Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 50
Konu nokkra í jógaskóla, sem var undir stjórn andlegs
leiöbeinanda, dreymdi aö hún sæi sjálfa sig synda í kafi
í skuröi. Hana dreymdi sama drauminn tvær nætur í röö.
Fyrri nóttina sá hún sjálfa sig sem ferstrenda veru sem
synti ákaft en fremur klunnalega. Síðari nóttina var hún
hins vegar ágætur sundmaður sem skaust gegnum
vatnið. Þá var hún fim eins og fiskur. Þessir draumar
fjölluðu greinilega um andlegar framfarir.
Ólgandi haf og brimrót í óveöri getur táknaö órólegar
tilfinningar.
ELDUR
Eldur er ekki einvöröungu ytra afl heldur finnst hann engu
síður innra meö okkur. Allir náttúrukraftar hafa tvíþætt eöli.
Alveg eins og vatniö getur eldurinn bæöi hreinsaö og eyöi-
lagt. Jákvæö viöhorf eldsins eru eldmóður, atorka, kærleik-
ur, sköpunargáfa. í versta tilfelli getur hinn innri eldur birst
sem óviöráöanlegir skapsmunir, afbrýöisemi, hefnigirni,
hatur og óstjórnleg kynhvöt.
Jákvæöu hliöina sjáum viö í eftirfarandi draumi: „Ég og
fjölskylda mín vorum í stuttri skemmtiferð meö stórum hópi
kunningja. Allt í einu sáum viö mikinn eld fyrir framan okk-
ur og allir flýöu í ofboði til þess aö komast undan honum.
Ég sat í bílnum en ákvaö aö flýja fótgangandi. Ég var ein á
veginum og eldurinn var aö því kominn aö brenna mig. Allt
í einu nam ég staðar og spuröi sjálfa mig: Til hvers ertu að
þessum hlaupum? Ég sneri mér viö og beið eftir logunum.
Tvær eldtungur teygöu sig fram og lyftu mér upp í faöm-
lögum. Eldurinn var mjúkur, hlýr og þægilegur.“
48