Vikan


Vikan - 04.11.1993, Side 21

Vikan - 04.11.1993, Side 21
þótt söngleikir leiðinlegir. Mér hafa alltaf þótt söngleikir leiðinlegir en ég sat nú samt í gegn- um þennan. Auðvitað fannst mér hann leiðin- legur. Það er eins og að láta einhvern sem hefur ekkert gaman af ballett skrifa gagnrýni um ballett. Fólkið hoppaði fram og til baka. Það snerti ekkert við mér en var sjálfsagt voða flott. Gagnrýni er engu að síður nauðsynleg. Súsanna er í raun nauðsynleg þó það sé fá- ránlegt að einn gagnrýnandi geti haft eins mikið vald og hún hefur. Það sem mér þykir verst við Súsönnu er hve dónaleg hún er í skrifum sínum. Hún er mjög ruddaleg við fólk og fjallar um líkamlegt ástand og svipbrigði leikaranna. Það er ekki leikhúsgagnrýni í mín- um augum. Ég hef sloppið nokkuð vel frá henni. Ég er ekki hræddur við Súsönnu. Ég er ekki hræddur um að minn leiklistarferill standi og falli með hennar skrifum.“ Hún skrifaði nú mjög vel um ykkur í Stand- andi pínu? „Já, henni fannst greinilega gam- an. Það hafði enginn áhuga á Standandi pínu á meðan við vorum að æfa leikritið. Það tald- ist til algjörrar undantekningar ef við vorum spurðir hvernig gengi og þess háttar. Þar sem ég var að vinna niðri í Þjóðleikhúsi voru mjög fáir sem óskuðu mér til hamingju með frum- sýninguna. Það var ekki fyrr en nokkrum dög- um seinna, þegar gagnrýnin hennar Súsönnu hafði birst í Morgunblaðinu, að fólk kom til mín og óskaði mér til hamingju. Það kom greinilega í Ijós að flestir leikarar lesa Súsönnu þó þeir vilji ekki viðurkenna það. Það er í tísku hjá leikurum að segjast ekki lesa Súsönnu. Ég skil ekki af hverju. Auðvitað eigum við að fylgjast með því sem er að ger- ast í okkar atvinnugrein, alveg eins og aðrar starfsstéttir gera. Sjálfur les ég alla leikhús- gagnrýni spjaldanna á milli, hvort sem hún er um stykki sem ég hef tekið þátt í eða ekki.“ Það hljóta að hafa verið dálítil vonbrigði fyrir þig að fá ekkert að gera hjá Leikfélagi Reykja- víkur núna í vetur eftir að hafa verið inni hjá þeim í fyrra. „Já, mér fannst það dálítið skrýtið. Þeir voru búnir að eyða miklum peningum í að kynna okkur, mig, Magnús Jónsson, Sigrúnu Waage og Ragnheiði Elfu - svipað og Þjóð- leikhúsið er búið að gera með Baltasar, Ingvar og fleiri. Þar er búið að koma þessu fólki á framfæri og Þjóðleikhúsið notar það nokkurn veginn eins og sitt vörumerki. Mér fannst mjög skrýtið að fá ekki annað tækifæri í Borgarleik- húsinu eftir Blóðbræður þar sem búið var að leggja svo mikið upp úr þvi að kynna mig. Ég vonast samt til að komast einhvern tímann aft- ur inn þar. Borgarleikhúsið er yndislegur vinnustaður. Núna er ég kominn í Þjóðleikhús- ið og mér líður lika mjög vel þar.“* Felix leikur, eins og áður sagði, í barnaleik- ritinu Skilaboðaskjóðunni í Þjóðleikhúsinu og seinna í vetur kemur hann til með að leika í öðru verki hjá Þjóðleikhúsinu. Það er ung- lingaleikritið Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson. „Ég leik þar Heimdellinginn Þór þorskhaus sem eyðileggur öll partí með því að spila á píanó.“ Öruggt er að Þór þessi er ekki mjög vinsæll i sínum vinahópi en það er Felix aftur á móti og ég á ekki erfitt með að skilja af hverju. Hann er stór maður með stórt hjarta og lætur sér annt um náunga sinn en vill lifa sínu lífi án þess að almenningur sé með nefið ofan í hans persónulegu málum. Hann lætur verkin tala og mér finnst það fint. □ ' ETUR f93 NONAME ----COSMETICS-- ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKjAVÍK: Snyrtivöruversl. Cher, Laugavegi 76 Spes, Háaleitisbraut 58-60 • Snyrtihús Hei&ars, Vesturgötu 19 Saloon Ritz, Laugavegi 66 • Snyrtistofa Kristínar, Ásvallagötu 77 Hárgrei&slust. Hótel Loftlei&um, Reykjavíkurflugvelli • Ingólfsapótek, Kringlunni 8-12 • Verslunin 17, Laugavegi 91 ■ Snyrtistofan Paradís, Laugarnesvegi 82 Snyrtistofan Fegrun, • Búðargeröi 10 • Hár og föröun, Faxafeni 8 • Snyrtist. Halldóru, Fannafold 217a • Sápuhúsið Laugavegi 17 ■ Hárþing Pósthússtræti 13 Salon Á París, Skúlagötu 40 • Snyrtistofan Ásýnd, Starmýri 2 • KÓPAVOGUR: Gott útlit, Nýbýlavegi 14 • GARÐABÆR: Snyrtihöllin, Gar&atorgi • HAFNARFjÖRÐUR: Versl. Dísella, Mi&vangi ■ Studio Hár og húö, Reykjavíkurvegi 16 MOSFELLSBÆR: Hárgreiöslustofan Absalon, Uröarholti 4 KEFLAVÍK: Snyrtivöruversl. Smart • AKRANES: Versl. Perla BORGARNES: Apótek Borgarness • ÍSAFjÖRÐUR: Snyrtistofan Sóley Versl. Krisma PATREKSFJÖRÐUR: Patreksapótek SAUÐÁRKRÓKUR: Skagfiröingabú& • Snyrtistofan Táin ■ AKUREYRI: Vörusalan Betri lí&an • Snyrtistofan Eva • Verslunin Ynja ■ DALVÍK: Snyrtist. Tanja • HÚSAVÍK: Snyrtistofan Hilma VOPNAFjÖRÐUR: Lyfsalan ■ HÖFN: Snyrtistofa Ólafar HVERAGERÐI: Ölfusapótek • Snyrtistofa Löllu, Heilsustofnun NLFÍ VESTMANNAEYjAR: Mi&bær. SELFOSS: Snyrtistofa Ólafar Austurvegi 9 LEIKLIST

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.