
andi á mig. „Annars hef ég engar áhyggjur af
þvf að eldast. Ég er að fá skalla og fíla það
dálítið vel,“ segir hann og strýkur yfir hárið
sem aðeins er farið að þynnast.
■ Fólkiö hoppaöi fram og til
baka. Þaö snerti ekkert viö mér
en var sjálfsagt voða flott!
„Allt í kringum mig er fólk í örvæntingarfullri
leit að eilífri æsku. Mér þykir það dálítið fynd-
ið. Það er ekki aldurinn sem skiptir máli held-
ur hvernig fólk hugsar. Líkamanum er alltaf
hægt að halda í formi. Pabbi minn, sem var
áður feitur framkvæmdastjóri úti í bæ, tók það
til dæmis upp hjá sjálfum sér að fara að
stunda líkamsrækt. Hann hleypur nú hálf-
maraþonið eins og ekkert sé og er grannur og
glæsilegur maður. Sjálfur byrjaði ég í líkams-
rækt þegar ég var á Akureyri og léttist þá um
fimmtán kfló. Ég var orðinn ægi-svakalegur
um tíma en hef haldið mér nokkurn veginn í
réttri þyngd síðan.
Það er mjög mikilvægt fyrir leikara að vera í
góðu formi. Það þarf oft mikla orku til að
halda út heila leiksýningu. Það var til dæmis
mjög erfitt að halda fullri einbeitingu í þrjá
tíma í Standandi pínu. í því leikriti er maður á
hlaupum allan tímann, auk þess sem textinn
er mikill og ég þurfti að rífa upp heilmikið af til-
finningum til að geta leikið þetta. Ég var Ifka
alltaf mjög þreyttur eftir þessar sýningar, bæði
andlega og Ifkamlega. Mér þykir oft nauðsyn-
legt að setjast niður eftir sýningar og segja
ekki neitt í dálítinn tíma, bara til að jafna mig.“
í fyrravetur lék Felix í tveimur verkum hjá
Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu,
fyrst lítið hlutverk f Dunganon og seinna eitt af
aðalhlutverkunum í söngleiknum Blóðbræðr-
um. „Það var mikið ævintýri að taka þátt í
Blóðbræðrum. Þetta var sýning sem hafði allt
til að bera til að slá í gegn en af einhverjum ó-
skiljanlegum ástæðum gerði hún það ekki.
Við vorum búin að leggja allt okkar í þetta og
því var mjög sárt að fá slæma dóma. Sýningin
fékk ekki góða dóma hjá Súsönnu Svavars-
dóttur og þar með var það búið. Það er fárán-
legt hvað Súsanna hefur mikið vald. Hún
verður líka að læra að setja rétt formerki á
hlutina. Þegar Súsanna fer í leikhús er spurn-
ingin: ertu að fara að sjá söngleik, hádrama,
farsa eða eitthvað annað? Það er agalegt að
byrja gagnrýni um söngleik á þá leið að lýsa
því yfir að viðkomandi gagnrýnanda hafi alltaf
20 VIKAN 22. TBL. 1993