Vikan


Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 37

Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 37
vera sofandi. Ég hélt hann færi kannski ef hann héldi að ég væri sofandi. Hann fór ekki. Ég var ekki einu sinni viss um hvað hafði gerst, ég vissi bara að ég vildi það ekki. Mig langaði til að tala við mömmu en ég vissi ekki hvað ég átti að segja eða hvernig ég átti að segja þaö. Ég vildi ekki koma Toby í klandur, ef það sem hann gerði hefði verið eitthvað rangt. Og ég hafði tekið þátt í því sem hann gerði, hvað svo sem það var, svo ég yrði kannski skömmuð líka. Þetta var allt mjög ruglingslegt í huga lítillar stúlku. Það endaði með því að ég sannfærði sjálfa mig um að þetta hefði bara verið vondur draumur. Nokkrum dögum síðar kom Toby aftur inn til min. Og aftur. Og aftur. Misnotkunin stóð í sjö ár. Þegar ég var tólf ára ákvað mamma að tala við mig um kynlífið. Henni hefur sennilega þótt rétti tíminn vera kominn. Ég var að komast í kynþroskaaldurinn - ég var byrjuð að fá brjóst og mjaðmirnar höfðu breikkað aðeins. Ég var um það bil að verða ung kona. „Alexa, kynlíf er dásamlegt á milli manns og konu sem elska og virða hvort annað,“ sagði mamma. Hún útskýrði að það væri mikilvægt að bíða eftir rétta manninum og sagði að hún vonaði að ég biði þangað til ég gifti mig. „Ef þig langar einhvern tíma til að tala um stráka eða spyrja einhverra spurninga þá læt- urðu mig bara vita,“ sagði hún blíðlega. Ég man að mig langaði til að öskra: Ég veit allt um kynlífið, mamma. Toby kenndi mér allt sem ég þarf að vita. En ég gerði það ekki. Þess í stað talaði ég við bróður minn. „Ég veit að það sem þú hefur verið að gera við mig er rangt," sagði ég. „Þú skalt aldrei voga þér að snerta mig aftur.“ „Þá það,“ sagði hann og sneri sér undan. Svona endaði þetta - að minnsta kosti líkam- lega. En skaðinn var skeður, andlega. Skömmu eftir að ég talaði við Toby flutti hann þvert yfir fylkið og fór að vinna þar hjá verktaka. Hann kom ekki oft heim en þegar hann gerði það fór ég til ömmu og gisti þar. Þó að þessu væri lokið var mikill sársauki djúpt innra með mér. Mér fannst ég alltaf vera heimsk, Ijót og skítug. Sjálfsálitið var í lág- marki. Ég átti erfitt með að eignast vini og gat ekki umgengist stráka eðlilega. Leyndarmálið var eins og veggur á milli mín og allra ann- arra. Ég var mjög einmana. Þegar ég eltist lærði ég aðeins betur að takast á við sársaukann og einmanakenndina. Ég fékk vinnu og leigði mér litla íbúð. Ég eign- aðist nokkra vini og fór stöku sinnum á stefnu- mót. Ég vissi aö ég lifði ekki neinu stórkost- legu lífi en það var allt í lagi. Þá kynntist ég Phil - elsku Phil mínum. Hann kom mér til aö dreyma um betri tíð. Hann kom mér til að trúa því að ég gæti lifað góðu og hamingjuríku lífi. Með tárin í augunum tók ég hringinn af fingrinum og rétti honum. „Ég get ekki þegið hann,“ sagöi ég. „Að minnsta kosti ekki fyrr en ég er búin að segja þér frá svolitlu sem gerðist fyrir langa löngu." „Þú þarft ekki að segja mér neitt. Ég átti ekkert með að spyrja," muldraði Phil og tók utan um mig. „Það liðna er liðið.“ „Hlustaðu á mig, ástin min. Þetta skiptir máli,“ sagði ég og ýtti honum frá mér. „Það er ekki víst að þú viljir giftast mér eftir að ég segi þér þetta en ég verð að taka þá áhættu. Ég get ekki lifað með þetta leyndarmál á milli okk- ar.“ Philip hlustaði á meðan ég sagði honum frá því að ég hefði verið misnotuð í æsku. Þegar ég hafði lokið máli mínu vafði hann mig örm- um og ruggaði mér fram og til baka. „Ó, Lexie mín, mig tekur svo sárt að heyra þetta,“ sagði hann. „Þetta er hræðilegt en það breytir ekki tilfinningum mínum til þín. Ég elska þig ennþá og mig langar ennþá til að giftast þér.“ „Ég þarf dálítið lengri tíma, Philip. Ég þarf að átta mig á tilfinningum minum um fortíðina áður en ég lofa þér framtíð." „Taktu þér eins langan tíma og þú þarft, ég bíð,“ sagði hann. Eftir að hafa verið hjá sálfræðingi í heilt ár gat ég loksins sagt Phil að ég ætlaði að þiggja hringinn. Þegar hann renndi hringnum á fingur mér hallaði ég mér að honum og hvíslaði. „Phil, mig langar til að njóta ásta með þér.“ „Ertu viss?“ spurði hann. Ég svaraði honum með kossi. □ 22.TBI. 1993 VIKAN 37 SMÁSAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.