Vikan - 04.11.1993, Síða 41
„skapstirður i meira lagi ef hann varð uppi-
skroppa með kókið". Samt tókst þeim Fosse í
sameiningu að gera kvikmynd sem nú telst til
sígildra listaverka.
Meðal nýju kunningjanna var baróninn
Alexis de Rede. Þau tóku upp samband og
þegar Liza kynntist betur samkvæmisiífi
evrópska aðalsins áttaði hún sig á því að hún
gat engan veginn látið sjá sig í þeim fötum
sem hún var vön að klæðast. Hún flaug því
rakleiðis til New York og leitaði á náðir gamals
vinar, tískuhönnuðarins Halston. Hann hafði
hraðar hendur og hannaði og lét á örskömm-
um tima sauma ósköpin öll af fötum handa
Lizu. Hann þekkti hana vel og vissi að hún var
óörugg með útlit sitt. Með því að fullvissa
hana um að hún væri falleg og glæsileg fékk
hann hana til að leggja niður pokapeysustílinn
sem hún hafði alltaf haft og klæðast glæsileg-
um fatnaði hans. Þannig skapaði hann henni
þann stíl sem hún hefur síðan haldið sig við.
Eitt af einkennum hennar eru til dæmis mjög
háir hælar en þannig njóta langir fótleggir
■ Hún neytti óheyrilegs
magns eiturlyfja, ótti aragrúa
elskhuga og Ijúfa lífið lagði
hana næstum þvf f gröfina.
Henni tókst samt að sigrast ó
erfiðleikunum og snúa aftur,
glæsilegri og sterkuri en
nokkru sinni fyrr. Saga Lizu
Minelli, Hollywood-
prinsessunnar með löngu
leggina, er sannkallað ævin-
týri.
hennar sfn hvað best.
Halston varð smám saman einn besti og
nánasti vinur Lizu, í senn lærifaðir hennar og
fósturfaðir, trúnaðarvinur og félagi. Þegar
ástarmálin voru í hnút var hann ævinlega boð-
inn og búinn að elda handa henni kvöldmat,
gefa henni rauðvín og hlusta á hana úthella
hjarta sínu en gefa síðan góð ráð. Rauðvín
var því miður ekki eini vímugjafinn sem þau
neyttu saman því að Halston var eins og Liza
farinn að fikta mikið við kókaín.
Samband Lizu við baróninn stóð stutt og
næstur í röðinni var ungur glaumgosi, Desi
Arnaz. Liza hafði sannarlega nóg um að
hugsa því að þann 22. mars árið 1972 fékk
hún óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í
Cabaret.
HALLAR UNDAN FÆTi
Eftir þessa glæsilegu frammistöðu var eins og
leiðin gæti aðeins legið niður á við. Liza hélt
áfram að lifa hinu Ijúfa lífi, hún var uppáhald
allra sem höfðu dáðst að henni í Cabaret og
dyr samkvæmislífins stóðu henni opnar sem
aldrei fyrr. Hún var i vímu yfir frægðinni - og
ýmsu öðru. í janúar 1974 var sýning hennar,
Liza at the Winter Garden, frumsýnd í New
York. Þetta var dans-, söngva- og gamansýn-
ing þar sem hún kom ein fram og biöraðir eftir
miðum urðu mílulangar. En hæfileikar Lizu og
úthald voru í hættu vegna sívaxandi kókaín-
neyslu.
Það vakti líka mikla hneykslan þegar Liza
og Ben Vareen, sá sem hafði leikið Júdas í
Jesus Christ Superstar árið 1972, sátu fyrir
saman á Ijósmynd, bæði ber að ofan. Það
22. TBL. 1993 VIKAN 41
FRÆGT FOLK