Vikan


Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 23

Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 23
Meö kærastanum, Ingólfi Má Ingólfssyni. í Fordkeppninni Supermodel of the World í Los Angeles 1991 Fermingarmyndin. tíma að hún gaf fimleikana upp á bátinn og fór í jass- ballett. ALLTAF FÍN OG ALLTAF SKEMMTILEG Heimshornaflakkinu var ekki lokið því Guðrún tók að sér starf sem barnafarar- stjóri á Mallorca í fjögur ár. Börnin hennar nutu góðs af og voru þar „í eiiífu sumar- fríi,“ eftir því sem Guðrún segir. „Ég sakna þess,“ segir Birna, en Guðrún hætti sem fararstjóri þegar yngsta barnið kom til sögunnar. „Ég þurfti alltaf að vera til taks og alltaf fín og alltaf skemmti- leg,“ segir hún. „Það er bara eins og að vera fyrirsæta, mamma, eða fegurðardrottn- ing,“ segir Birna. Birna á 14 ára bróður, Gísla Baldur, og fimm ára systur, Rögnu Björk. „Þau eru ægilega góð systkini, al- veg óeðlilega góð,“ segir Guðrún um eldri börnin sín. „Þau rífast aldrei og eiga mjög auðvelt með að faðma hvort annað.“ Gísli Baldur vikur vart frá hlið systur sinn- ar meðan við stöndum við og það er augljóst að öll fjöl- skyldan er mjög samrýmd. Foreldrar Birnu segja hana sérlega trygglynda og vin vina sinna. Bragi segir eldri dóttur sína skapstóra og þrjóska en Birna neitar því alfarið. „Svolitið þver á vissu skeiði," segir Guðrún. Fyrsta sumarvinnan var hjá Sóma-samlokum og Birna hefur haldið áfram að vinna fyrir það fyrirtæki, í sjoppu í Hafnarfirði og á bensínstöð í Kópavogi. Þar hefur Birna unnið í mörg ár með skólanum og móðir hennar segir atvinnurekend- ur keppast um að hafa hana í vinnu enda sé hún hörku- dugleg. LÍF EFTIR FEGURÐAR- SAMKEPPNIR Birna var sextán ára þeg- ar hún vann Ford-fyrirsætu- keppnina en sfðan hefur hún starfað sem fyrirsæta á Ítalíu, í Austurríki og Japan. Birna var í Mílanó síðastlið- ið sumar og segist ekki ætla sér aftur út sem fyrirsæta! „Þessi heimur á ekki nógu vel við mig,“ segir hún. „Mér finnst fínt að hafa látið reyna á þetta, ég er reynsl- unni ríkari og maður hefur gott af að standa á eigin fót- um. Ég fékk tækifæri til að kynnast fyrirsætustörfunum, sem er gott, því annars hefði ég kannski séð þau í hillingum. Á móti kemur að ég er rosalega léleg í að snobba fyrir fólki og þetta er rosalega spilltur heimur og erfiður. Ferðalögin eru skemmtilegi hlutinn af fyrir- sætustörfunum en ég fæ samt alltaf svo mikla heim- þrá.“ Guðrún skýtur inn í að hún haldi að heimþráin sé einmitt lóðið. Fyrir utan hlýl- ega fjölskyldu á Birna kær- asta, Ingólf Má Ingólfsson. Ingólfur er samskóla Birnu og ári eldri og er því sjálfur að Ijúka stúdentsprófi um þessar mundir. Birnu langar í auglýsinga- sálfræði og segist halda að hún eigi ágætlega við sig. „Auk þess gæti ég hugsað mér gullsmíði eða annað nytjalistnám. Mér finnst óspennandi tilhugsun að vera listamaður og verða ekki rík eða viðurkennd fyrr en eftir minn dag. Ég er þó ekki búin að taka endanlega ákvörðun um framhaldsnám en veit að ég ætla að læra meira," segir Birna. Svo dregur hún úr því að fyrir- sætustörfin séu komin á hill- una. „Ef ég fer út að læra kemur til greina að starfa við fyrirsætustörf með skólanum til að afla mér vasapeninga en ég nenni ekki að leggja fyrirsætustörf fyrir mig sem aðalstarf. Aðalatriðið núna er að Ijúka skólanum. Það er til líf eftir fegurðarsamkeppn- ir,“ segir nýkjörin ungfrú Norðurlönd. □ Vfl * mm >n VtJ Trim-form FRfi kr. vtl 6000 STGR. Fótmijrtin? - kr. I800 - Handmvrtin? - kr. I800 - Plokkun - kr. 350 Litun - kr. 700 - flndlitsbað - kr. Z900 - Húðhramun - kr. 1850 íflaska-meðferð - kr. 1950 Líkammudd - kr. 2290 Vaxmeðferð - kr. 700 - Förðun - kr. I900 - Lit?ranin? - kr. 5000 - Smirtinámskeið - kr. 2.500 Silkine?lur - kr. 5300 - Göt í eyru — kr. 400 S ■ N ■ Y R ■ T ■ 1 ■ S ■ T HRAUNBÆ 102 SÍMI 879310 y/ 0 ■ F ■ A 9. TBL. 1994 VIKAN 23 UNGFRU NORÐURLOND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.