Vikan


Vikan - 04.11.1993, Síða 14

Vikan - 04.11.1993, Síða 14
um heföi framleitt hljóðið frá dyrunum til þess að ég vaknaði og læsti að mér.“ Ef draumur felur í sér augljósa aðvörun er hyggilegt að taka hann alvarlega. Ef okkur dreymir til dæmis að við fáum lungnakrabba væri hyggilegt að draga mikið úr reykingum. Stundum getur hreint og beint verið um að ræða hagnýt atriði sem við verðum að taka til athugunar. Ann Faraday dreymdi til að mynda að hún dytti niður stigann með nýfætt barn sitt í fanginu eftir að hafa hras- að á teppi með lausu kögri efst í stiganum. Hún hafði oftar en einu sinni hrasað á teppinu og lét laga það strax eftir þennan draum. Stundum geta draumar flutt upplýsingar sem við hljót- um að hafa fengið á yfirnáttúrlegan hátt. Konu nokkra, sem var þátttakandi í draumafélagi, dreymdi að hún fyndi bréf í jakkavasa bónda síns. Bréfið bar augljósan vott um að hann væri í tygjum við aðra konu. Þessi kona hafði heyrt að menn ættu að rannsaka hvort draumur hefði við rök að styðjast og sneri því við jakkavösum mannsins. Sér til mikillar skelfingar fann hún þar bréf sem vissulega var frá annarri konu og sýndi að hann hafði lengi haft samband við hana. Þegar aðrir í hópnum báðu hana að íhuga hvað hún kynni að hafa orðið vör við án þess að festa sér það strax í minni viðurkenndi hún að síðustu mánuði hefði eiginmaður hennar oft verið fjarverandi á næturnar. Hann hafði líka oftar en einu sinni lagt símann á í flý1' þegar hún kom inn í stofuna. Hann hafði sagt henni að 12

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.