Vikan - 01.10.1994, Side 6
KVENSKORUNGUR
RÆTT VIÐ MARGRETI GUÐMUNDSDOTTUR,
MÓÐUR GUÐMUNDAR ÁRNA OG
GUNNLAUGS STEFÁNSSONA.
(AÓÐIR TVEGG/4
ÞINGMANNA
STJUPA EINS
OG EIGINKONA
HINS FJÓRÐA
- AUK ÞESS GEGNDU FEÐGAR ÚR FJÖLSKYLDUNNI
BÆJARSTJÓRAEMBÆTTI
Margrét Guðmunds-
dóttir er móðir
þeirra Guðmundar
Árna félagsmálaráðherra og
Gunnlaugs Stefánssonar al-
þingismanns og prests. Þá
eru ótalin tvö alsystkini, þau
Snjólaug og Ásgeir, og hálf-
bróðir þeirra fjögurra, Finnur
Torfi, en hann hefur einnig
setið á þingi. Faðir systkin-
anna fimm er Stefán Gunn-
laugsson fyrrum bæjarstjóri í
Hafnarfirði og hann státar
einnig af þingmennsku.
Það er því ekki að undra
þótt margir telji Margréti
Guðmundsdóttur mikinn
áhrifavald í íslensku þjóðlífi.
Enda komst sá kvittur á kreik
að hún hefði svo gott sem
stjórnað bænum meðan
Guðmundur Árni var bæjar-
stjóri í Hafnarfiröi.
Margrét hefur gengið í
gegnum þolraunir sem fæst-
um okkar eru lagðar á herð-
ar. Hún missti tvo sonarsyni
sina, syni Guðmundar Árna
og eiginkonu hans Jónu
Dóru Karlsdóttur, í bruna
sem varð í húsi þeirra Mar-
grétar og Stefáns í Hafnar-
firði. í sama bruna var Gunn-
laugur hætt kominn. Hann
og kona hans Sjöfn Jóhann-
esdóttir ásamt syni sínum,
bjuggu í húsinu meðan Mar-
grét og Stefán voru búsett í
London og voru synir Guð-
mundar og Jónu í heimsókn
hjá frænda sínum þegar eld-
ur kom upp í húsinu.
Það er heldur ekki tekið út
með sældinni að eiga stjórn-
málamenn að eiginmanni og
sonum. Margrét hefur í tím-
ans rás mátt lesa alls kyns
óhróður um syni sína og eig-
inmann í fjölmiðlum því eðli
málsins samkvæmt þá lenda
stjórnmálamenn oftar en
óbreyttur almenningur milli
tannanna á fólki. Einnig má
gera ráð fyrir að þá sé tuggið
fastar en ella.
Margrét hefur ennfremur
fylgst með Fróða, syni Finns
Torfa og Eddu Þórarinsdótt-
ur, gegnum erfið veikindi
hans. Sjálf hefur Margrét
staðið í veikindum eftir að
hafa fengið hjartaáfall og
verið lífguð við með skyndi-
hjálp. Og nú hafa þau Mar-
grét og Stefán, þegar hún er
67 ára og hann 69, ákveðið
að slíta samvistir. Skiljan-
lega hefur slík ákvörðun
mikið álag í för með sér, ekki
síst þegar 45 ára hjónaband
er haft til hliðsjónar.
„Auðvitað eru þetta tilfinn-
ingaleg átök og við eigum
bæði sök á því hvernig kom-
ið er. Ég hef eflaust verið
óþolandi oft og tíðum og fer
ekkert í launkofa með það;
ég er frekjudolla og allt það,“
segir Margrét. Ég hlæ kurt-
eislega að þessari lyndis-
einkunn sem hún gefur sér
sjálfri. Hún hlær ekki en bæt-
ir við: „Það er satt. í eðli
mínu er öryggið númer eitt,
fjölskylduöryggi og skjól.
Mér er sagt að ég sé ekta
krabbi."
Þrátt fyrir að gera mætti
ráð fyrir að Margrét hafi látið
á sjá við öll þessi ósköp þá
ber hún þessar lífsklyfjar
sínar ekki utan á sér. Hún er
grönn og fjörleg, hreyfir sig
kviklega og hefur yfir sér
hressilegt yfirbragð.
Þegar hún tekur á móti
mér stendur hún úti í garði
við hús sitt í Hafnarfirði og
gefur skipanir. Þar eru mætt-
ir siáttupiltar nokkrir saman
en Margrét hefur ráðið þá til
að slá garðinn.
„Ég er orðin svo löt við
þetta," segir hún þegar pilt-
arnir hafa fengið pistilinn
sinn. Ég spyr hvort yngsti
sonurinn, Asgeir, geti ekki
slegið blettinn. „Ásgeir!"
hrópar hún nánast, „hann er
alltaf að fljúga og hefur verið
að vinna úr námi sínu við
Tölvuháskóla Verzlunarskól-
ans þannig að hann hefur
meira en nóg á sinni könnu,"
segir Margrét. Hér hefur
yngsti sonurinn, 24 ára at-
vinnuflugmaður og kerfis-
fræðingur, verið nefndur til
sögunnar.
Margrét er mjög vingjarn-
leg í viðmóti og mér líður
eins og við höfum lengi
þekkst. Hún ber fram kynstr-
in öll af ostum og kexi, heil-
hveitihornum og kaffi. „Ertu
ekki svangur," spyr hún, „ég
er sjálf ekkert búin að borða,
var að koma heim úr sundi
núna rétt áðan." Jú, ég þigg í
gogginn. Heimili hennar er
fallegt og bjart, húsgögnin
TEXTI: JOHANN GUÐNI REYNISSON
UÓSM.: KRISTJÁN E. EINARSSON
6 VIKAN 8. TBL. 1994