Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 27
upp úr leðjunni til að hefja árás. Þess vegna geta þeir
táknað eyðandi áhrif í undirvitundinni.
KÝR
Venjulega lítum við á kýr sem meinlausar skepnur. í
draumi hafa þær augljóst, neikvætt hlutverk: „Ég var
staddur í hlöðu. Hún var hrein og rúmgóð og heybaggar
á víð og dreif. í henni voru margar kýr og þær tóku að
ráðast á mig. Ég varð að ryðjast í gegnum hópinn og
tókst að lokum að komast út um dyrnar að baki þeirra."
Sá sem dreymdi þetta var einkar rólyndur maður en
hann var alltof matlystugur (heybaggarnir) þó að hann
væri ekki þyngri en eðlilegt var. Kýrnar, sem réðust á
hann, tákna hér þá leti sem gæti eyðilagt líf hans ef
hann ynni ekki bug á henni. Hlaðan, þar sem yfirleitt er
mikið unnið, táknar þörf hans fyrir að vinna vel að sínum
eigin málum.
Ef næring og mjólk eru hins vegar það sem menn
tengja kúm munu draumar, þar sem þær koma fram, að
sjálfsögðu hafa allt aðra merkingu.
LJÓN
Ljón geta, eins og í þessum draumi, táknað óþægilegar
aðstæður: Stórt, gyllt Ijón og annað minna með sama lit
9!efsuðu hvort að öðru, urruðu og bitu. Að því loknu sleiktu
Þau sár hvors annars.
Hér tákna Ijónin tvo menn sem hrifsuðu hvor til annars.
Gullni liturinn sýnir þá góðu eiginleika sem þeir áttu báðir
25