Vikan


Vikan - 04.11.1993, Qupperneq 64

Vikan - 04.11.1993, Qupperneq 64
FERÐALOG stangli: „Velkominn, tvo daga, Santa Fe.“ Við svo búið vor- um við lagðir í’ann með þrum- andi argentínska sveitatónlist og héldum út á áðurnefndar grassléttur sem munu vera heimkynni heimsins bestu nautgripa. Um sólsetur fannst bílstjóra nóg komið af glæfralegri þjóð- vegaglímu enda ekki að furða þar sem aldraður flutningabíll- inn var hlaðinn langt um getu fram og átti því til að rása miklu meira en eðlilegt getur talist. Þvf varð úr að hann tók stuttan afleggjara inn á gras- sléttu og niður að nautgripa- búgarði og var augljóst á mót- tökunum að þarna hafði hann oft gert stans. Svokallaðir Gaucho-hestamenn voru þarna í miklum meirihluta, stoltir og um margt sérstakir 4 Á einu af mörg- um steik- húsum í Santa Fe. Ungur og óreyndur skrúbbar gólf meö- an gamall og full- reyndur spáir í gang mála. ▼ Bónda- kona og feiminn sonur hennarí blóm- skrúói skammt frá vín- ræktar- borginni Mendoza í Argentínu. hörkukappar sem létu sig ekki muna um að bjóða okkur í safaríka argentínska risasteik, grillaða og glóðaða yfir opn- um eldi ( kyrru og stjörnu- björtu kvöldmyrkrinu. Ekki má heldur gleyma ómissandi Robust-víninu enda var ekki laust við að menn liðu Ijúft inn í draumalandið eftir að hafa kýlt sig út á keti og vfni. í húminu fóru Gaucho-menn fimum fingrum um strengi og rödduðu einhverja léttsvífandi argentínska laglínu. Við glaðlegi trukkstjórinn tókum saman teppi okkar rétt fyrir sólaruppkomu og eftir að hafa þegið með þökkum þétt- fullan kassa af ferskum ávöxt- um var sett í gang og stefnan tekin á aðra fjölmennustu borg Argentínu, Cordoba. Þangað var fimm tíma djarf- legur akstur og við gerðum stuttan stans í eldsneytis- og drykkjarerindum þvf ætlunin var að ná sem lengst áleiðis til Santa Fe fyrir myrkur. Þrátt fyrir sex sólbakaðar keyrslu- stundir í viðbót fyrir myrkur var, að því er mér skildist, enn þriggja stunda ferð til Santa Fe og því ekki um annað að ræða en faðma víðáttuna í leit að hvíldarstað. NÆTURGESTIR Í ÆTISLEIT Mér varð reyndar ekki svefn- samt sökum þess að hvar sem maður plantaði tuskum og teppum þustu að sand- bjöllur og maurar og ollu veru- legu ónæði. Það reyndist ill- gerlegt að festa svefn með slíka næturgesti skríðandi og bítandi hvar sem verða vildi. Þessi plága kemur upp úr sandinum í skjóli myrkurs til að leita sér ætis og sækir í hitann - í þessu tilfelli líkams- hitann. Það var svo ekki fyrr en seinnipart nætur, eftir að hafa nokkrum sinnum neyðst til að rífa af mér hverja spjör, að úr varð að ég klifraði upp á mokdrullugt bílþakið og lagði mig þar fram í sólaruppkomu en bílstjórinn hraut vært f framsætunum. Seinnipart þessa sama dags var allsherjar bað að baki og þá um leið búið að skrúbba gallann og hengja til þerris. Ég hafði orðið mér úti um léttan klæðnað hjá götusölumönnum og labbaði í mestu makindum um miðbæ Santa Fe f leit að hinu eina sanna argentínska steikhúsi. Eftir duglegan næt- ursvefn og rúmlega það hélt ég sfðan á fund félaga míns og komst að því að hann hafði verið fenginn til að flytja varn- 64 VIKAN 22. TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.