Vikan


Vikan - 04.11.1993, Side 11

Vikan - 04.11.1993, Side 11
myndavél sem umsvifalaust sýnir okkur glóandi gullið eða stóra, Ijóta úlfinn í sauðargærunni. Draumurinn reynir að gefa raunsanna reynslu af tilfinningum og inn- sæi. Leikrænar athafnamyndir eða líkingar eru líka miklu efnismeiri en orð. Draumamálið hefur sína eigin rökfræði sem er gjörólík vélrænni rökfræði nútímans. Líkingamálið er ágætlega til Þess fallið að láta í Ijós hugsanir hjartans og tilfinningar °9 ef við aðeins leggjum okkur lítið eitt fram við að skilja Það er það hreint ekki erfitt mál. í draumi er alls ekki óal- Qengt að manneskja breytist í dýr eða að við séum þátt- takendur í atburði á æskuheimili okkar sem við höfum yfirgefið fyrir löngu. Ástæðan er einfaldlega sú að daginn éður eða fyrr hefur dreymandinn séð þessa tilteknu aianneskju í dýralíki eða leitt hugann að einhverjum æskuminningum. Það er heldur ekki óvenjulegt að fljúga af eigin afli í draumi eða mæta til vinnu í náttfötum. Hjartanu er fullkomlega Ijóst hvernig það er „að vera hátt uPpi“ eða „fresta einhverju til morguns". Ef draumurinn Ur óskipulegur og óskiljanlegur er það vegna þess að hjartað er sjálft truflað en ekki af því að eitthvað sé bogið v'ö draumaferlið. v'ð framleiðum sjálf draumamyndir okkar. Sálfræðing- Ur eða sérfræðingur getur komið með margar tillögur til ulkunar en veki þær ekki enduróm innra með dreym- andanum og fái hann til að breyta lífi sínu á jákvæðan hátt eru þær blátt áfram rangar. Margir sérfræðingar 9eta vafalaust gefið margar mismunandi túlkanir. 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.