Vikan


Vikan - 04.11.1993, Síða 56

Vikan - 04.11.1993, Síða 56
aðeins var hægt að varðveita með því að þvinga hafið til að vera rólegt. Þetta sýndi greinilega hvernig Ann skildi þær hlýju og heimilislegu tilfinningar sem bæði eiginmaður hennar og foreldrar höfðu metið svo mikils. Fyrir henni var þetta nefnilega hinn mesti hégómi. Hjáróma raddir, sem ógna hugmyndinni um hina hamingjusömu fjölskyldu, eru strax yfirgnæfðar með falskri kæti (söngur við arininn). Þessir hjáróma hljómar spruttu ekki aðeins af neikvæðum tilfinningum sem fjölskylduhópurinn Iftur sjálfkrafa á sem hættulegar og vondar heldur áttu þeir í jafnríkum mæli ræt- ur í gleði, kynferðislegum tilfinningum og jafnvel sorg. Þegar Ann lék hlutverk fjölskyldunnar breyttist röddin og hún tók að tala í háum umvöndunarrómi sem minnti á for- eldra hennar og eiginmann. Þau ásökuðu hafið fyrir að láta æsa sig. Þau óskuðu aðeins að heyra Ijúfan nið þess við ströndina, stígandi og fallandi með flóðöldunni, án þess að það snerti húsið að öðru leyti. Það var Ijóst að hluti af henni sjálfri var hræddur við sterkar tilfinningar. Sjórinn var þó engu að síður hluti af henni og hann hafði sagt að hann hefði þörf fyrir að dansa, velta sér og busla í takt við vind- inn: „Ég er ekki eyðandi, ég hef aðeins þörf fyrir að hreyfa mig. Þú túlkar hreyfingar mínar sem eyðandi af því að ég velti mér inn að húsi þínu. Ef þú hefðir byggt húsið fjær ströndinni sæir þú nákvæmlega sömu hreyfingarnar eins og í dansi. Ég hef liðið mikið við það að draga af mér til að eyðileggja ekki húsið þitt. Með sama áframhaldi yrði það bani minn og ég get ekki lengur haldið þannig áfram.“ 54

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.