Vikan


Vikan - 04.11.1993, Page 15

Vikan - 04.11.1993, Page 15
atvinna hans krefðist margvíslegra aukastarfa og hinn meðvitaði hluti hennar hafði fallist á þetta. Hún hlaut þó að hafa tekið sérstaklega eftir ýmsu sem ekki kom heim og saman, ýmsu sem hún hafði þó bælt niður af því að hún vildi ekki horfast í augu við þann möguleika að eig- inmaðurinn væri henni ótrúr. Ef til vill hafði hún séð glitta í bréfið þegar hann fór úr jakkanum. Til yfirnáttúrlegra drauma heyra einnig draumar um framtíðina. Georg var í hamingjusömu hjónabandi og hafði gaman af draumi þar sem hann var með skilnaðar- skjölin í höndunum og sagði: Næst ætla ég að giftast konu sem er þroskaðri. Þegar hann dreymdi þetta hafði hann verið giftur í níu ár, elskaði konu sína og hafði aldrei látið hvarfla að sér að vera henni ótrúr. Þremur árum seinna voru þau skilin og bæði gift að nýju. Honum var þá fullljóst að hann og fyrri kona hans höfðu alls ekki átt saman. Hann gat raunar ekki skilið hvernig á því stóð að þau giftust. Þessi draumur um framtíðina sýndi að 'hnst inni var Georg Ijóst að hjónaband hans var ekki eins gott og skyldi. Af ýmsum ástæðum hafði hann þó ekki leitt hugann að því fyrr. Mörg dæmi eru um að fólk, sem tengt er böndum vin- áttu eða frændsemi, hefur fjarskynjunarsamband í draumi. Aldísi dreymdi marga drauma sem lýsa þessu. kfana dreymdi til dæmis að hún væri að tala við góða vinkonu sína, roskna konu. Það var vinkonan sem „átti fhJmkvæðið" og í draumnum heyrði Aldís rödd hennar e'ns og í síma. Vinkonunni fannst vera orðið langt síðan 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.