Vikan


Vikan - 04.11.1993, Síða 65

Vikan - 04.11.1993, Síða 65
ing til Asuncion, höfuðborgar Paraguay. Kunnuglegt glottið og orðaflaumurinn, sem því fylgdi, þýddi eitthvað í þá veru að ef mig vantaði far væri nóg pláss á þaki trukksins. Ég gluggaði í landakortið og ekki var annað að sjá en Asuncion væri sterkur leikur því þaðan er ekki ýkja langt til Iguassu- fossanna. Næsta morgun var því stefnan tekin norður á bóginn í átt að landamærum Argent- ínu og Paraguay og þá um leið inn í hitamistur Gran Chaco skóganna. Mér til mik- illar ánægju var þessi þjóð- vegur í mun betra ásigkomu- lagi en búast hefði mátt við að fenginni reynslu og miðaði okkur því vonum framar. Þetta varð til þess að við náð- um til landamæranna og þá um leið hinnar hálfsofandi höfuðborgar Paraguay, As- uncion, rétt um það leyti eftir- miðdags sem landamæra- ▲ Einn af mörgum hrikaleg- um tindum Andes- fjalla á landamær- um Chile og Argent- inu. ◄ Iguassu- fossarnir eru meöal náttúru- undra Suöur- Ameríku. verðir voru að loka tollskoðun. Með tilhlýðilegu snarræði, ör- litlu röfli og sannfærandi seðl- um tókst mér að fá dvalar- stimpil. Ég hafði einfaldlega ekki hug á því að gista aftur á þaki þessa annars ágæta flutningatrukks. Eftir að hafa kvatt þann létt- glottandi, eins og ég var far- inn að kalla hann, með virkt- um var mér ekkert að vanbún- aði og hélt því fótgangandi með eigur mínar og hatt yfir til Paraguay. Tveimur tímum seinna hálfhékk ég utan á aldraðri innanborgarrútu á leið niður í miðbæ Asuncion. Það reyndist hið versta mál þvi hvar sem stoppað var varð ég að hoppa af til að hleypa því fólki sem ætlaði út úr mann- þrönginni framhjá mér en þar sem bílstjórinn var greinilega á hraðferð stoppaði hann hvergi heldur lét nægja að slá verulega af hraðanum. Þróað- ist því þessi annars ágæta rútuferð f heldur spaugilegt spretthlaup hingað og þangað um höfuðborgina. Asuncion og þá um leið Paraguay reyndist mun ódýr- ari en Argentína og úr varð að ég sætti mig við vellystingar og blómstandi appelsínutré höfuðborgarinnar í nokkra daga enda er Asuncion mjög róleg og vinaleg af stórborg að vera. Á þriðja degi hafði ég kynnt mér hina ýmsu mögu- leika og varð úr að ég fékk ó- dýrt sæti í langferðabíl sem átti að skila mér til Iguassu- fossanna eftir dagskeyrslu með þægilegum stoppum. ÞRJÚ SÆTI STRAX Eftir léttan morgunverð og klukkustundar labb ætlaði ég ekki að trúa mínum eigin aug- um þvf ég fékk ekki betur séð en áðurnefndur langferðabfll væri löngu orðinn þéttskipað- ur og í því að ég ætlaði að fara að leita uppi bflstjóra rak ég augun í tvær vestrænar stúlkur sem stóðu f einhverju stappi við mannkerti sem lítið þóttist skilja. Eftir stutt spjall við aðra stúlkuna skildist mér að til þess að fá sæti hefðum við þurft að mæta minnst þremur tímum fyrir brottför. Einhvern veginn var ég ekki í skapi til að kyngja því og tölti þar af leiðandi afsfðis með mannkertið í eftirdragi og út- skýrði á mjög sannfærandi hátt að ég vildi fá þrjú sæti strax. Rétt svona til að breiða yfir skaphitann, sem upp hafði blossað, laumaði ég að hon- um léttum skildingi sem varð til þess að áður en fimm mín- útur voru liðnar höfðum við komið okkur sæmilega fyrir í annars frekar plásslitlum sæt- um. Eftir stutt kynni við stúlkur þessar fann ég mig enn og aftur í þeirri aðstöðu að erfitt reyndist samferðafólki að trúa þvf að ég væri borinn og barnfæddur fslendingur. Jackie og Erika eru hins veg- ar frá norðureyju Nýja Sjá- lands sem svipar um margt til íslands. Asuncion kvöddum við rúmum tveimur tímum á eftir áætlun ásamt grátandi smá- fólki í sjóðheitum og yfirtroðn- um, skröltandi langferðabíln- um og tókum stefnuna út á akurlönd og bújarðir Gurani- indíána. Seinnipartinn var ör- Iftið farið að rýmka um mann- skapinn og um leið og lands- lagið breytti um svip, þar sem við tóku hásléttur Misiiones- frumskógarins, nálguðumst við Iguassu-fossana þar sem landamæri Argentínu, Brasilíu og Paraguay mætast í breiðri beygju Iguassu-fljótsins. Kvöldkyrrðin var að leggjast yfir þegar að landamærunum kom og okkur til undrunar reyndist vandkvæðalaust að komast yfir landamærin til Brasilíu þótt flestir innfæddir væru allt að því togaðir úr tauinu. Eftir nokkurra tíma göngu á vegi þeim er merktur var Foz Do Iguaco var aug- 22.TBL. 1993 VIKAN 65 FERÐALOG

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.