Vikan


Vikan - 01.10.1994, Side 14

Vikan - 01.10.1994, Side 14
MYNDLIST fólkið. Og hún naut þess. Þessi kennsla mín í skólan- um olli töluverðu fjaðrafoki, deilum og andúð. Það fann ég mjög sterkt. Það var þó ekki eins og þetta væri stöð- ugt stríð eða einhver illska heldur varð ég var við stöð- uga spennu. íslendingar eru ekkert lokaðri en aðrar þjóðir fyrlr nýmælum og einhverju sem er svona ferskt og kraft- mikið. Hitt er annað að þjóð- félagið þrífst og blífur á ákveðinni íhaldssemi. Ann- ars færi þetta allt um koll.“ Magnús flutti út árið 1982 þótt hann hafi dvalið hér á landi af og til. „Um það leyti sem ég flutti út var mikið rætt um nýlistadeildina. Ekki það að ég fyndi hjá mér neina þörf til að flýja. Það var ekkert svoleiðis. Mig langaði alltaf til að komast í burtu. Þegar fjölskylduað- stæður leyfðu fór ég að kenna úti í Hollandi. Ég var kannski í hálft ár úti og hálft ár hér. Síðan kenndi ég í Noregi og stakar annir kenndi ég hér á landi. Ég fór svo til Danmerkur og flutti mig síðan til Englands þar sem ég er búinn að búa síð- astliðin 7 ár. Ég er þó alltaf sína eða eina af listgreinun- um,“ segir Magnús. Hann þarf að hafa gaman af að vera með fólkinu sem hann telur sig vera að kenna. Hann þarf að vera samrýmd- ur því og vinna með því frek- ar en að segja því hvernig það eigi að framkvæma hlut- ina. Því það veit hann í raun- inni ekki sjálfur. Kennari er eiginlega betri í að kenna það sem hann kann ekki sjálfur heldur en það sem hann kann vegna þess að hann þarf að læra það sjálfur um leið. Hann þarf að hugsa meira um það og vera klárari á því sem hann er að segja. Hann þarf að skilgreina meira fyrir sjálfum sér það sem hann er að segja nem- endunum heldur en sá sem kann þetta nákvæmlega og gerir þetta af vana. Það er meiri spenna sem fylgir því að kenna það sem maður kann ekki vegna þess að maður er síspenntur sjálfur og kannski bara hænufeti á undan nemendunum. Og það er ákaflega gott.“ Magnús er á þeirri skoðun að ekki þurfi allir listamenn að vera skólagengnir og með próf upp á vasann í strönd. með annan fótinn á íslandi Myndverk 0g er með lögheimili hér. Nú- frá 1976. veranc|j |<onan mín er ensk og aðstæðurnar eru þannig að það er hentugra fyrir okk- ur að vera þar. Þó er það alltaf dálítið á vogarskálun- um hvort það væri kannski ekki ágætt að búa á íslandi." KENNSLAN ER LISTGREIN Magnús segir að þegar vel tekst til gefi kennslan honum það sama og þegar hann málar mynd, gerir skúlptúr eða framkvæmir gjörning. Hvernig finnst hon- um að góður kennari eigi að vera? „Hann þarf að líta á kennsluna sem listgreinina þeirri grein sem þeir vinna í. „Sumir eru betur komnir ef þeir hafa aldrei verið í skóla. Skólar geta verið stórhættu- legir og eru það í mörgum til- fellum. Þeir geta skemmt fólk og lamið inn í það við- horfum sem eru röng. Ég lærði leikmyndateiknun og það var mín listskólaganga. Svoleiðis að sem myndlista- maður er ég sjálfmenntaður. Ég lærði teikningu, lærði að búa til leikmyndir, mála og fara með liti í þeim tilgangi að setja þá á leiksvið. Þetta var ágætis þjálfun en bein list- þjálfun var það ekki. Þannig að ég komst óskaddaður út úr skóla eða að minnsta kosti lítið skaddaður.“ LISTAVERK ÚR HUÓÐI „Þessi verk, sem ég er að gera núna, kalla ég radd- skúlptúra. Röddin hefur fjöl- þætta möguleika. Hún hefur bæði merkingu orðanna og setninganna og svo hefur hún „tónalitetið" og rytma. Svoleiðis að hún hefur ákaf- lega marga eiginleika og er miklu ríkari heldur en litur í pensli eða á fleti. Ég hef í seinni tið fengist mikið við rytma, tónfall og tónhæð. Flest það sem er í músik. Ég reyni að nota mér það án þess að gera það að músik þannig að textinn hafi ákveðna eiginleika tónlistar án þess að vera tónlist. Það er ákaflega mjótt á munun- um á milli söngs og talaðs máls en ég reyni alltaf að vera þeim megin við „grens- una“ þannig að textinn sé alltaf talaður en ekki sung- inn. Ég geri auk þess um- hverfi úr röddum. Töluðum textum. Þeir hafa oft og tíð- um ekki „lógíska" meiningu heldur eitthvað annað tákn tungumálsins. Þeir hafa mál- farslega merkingu, músík- alska merkingu og skúlptúr- merkingu. Og formræna merkingu þegar mér tekst vel upp. Hljóð skapar í hug- skotinu hljóð, lit og lögun og það er hægt að heyra í hug- skotinu hljóð í ákveðnu formi. Maður horfir á bjarg sem hefur ákveðinn hljóm í sér sem maður skynjar frek- ar en heyrir. Ég hef einu sinni séð á leiksviði bjarg sem var búið til með því að hlaða upp leikurum sem gáfu frá sér ákveðið suð sem sagði alveg nákvæm- lega um hljóðið sem býr f því; sóninn sem ómar inni í höfðinu án þess að fara f gegnum eyrun." Magnús vinnur mikið með íslenskt tungumál og mikill hluti verkanna er fluttur hér á landi. „í Englandi vill enginn hlusta á íslensku," segir hann. „Stundum hef ég þýtt verk yfir á önnur mál og ég hef verið með sýningar á Norðurlöndunum og í Hol- landi. En það er að verða sí- fellt erfiðara vegna þess að eftir því sem ég þróa þetta með mér, læri á þetta, því bundnari verð ég því tungu- máli sem ég vinn í. Því tungumáli sem ég kann og heyri inni í mér. Þetta er eins með alla sem vinna með tungumál. Þeir hljóta að fara sífellt dýpra í sitt eigið mál eða það mál sem þeir hafa tileinkað sér. En ég kann í rauninni ekkert annað tungu- mál en íslensku þó ég sé kjaftandi á ensku, þýsku og á norðurlandamálum.“ FORM HLJÓDSINS „Ég hef gert skúlptúr af ópi,“ segir Magnús. „Ég hef gert skúlptúr af konsert eftir Chopin og óg hef gert skúlptúr af poppkonsert. Ég spilaði tónlistina í herbergi sem ég fyllti svo af gifsi. Ég hef blásið í lúður inn í skó- kassa og gert skúlptúr af hljóðinu með því að fylla bæði lúðurinn og skókass- ann af gifsi. Ef æpt er inn í skókassa fyllist skókassinn af ópinu. Þá hefur það form skókassans. Hljóðið er eins og allt annað. Það er hægt að fylla herbergi með möl eða ull alveg eins og hægt er að fylla það með hljóði. Það er hægt að hljóðein- angra herbergi og fylla það með hávaða sem fer ekkert út fyrir það og hávaðinn fær þá form herbergisins. Hljóð- skúlptúrarnir mínir eru yfir- leitt þannig að fólk fer inn í þá og hljóðið kemur úr öllum áttum úr hátölurum eða frá fólki sem gefur frá sér hljóð. Mér finnst að hljóð sé alltaf mynd. Hljóð hefur blæ og þá er ákaflega stutt yfir í lit. Eða það hefur eitthvert form; hart form eða mjúkt, horn, boga og bylgjur. Að þessu leyti er hljóð mynd. Bara með því að kalia hljóðskúlptúra myndlist verða þeir myndlist. Með verkunum er ég að reyna að koma nýju viðhorfi og nýrri tilfinningu á framfæri. Ég reyni að benda á eithvað sem er, án þess að menn hafi kannski komið auga á það eða getað höndlað það.“ Ástæðu þess að Magnús fór út í gerð hljóðskúlptúra segir hann vera þá að hann hafi verið búinn að nota til- finninguna af hljóði mikið í skúlptúrum. „Það lá eigin- lega beint við að fara að nota hljóðið sjálft fyrir utan það að það er ákaflega „praktískt". Sérstaklega fyrir þann sem er alltaf á flakki á milli landa. Hann þarf þá ekki að drösla á eftir sér stórum og þungum skúlptúr- um heldur þarf hann einung- is að vera með litla kassettu í hliðartöskunni sinni.“ 14 VIKAN 9. TBL. 1994

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.