Vikan


Vikan - 04.11.1993, Page 41

Vikan - 04.11.1993, Page 41
frammi fyrir okkur getum viö verið viss um aö þaö hafi sagt sannleikann. DRAUMAR UM AÐ TAPA OG FINNA DÝRGRIPI Konu nokkra dreymdi aö hún heföi týnt tékkheftinu sínu °g daginn eftir reyndist þaö horfiö. Daginn áöur haföi hún veriö á ströndinni skammt frá og hún fór strax þangað til aö leita. Til allrar hamingju fann hún heftið en án draums- ins heföu getaö liöiö margir dagar áöur en hún byrjaði aö leita aö því og þá heföi þaö sennilega verið of seint. Draumur sem þessi getur aö sjálfsögöu líka verið aö- vörun. Ef til vill eru saumarnir í handtöskunni farnir aö gefa sig eöa hankinn aö því kominn aö detta af. Eftir svona draum gæti verið skynsamlegt aö láta gera viö töskuna eöa kaupa nýja. Ef viö höfum hvorki týnt né eigum á hættu aö týna dýr- gripum er draumurinn alveg tvímælalaust táknrænn. Viö getum svo spurt okkur sjálf hvaöa verðmætum viö kynn- um aö geta verið aö því komin aö glata. Ungar konur dreymir aö þær týni dýrgripum þegar þær byrja aö standa ' líkamlegu sambandi viö karlmenn. Hér mun uppeldisleg- ur bakgrunnur aö sjálfsögðu gegna stóru hlutverki. Ungt fólk í háskóla eöa öörum menntastofnunum ^reymir oft um aö týna veski eöa öörum verðmætum, Þar sem þaö leggur sig í hættu viö allt annað verö- Tiætakerfi en foreldrarnir og er ef til vill aö breyta um viöhorf. Þetta er í sjálfu sér ekki neikvætt. Gömul verö- 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.