Vikan


Vikan - 04.11.1993, Page 32

Vikan - 04.11.1993, Page 32
VIÐTAL systir mín sagði mér síðar að hún hefði aidrei séð eins Ijótt nýfætt barn og mig og hún hefði vorkennt systur sinni að eiga svona Ijótt barn! Tveimur árum síðar eignaðist hún systur mína, Ragnhildi, og það gekk allt vel en svo tveimur árum síðar lést hún af barnsförum. Ég sé þennan atburð fyrir mér alla tíð, læknir og Ijósmóðir voru á staðnum en það var ekkert hægt að gera á þeim tíma. Þessi lífsreynsla hefur fylgt mér alla ævi síðan. Systir mín fór fljótlega í fóstur á næsta bæ, aö Stórulaugum, og hún man auðvitað ekkert eftir þessu og hefur alltaf litiö á það sem heimili sitt. Hún vildi kalla fóstru okkar mömmu en óg leyföi henni það ekki. Ég fékk að vera áfram með pabba og föðurforeldrum mínum eitt ár. Mamma dó að vori til og ári síðar, næsta vor, flutti ég líka að Stórulaugum því föðurforeldrar mínir fluttu til Seyðisfjarðar og faðir minn fór suður. Þetta voru miklar breytingar fyrir lítið barn, fyrst að missa móður sína og svo fór allt hitt fólkið í burtu. Fólkið á Stórulaugum var skylt okkur, Ásrún amma mín og konan á bænum voru systur. Hún var þó mikill sjúklingur og við systurnar erum aldar upp hjá börnum þessara hjóna, aðallega Hallfríði. Hún eignaðist dóttur með pabba en það varð ekkert frekar úr þeirra sambandi. Þetta heimili er eitthvert það besta og traustasta heimili sem ég hef þekkt. Ég hef alltaf sagt að mér hafi alltaf verið bætt það tjón sem ég hef orðið fyrir í lífinu og það var mikið lán fyrir okkur systurnar að lenda hjá þessu góða fólki. Þetta er skuld sem aldrei verður hægt að greiða. Minningar frá þessum tíma eru sérstakur þáttur í lífi mínu sem aldrei fyrnist og er mér ómetanlega mikils virði." Ásrún nær í mynd af þeim systrunum þrem- ur þar sem þær eru prúðbúnar hjá Ijósmynd- aranum. „Hallfríður lét taka þessa mynd af okkur. Ég man aldrei eftir því að hún hafi gert upp á milli okkar systranna. Mesti fjársjóður sem maður getur eignast í lífinu er aö bindast vinátttu við gott og heilsteypt fólk. Nú er þetta gamla og elskulega heimili að Stórulaugum fallið og mér finnst vera komin einhver eyða í mína sál. Þetta voru svo góðar manneskjur og Hallfríður gerði allt af svo miklum kærleika og ástúð." - Var ekki mikiö sambartd á milli ykkar systranna? „Ragnhildur systir mín bjó í Grímsey í þrjátíu ár. Ég fór aldrei að heimsækja hana þangað en við hittumst á Stórulaugum og hún kom nokkrum sinnum til Reykjavíkur. En hún á fjórar dætur og var bundin yfir þeim. Núna býr hún á Akureyri ásamt manni sínum, Alfreð Jónssyni, sem var oddviti í Grímsey, og þau eru mjög ánægð þar. Kristjana hálfsystir mín hefur búiö á Stórulaugum og hún á fimm börn, fjóra drengi og eina dóttur og þau eru öll gift." TIL REYKJAVÍKUR Til Reykjavíkur kom Ásrún svo tuttugu og fjögurra ára gömul og fór að læra kjólasaum. „Ég bjó þá hjá pabba mínum og konunni hans en hann hafði gift sig aftur og þau áttu fjögur börn. Það var ómetanlegt að hafa stað til að fara á í Reykjavík. Jóhanna konan hans var alltaf góð við mig og pabbi var alltaf hlýr. Hann var oft með hugann hjá okkur þó hann byggi annars staðar. Við sáum hann ekki oft í uppvextinum en mér er mjög minnisstætt er hann kom eitt sinn noröur, var þar á söng- ferðalagi með karlakórnum. Það var farið með okkur systurnar á hestum í Vaglaskóg, pabbi keyrði á bíl upp I Vaðlaheiði því þá var vegur- inn ekki kominn og gekk yfir heiðina til að hitta okkur. Við vorum voða hrifnar af þessu!" - Var ekki mikil lífsreynsla aö flytja til Reykjavíkur? „Jú, ég hafði komið þangað einu sinni áður því við systurnar fórum þá að heimsækja pabba. Ég var þá sautján ára. Við vorum í Reykjavík í mánuð og tvo sólarhringa á leið- inni suður, gistum á Blönduósi. Við fengum að fara á Borgina sem þá var tiltölulega nýopn- uð. Mér fannst það eins og að koma inn I álfa- borg. Okkur var tekið mjög vel hjá pabba og sáum hálfsystkin okkar þá í fyrsta sinn. Ásrún meö systrum sínum Ragnhildi og Kristjönu. Þegar ég flutti svo suður fór ég í nám hjá þýskri konu sem hét Sonja, lærði þar að sníða og sauma og vann hjá henni einn vetur. Ég á einhvers staðar meistarabréf," segir hún og nær í upprúllaö pappírsskjal sem hún hefur ekki látið ramma inn ennþá. „Þegar ég hafði lokið náminu hjá henni fannst mér ég þurfa að æfa mig. Ég setti auglýsingu í blað og sagðist taka að mér heimasaum á heimilum. Fyrsta konan, sem ég fór til, lofaði mér ekki vinnu nema í einn dag enda hafði hún eflaust fyrir- vara á að ráða svo unga stúlku, sagði að ef henni líkaði við mig fengi ég meira að gera en annars ekki. Ég var svo hjá henni í hálfan mánuð og vann oftar fyrir hana. Þetta var skemmtilegt starf, ég gekk hús úr húsi og var á mjög huggulegum heimilum, var aldrei atvinnulaus heima. Einn vetur leigði ég svo herbergi og vann þar við sauma ásamt vinkonu minni, ég sneið og hún saumaði. Á sumrin var ég alltaf á Stórulaugum. En svo kom að því að ég veiktist og gat ekki staðið við loforð um að sauma fyrir nokkrar konur. Ein þeirra trúði því ekki að ég væri veik, hringdi i lækninn og spurði hann hvort ég væri virkilega það veik að ég gæti ekki saumað! Ég lá á sjúkrahúsi i fjóra mánuði, fékk lífhimnu- bólgu og á líf mitt að launa umhyggju Arons og Matthíasar Einarssonar læknis. Við Aron höfðum þekkst þá í um tvö ár og hann kom oft á dag að heimsækja mig á spít- alann. Sumir hefðu nú snúið við mér bakinu. En hann kom mér til heilsu, tók mig upp í sumarbústað í júlí, þar var allt tilbúið og hann hafði fengið ágæta stúlku til að vera með mór þar um sumarið meðan hann var í vinnunni. Ég var svo máttfarin þegar ég kom þangað að ég gat ekki gengið óstudd frá hliðinu og heim að húsinu. Útiloftið gerði mér gott og Aron kom með góðan og hollan mat handa mér, nýjan silung og þess háttar. Aftur var mér bætt það tjón sem ég hafði orðið fyrir því ég er viss um að ég hefði ekki lifað ef ég hefði ekki haft Aron. Þann 26. september síðastlið- inn hefðum við átt fimmtíu ára brúökaups- afmæli. Við giftum okkur hjá borgardómara á afmælisdegi Arons." Eftir að Ásrún gifti sig hefur hún eingöngu saumað fyrir sjálfa sig og heimilið. Hún hefur alltaf hugsað vel um sitt heimili og gerir enn. „Ég hef aldrei unnið úti eftir að ég gifti mig, það er ekki minn smekkur að hafa allt í drasli heima og kvíða því að koma heim á kvöldin. Það er sorglegur þessi tætingur á heimilum í dag. Ég hefði aldrei getað lifað þannig lífi og hann enn síður. Ég var vel undir það búin að sjá um heimili því þær voru ákaflega myndar- legar, systurnar á Stórulaugum, gerðu allt fyrir okkur sem þær gátu. Þar að auki hafði ég verið á Húsmæðraskóla Þingeyinga. Aron sagði oft að hann væri alltaf að flýta sér heim og ég var yfirleitt búin að taka til handa honum kaffi eða mat. Ef ég var ekki heima var ég með kaffi á könnunni. Eitt sinn, er hann kom heim, var ég búin að smyrja handa honum brauð og laga kaffi en hafði skroppið út í búð að kaupa i matinn. Þegar ég kom heim var Aron að reykja stóran vindil í eldhúsinu og reykurinn út um allt. Hann reykti þá um tíu vindla á dag. Ég sagði við hann: Elsku Aron minn, heldurðu að það sé ekki óhollt að reykja svona? Hann stökk á fætur, sagði að þetta væri alveg rétt hjá mér, henti vindlinum út um gluggann og reykti aldrei eftir það." Fyrir nokkru gaf Ásrún Skógrækt ríkisins sumarbústaðinn þeirra Arons en þar dvöldu þau öllum stundum, fóru í hann um helgar og fluttu þangað á sumrin. „Aron fór alltaf i vinn- una um áttaleytið á morgnana og kom heim eins fljótt og hann gat. Eftir að hann dó hefur verið erfiðara fyrir mig að komast þangað því ég keyri ekki bíl og á auk þes erfitt með að vera ein í bústaðnum. Ég ákvað að Skógrækt- in fengi bústaðinn þar sem ég var viss um að þar með væri hann í góðum höndum og vel yrði hugsað um hann. Þetta sagði gömul kona sem kom eitt sinn að Stórulaugum. Hún átti ekki mikið en þó eina saumavél sem henni þótti mjög vænt um. Hún gaf hana á heimili í Reykjadal. Þegar hún var spurð hvers vegna hún hefði gefið saumavélina var svarið að hún vissi að það yrði farið vel með hana eftir hennar dag. Sama má segja um sumarbú- staðinn, ég veit að Skógræktin fer vel með allt og húsið verður verndað. Það sama sagði Aron þegar hann lagði stórar peningaupphæðir inn á bankabókina mína. Hún var það eina sem ég átti þegar við kynntumst og það voru aðeins smáaurar inni á henni. Þegar ég átti afmæli sagðist hann ekkert vita hvað hann ætti að gefa mér og lagði stórar upphæöir inn á bókina. Þegar ég hafði orð á því að þetta væri rausnarlegt þá sagöist hann ekki hafa gefið mér þetta ef hann hefði ekki vitaö að ég færi vel með það." 32 VIKAN 22. TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.