Vikan


Vikan - 04.11.1993, Síða 22

Vikan - 04.11.1993, Síða 22
SÁLRÆN SJÓNARMIÐ JÓNA RÚNA KVARAN SKRIFAR Yið munum að þessu sinni skoða bréf frá ungri konu sem telur að maðurinn sinni sé meira en í meðallagi nískur. Undarleg hegð- un hans er smátt og smátt að eyðileggja sambandið á milli þeirra. Ástandið veldur öllum heimilisföstum miklum vandræðum. Hún kýs að kalla sig Gógó af ótta við að þekkjast því að það vill hún alls ekki. NÓG AF ÖLLU EN SÁRSVEKKT „Mér finnst svo skrýtiö, Jóna Rúna, hvaö maöur- inn minn passar peningana okkar og getur gert mikiö mál út af furöulegustu hlutum sem varöa frekar einfaldar þarfir mínar og heimilisins. Viö erum tiltölulega vel stæö, myndi ég vilja leyfa mér aö fullyröa, alla vega miöaö viö marga. Viö eigum einbýlishús, tvo bíia, mikiö innbú, sumar- bústaö og sparifé, þó ég viti lítiö hvernig því er fyrir komiö," segir Gógó sársvekkt, náttúrlega. og verður arfavitlaus ef hún svo mikið sem orðar vinnu eða áhugamál utan heimilis. „Allt sem blasir viö öörum og fellur undir lúxus, eins og bílarnir og húsiö, passar hann upp á aö sé sem glæsi- legast,"segir hún vonsvikin. GEÐVEIKI EÐA HEILBRIGÐI? Ástand þetta er mjög óþægilegt og það sem vefst fyrir Gógó er hvernig hún á að bregðast við. Á hún að skilja við manninn? Á hún að reyna að breyta sér? Hún spyr líka hvort ég haldi að þetta sé geð- < veiki og hvort mögulega sé hægt að uppræta þetta. „Ég vil ekki sætta mig viö þetta ástand. Ég þakka þér fyrir allt annaö gott á umliönum árum og vona, kæra Jóna Rúna, aö þú svarir mér sem fyrst." | Ég þakka Gógó fyrir áhugann á því sem ég geri og nota innsæi mitt, hyggjuvit og reynsluþekkingu í svörin. NISKA EIGINMANNS VELDUR VANDRÆÐUM JAFNVEL DOMU- BINDI ERU MÁL „Við förum aldrei neitt, ekki einu sinni í bíó því honum þykir þaö of dýrt. Hann bókstafiega telur hverja krónu tvisvar sem viö þurfum aö nota og röflar út af allri eölilegri eyöslu. Jafnvel dömubindi geta veriö mál og eru hiklaust á lista yfir óþarfa hjá honum, þó þaö sé ansnalegt aö segja það,“segir þessi hrygga, miðaldra kona. Það sem í bréfinu stendur er meö ólíkindum. GJAFMILD OG NÆM Á ANNARRA ÞARFIR Hún segir aö níska mannsins hafi alltaf verið til staðar, sérstaklega ef um sé að ræöa eitthvaö sem henni viðkemur. Hún er heimavinnandi og þau eiga fjögur börn sem öll búa heima ennþá. „Mér þykir mjög mikiö variö I aö deila sem mestu meö öör- um og verö, held ég, aö teljast frekar gjafmild persóna. Mér er eölilegt aö hugsa um annarra manna þarfir jafnframt mínum og minna,“ segir hún. Hana virðist hrylla við því að eiga svona mikið en njóta svona lítils nema með mikilli eftirgangs- semi. Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dul- nefni. Svorin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík 22 VIKAN 22.TBL. 1993 Á MILLI TVEGGJA ELDA Börnunum ofbýður framkoma hans f peningamálum. Hann réttir aldrei neitt að þeim. Hann virðist með nirfilshættinum hafa fengið alla krakkana upp á móti sér þannig að Gógó þarf iðulega að milda erfitt ástand á milli þeirra. Hún telur sig vera á milli tveggja elda í samskiptum sínum við maka og börn. „Ég veit þaö, kæra Jóna Rúna, aö ég hef heil- mikiö aö þakka fyrir en þetta ástand á milli okkar hjónanna er gjörsamlega aö gera mig brjálaöa, “ segir hún og er greinilega ráöalaus og óhamingju- söm. ARFAVITLAUS OG UNDARLEG VIDHORF TIL NEYSLU Hann slekkur meira aö segja Ijós og lækkar hita til að spara ef hægt er, þannig að það getur valdið hin- um miklum óþægindum. Fólkið hans er nokkuð samansaumað, segir hún, að minnsta kosti foreldrar hans. Hún segir þau hafa fjarlægst mjög vini og ætt- ingja vegna þessa. Þó hún vildi mennta sig meira eða koma sér upp tómstundum er það ekki hægt vegna þessara undarlegu viðhorfa mannsins til eðii- legrar neyslu. Hann virðist vilja að Gógó sé heima ÓLÍKT GILDISMAT Það má með sanni segja að ekki sé á- standið gott á þessum ágæta bæ. Við höfum vitanlega mjög mismunandi skoðanir á því hvað er einhvers virði og hvað einskis virði í samskiþtum okkar hvert við annað. Við getum endalaust fundið ófullkomnara og fullkomnara fólk en við erum sjálf. Níska hefur þó aldrei talist til kosta og engin sérstök ástæöa til að mæla henni bót. Það er augljóst að þessi hjón eiga fátt sameiginlegt þeg- ar kemur að peningum og eyðslu þeirra. Gildismat þeirra er eins ólíkt og svart og hvitt. TOGSTREITA OG NET NIRFILSHÁTTAR Sparsemi getur verið mikilvæg og flest höfum við þurft um tíma að herða sultarólina en að leggjast í net nirfilsháttar er neikvætt og getur aldrei annað en skapað einhverja þá togstreitu á milli fólks sem án lausnar verður fyrr eða síðar að stóru vandamáli sem erfitt getur verið að vinna sig frá og út úr. 1 til- viki Gógóar er augljóslega um að ræða tvær mjög ólíkar manngerðir þar sem hún og maðurinn hennar eru. Hann telst ganga of langt í afstöðu sinni til þess hvað teljast megi viðeigandi í þessum málum en hún virðist hafa eðlilega auraskynjun. MARTRÖÐ OG KOLVITLAUST VERDMÆTAMAT Það segir sig sjálft að það er eins og hver önnur martröð að búa með einstaklingi sem sér ekkert at- hugavert við að fjötra fólkiö sitt með kröfum um af- neitun á eðlilegum hlutum af engu tilefni. Börnin fá kolvitlausa mynd af þvi hvað er rétt og rangt í þess- um efnum. Gógó getur varla, þó hún reyni að hlífa þeim, komiö í veg fyrir að þau taki þátt í þessari sér- kennilegu aflögun. Þau eru sum það fullorðin að þau hljóta að taka töluvert út við að sjá föður sinn haga sér svona furðulega af tilefnislausu. ÁMINNINGAVÖNDUR PYNTINGASJÓNARMIDA Hvaö varðar samneysluna á heimilinu er engu líkara en á bak við þann ósóma séu einhvers konar pynt- ingasjónamið hjá manninum. Hann neitar sjálfum sér eins og þeim um þokkalegt atlæti fyrir utan það sem sést og væntanlega er tilgangurinn, ef tilgang skyldi kalla, einhvers konar áminningarvöndur sem hann notar ótæþilega og á hann þá líklega að minna aðra á heimilinu á að ekkert sé í raun til um- fram það sem var látið af hendi. ÓGED ANNARRA Á JÓAKIMSHÆTTI NIRFLA Hvort um er að ræða einhvers konar geöveilu hjá honum er ekki gott að segja vegna þess að á öllum öldum hafa verið til íslendingar sem hafa þótt sýna öll einkenni nirfilsins og alls ekki talist geðveikir, þrátt fyrir ógeð annarra á Jóakimslegu framferði þeirra. Það er vissulega sorglegt þegar fólk velur að eitra annars góða möguleika sína á notalegum sam- skiptum með ömurlegu framferði eins og níska auð- vitað er og ekkert annað.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.