Vikan


Vikan - 01.10.1994, Side 10

Vikan - 01.10.1994, Side 10
KVENSKORUNGUR Þjóöfélagið hefur tekiö örum breytingum og viöhorf og hugmyndir kvenna skipta miklu í mótun þess. Ég tel brýnt aö flokkarnir auðveldi konum ieið inn í flokksstarfið þó aö ég geri mér grein fyrir aö þaö geti reynst torvelt.“ Áttu þá til dæmis viö tilvik Jóhönnu Sigurðardóttur? „Mér finnst afleitt hvernig málum Jóhönnu er háttaö innan Alþýðuflokksins því hún er áreiöanlega einn vin- Margrét segist hafa upphaflega veriö alveg á móti því að Guómundur Árni settist í ráðherrastól. Vildi frekar hafa hann við stjórnvölinn í Hafnar- firði. Fannst þetta líka geta veriö klókindabragö hjá Jóni Baldvini, sem væri meö þessu aö reyna aö þagga nióur í honum . . . sælasti stjórnmálamaður okkar. Viö megum alls ekki missa Jóhönnu úr flokksröð- um okkar.“ FÆDD Á ÍSAFIRÐI Margrét er fædd á ísafirði árið 1927 en hún flutti þaðan þegar hún var aöeins fjög- urra mánaða. Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon útgerðarmaður, fæddur í Kálfavík í Skötu- firði, og Guðrún Guðmunds- dóttir frá Eyri í Ingólfsfirði í Strandasýslu. Hún er af miklu sjálfstæð- isfólki komin, svo miklu að faðir hennar sagðist víst hafa þurft að flýja vinstri öflin á ísafirði með útgerð sína og þess vegna hafi þau flust suður. Annars eru stjórn- málamenn töluvert fjölmenn- ur hóþur í föðurætt Margrét- ar. Þar má meðal annarra nefna Jón Baldvinsson, fyrsta formann Alþýðuflokks- ins, en þeir voru systrasynir Jón og Guðmundur, faðir Margrétar. Og meöal frænda Margrétar í þriðja og fjórða lið eru Sverrir Hermannsson bankastjóri í Landsbankan- um, Jón Baldvin utanríkis- ráðherra og Þorsteinn Páls- son sjávarútvegs- og dóms- málaráðherra. Eftir verslunarpróf frá Verzlunarskóla íslands, þar sem þau voru saman í bekk hún og verðandi lífsförunaut- ur hennar, Stefán Gunn- iaugsson, og ársstarf á verk- fræðistofu Gísla Halldórs- sonar verkfræðings fór Margrét til Svíþjóðar í hús- stjórnarskóla. Þar var hún í eitt ár en kom síðan heim aftur til íslands. Þá var Gísli Halldórsson ennfremur bú- inn að opna heildverslun með vélar og Margrét hóf störf hjá fyrirtækinu. „Það var mjög skemmtilegt því starfið var fólgið í svo mörgu; maður var gjaldkeri og bókhaldari og fór jafnvel að afgreiða á lagernum. Þá voru líka allir svo kurteisir og ég man eftir því að við þér- uðum öll hvert annað á skrif- stofunni. Fólk gerði meira að segja gys hvert að öðru með þéringum!" Á þessum árum var Stef- án úti í London að læra fag samsvarandi stjórnmála- fræði sem þá hét þjóðfélags- fræði. Sambandið milli þeirra Margrétar var með „sundur- saman-fyrirkomulaginu“ en þar kom að þau fóru saman til London. Þau bjuggu í Ex- eter fóru þangað hringtrúlof- uð. Hún var í sex mánuði úti og þau giftu sig þar árið 1949. „í Exeter bjuggum við í einu herbergi á heimili full- orðinna hjóna og ákváðum að eyða brúðkaupsnóttinni á hóteli í Exmouth, bara tvö ein úti af fyrir okkur, voða rómó. Við vorum auðvitaö með passana okkar tiltæka þegar við komum á hótelið en þar var lagt blátt bann við því að við fengjum sameiginlegt hót- elherbergi! Af því að ég var Guðmundsdóttir og hann Gunnlaugsson og algerlega útilokað að við gætum verið hjón! Þannig að við komum sneypt heim í herbergiskytr- una með síðustu lest um kvöldið. Hugsaðu þér! Það er ekki á Bretann logið," segir Margrét hiæjandi. Meðan Stefán sinnti nám- inu sótti Margrét alls konar námskeið og hafði [ alla staði mjög gaman af dvöl sinni þarna úti. Þar voru nokkrir fleiri Islendingar sem síðar urðu þjóðkunnir og má meðal annarra nefna Bald- vin Halldórsson leikara, Thor Vilhjálmsson rithöfund og Gunnar Eyjólfsson leikara. Þau komu heim til íslands í júlí 1949 og bjuggu fyrsta hálfa árið hjá foreldrum Mar- grétar í Reykjavík. Árið 1950 fluttu þau í Hafnarfjörð þegar þau fengu verkamannaíbúð en Stefán hafði skrifað sig á biðlista áður en hann fór út í námið. „Stefán var kominn á bóla- kaf í stjórnmálin alveg um leið, hafði reyndar starfað með ungum jafnaðarmönn- um lengi vel. Hann var kjör- inn í bæjarstjórn 1950 og varð bæjarstjóri 1954, þá að- eins 29 ára,“ segir Margrét. Og þá tók við erfitt tímabil að henni fannst. Eftir að Stefán var orðinn bæjarstjóri umgekkst Mar- grét fjöldann allan af fólki í tengslum við starf Stefáns. Hún hélt margar veislur heima hjá þeim og þar var linnulítill gestagangur sem oftar en ekki tengdist bæjar- stjórastarfinu. Þetta fannst henni mjög erfitt og má rekja ástæður þess til barnæsku hennar. „Þegar ég var tveggja ára veiktist mamma af berklum. Þá var hún nýbúin að fæða fimmta systkini mitt þannig að við vorum sex krakkarnir. Vegna veikinda hennar sinntu ráðskonur öllu heima og ég lokaðist einhvern veg- inn inni í sjálfri mér, varð til baka og feimin. Ég talaði sem minnst við ókunnuga og man eftir því að mamma þurfti enn að segja mér að heilsa fólki sem kom í heim- sókn þegar ég var orðin stálpuð. Samt var ég frek heima. Sagði meira að segja við kennslukonu í skólanum, eftir að hún hafði sagt að sennilega kynni ég ekki að tala, aö ég kynni að tala heima hjá mér! Síðar, þegar ég átti að fara að vera mikið innan um ókunnugt fólk í tengslum við starf Stefáns, fannst mér það mjög óþægi- legt. En það átti eftir að breytast. Hér í Hafnarfirði var svo mikil pólitík ríkjandi að ég var hreinlega litin hornauga. En láttu þetta ekki heyrast," segir Margrét hlæjandi, „Hafnfiröingar hafa nefnilega reynst mér svo Ijómandi vel," bætir hún við. Varðstu þá krati með tím- anum? „Það er saga að segja frá því. Þegar ég var um tvítugt kynntist ég gangi mála innan Sjálfstæðisflokksins en ég hafði verið í Heimdalli á ár- unum í Versló og pabbi sagði, þegar viö Stefán trú- lofuðum okkur, að hann hefði sent mig sem sjálf- stæðismann út í lífið. Það yrði bara að ráðast hvernig við ynnum úr því. En sem sagt; þarna fór ég að hugsa meira um pólitík, þessa flokka og athafnir Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks. Þetta varð til þess að ég fór að aðhyllast stefnu krat- anna. Þannig er stjórn- málaáhugi minn ekki allur frá Stefáni kominn þótt vissu- lega hafi hann haft sitt að segja. Síðan kemur í Ijós að ég er miklu meiri krati heldur en hann,“ segir Margrét, hlær dátt og segir síðan: „Er þetta ekki makalaust!" Margrót tók samt sem áð- ur ekki virkan þátt í stjórn- málastarfinu á þessum árum því nú komu börnin í heim- inn, hvert á fætur öðru, nema Ásgeir auðvitað sem kom nokkuð löngu seinna. Snjólaug er fædd ’51, Gunn- laugur '52, Guðmundur Árni ’55 og Ásgeir ’69. Finnur Torfi er hins vegar fæddur '47. Hann er alinn upp hjá móður sinni, bjó m.a. á ísa- firði en fór að sjást oftar á heimili Margrétar og Stefáns þegar hann gekk ! mennta- skóla. „Mér hefur alltaf þótt vænt um Finn og við höfum alltaf verið mjög góöir vinir. Fróði, sonur hans, hefur átt í veik- indum en hann greindist með krabbamein fyrir rúm- um fjórum árum. Þetta hefur verið erfiður tími og Fróði hefur gengist undir margar, stórar aðgerðir. Hann hefur hins vegar sýnt ótrúlegt þrek og mikinn sálarþroska og nú líður honum betur. Við bind- um öll miklar vonir við að hann sé nú að komast yfir þetta," segir Margrét. Hún lækkar mjög róminn meðan hún talar um veikindi Fróða og Ijóst er að hún tekur þau mjög nærri sér. Ég beini um- ræðunum að ööru og sting upp á pólitík því ég veit að þar er hún á heimavelli. Stjórnmál eru Margréti hugleikin. „Ég fer á fundi hjá flokksfélaginu og er í kvenfé- laginu en er ekki beinlínis virk í starfinu. Áður fyrr sá 1 0 VIKAN 9. TBL. 1994

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.