Vikan - 04.11.1993, Side 29
VtÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR:
að sjá hana þar sem hún sat
og grét af söknuði á kvöldin.
Ég var í margar vikur að jafna
mig eftir þessa reynslu og var
komin á fremsta hlunn með að
hætta. Svona hefur öll mín
þjálfun farið fram.
Ég hef nokkrum sinnum far-
ið með vitund yfir í heim hinna
framliðnu. Þetta gerist þannig
að ég er kannski að fara að
sofa og dotta eitt sekúndubrot
og er þá allt í einu komin hin-
um megin og farin að tala viö
fólkiö mitt þar. Fyrst hélt ég að
þetta væri fyrirboði þess að ég
væri að deyja en svo allt í einu
opnaði ég augun uppi í rúminu
mínu og áttaði mig á því sem
hafði gerst, að það væri í raun
svona stutt milli heimanna
tveggja. Þá fór ég bara að
skæla. Þetta er hluti af lífi
mínu og ég get ekki lokað á
það, það er annaðhvort að
sinna þessum málum af alúð
eða láta það eftir sér að verða
vitlaus.
- Eru fleiri í fjölskyldu þinni
gæddir þessum hæfileikum?
Mér skilst að þetta sé í báð-
um ættum mínum og systkini
mín eru mjög næm. Eldri dóttir
mín hefur ákveðna hæfileika á
þessu sviði sem koma í Ijós
síðar meir. Sú yngri er eins og
mörg lítil börn, hún sér fram-
liðna en venjulega er slíkt
gengið yfir við þriggja til fjög-
urra ára aldur. Hún réttir oft
hendurnar til fylgjunnar sinnar,
virðist ekki alltaf greina á milli
þess hver sé látinn og hver lif-
andi. Sú eldri hefur annars
konar sýn, þessa innri sýn eins
og ég er með.
GETUM EKKI ÖLL
VERID EINS
- Koma margir vantrúaöir til
þín?
Já, já. Mér finnst það ágætt.
Þetta fólk er þá leitandi og er
að spá og spekúlera. Margir
sem ekki trúa eru samt ekki til-
búnir að útiloka neitt. Mitt starf
er ekki svokölluð sönnunar-
miðlun, mínir stjórnendur hafa
sagt mér að sönnunarbyrðin
sé ekki mín. Ég tala helst ekki
um þessa hluti að fyrra bragði
og reyni aldrei að koma mín-
um skoðunum yfir á aðra
nema þeir óski eftir því. Mér
leiðist því mjög þegar vantrú-
aðir ráðast á mig að fyrra
bragði með kjafti og klóm til að
reyna að kaffæra mig í þeirra
eigin fordómum. Meðan við
spíritistar erum ekki að trufla
þá sem ekki trúa, hvers vegna
eru þeir þá að abbast upp á
okkur? Við getum ekki öll verið
eins, það sem hentar einum
þarf ekki að henta öðrum. Ég
hef stundum sagt að þeir sem
ekki trúa sjái bara þegar þeir
koma yfir hvað það er í raun
og veru sem tekur við eftir
jarðvistina.
Hin kristna kirkja og spírit-
isminn eiga mjög margt sam-
eiginlegt. Á einum fundinum
hjá mér kom fram maður sem
var faðir þekkts prests hér á
landi, sem einnig er látinn.
Hann hélt mikla ræðu um
presta og spíritista og spurði
hvers vegna í ósköpunum
þessir tveir hópar gætu ekki
unnið saman, þeir hefðu báðir
kærleikann að leiðarljósi og
ynnu í anda almættisins. Hann
sagði að eini munurinn væri sá
að hjá öðrum hópnum tæki
Jesús Kristur á móti mönnun-
um en amma og afi hjá hinum.
Kirkjan þjónar mjög mörgum
sem til hennar leita þó svo að
þar mætti ýmsu breyta að
mínu mati.
Það verður aldrei hægt að
fá botn í þetta mál. Biblían er
margendurrituð eins og við vit-
um. Mér finnst hæpið að trúa
hverjum einasta bókstaf sem
þar stendur. Ef við tökum
kannski fjórar biblíur, sem
þýddar hafa verið á jafnmörg
tungumál, getur sama greinin,
orð eða setningar haft mis-
munandi þýðingu eftir því
hvaða tungumál á í hlut.
Hvernig stendur á því?
Spíritistar eru upp til hópa
mjög trúaö fólk. Ég tel mig
aldrei hafa verið jafnnálægt al-
mættinu og eftir að ég fór að
starfa sem miðill. Ég trúi því að
til sé eitt almætti, kærleiksríkt,
sem dæmir engan til refsingar
í hinu neðra. Vald Drottins er
ekki að refsa. Almættið verður
kannski dapurt í sinni gagnvart
illvirkjum en það er fullt skiln-
ings á öllum verkum mann-
anna, sem verða að læra af
mistökum sínum og taka á
þeim þegar þeir koma yfir.
Oft hefur verið reynt að
leiða saman fulltrúa kirkju og
spíritista. Slíkt hefur aldrei haft
neina þýðingu, það mun aldrei
fást niðurstaða. Að mínu mati
á kirkjan að starfa í friði fyrir
okkur og öfugt, annars kostar
þetta bara togstreitu og leið-
indi. Ég vildi óska þess að
kirkjunnar menn létu okkur
spíritista í friði og hættu að
halda því fram að við séum að
vinna með myrkraöflunum,
það er ekki rétt. Hvernig gætu
þeir sem við þekkjum að góðu
einu í lifanda lífi verið orðnir
vondir við það að vera fram-
liðnir? Það gengur þvert á þá
mynd sem mér hefur verið
sýnd af tilveru þeirra sem
horfnir eru úr þessum heimi. □
VELKOMINA SNYRTISTOFU ÁRBÆJAR <1
| ROFABÆ 39 - SIMI 68 - 93 - 10 | '-m
► ANDLITSBOÐ
► HÚÐHREINSUN
► LITUN
► PLOKKUN
► VAX-MEÐFERÐ
► FÓTSNYRTING
► FÖRÐUN
HULDA
SÉRMEÐFERÐ:
JURTAMASKI: f. bóluhúS, f. báræöaslit,
f. eldri húð. HITAMASKI: f. þurra húð,
f. óhreina húð, f. vannærða húð.
AUGNMASKI: f. poka og hrukkur.
HflRGBEIDSLUSTOFfl HÖLLU MJIGHÚSDÓTTUR
Houan 7 • sbn ctssEz
ANDLITSBÖÐ,
HÚÐHREINSUN,
LITUN,
FÓTSNYRTING,
HANDSNYRTING,
DAG- OG
KVÖLDSNYRTING,
VAXMEÐFERÐ.
Opið alla virka daga
frá kl. 9-6 nema
fimmtudaga til kl. 7.
HÁRSNYRTISTOFAN
GRANDAVEGI 47 (fi 62 61 62
t
RAKARA- <k HARCjRE/ÐSCCfSTVFA
HVERFISGÖTU 62 -101 REYKJAVlK
22.TBL. 1993 VIKAN 29