Vikan


Vikan - 01.10.1994, Side 33

Vikan - 01.10.1994, Side 33
byrjað að plægja jörðina og sá fræjum.“ Fyrir 17 árum var stríð í Eþíópíu og þegar Björn var á svæðinu hitti hann fyrir flóttamenn sem höfðu búið í flóttamannabúðum í Sómal- íu í 17 ár en voru komnir aft- ur til ættjarðarinnar. „Þegar einhver hefur búið í flótta- mannabúðum í 17 ár er hann vanur að fá sinn matar- skammt," segir Björn. „Hann fær kennslu, kannski ein- hverja peninga og getur unnið hjá þeim samtökum sem eru með búðirnar. Með þessu er fólk gert ósjálf- bjarga. Eitt mesta vandamál- ið var að flóttamennirnir sögðust ekki vilja gera hitt og þetta vegna þess að við ættum að hjálpa þeim. Þeir væru jú flóttamenn. Það þurfti að koma þeim í skiln- ing um að þeir væru ekki lengur flóttamenn og væru komnir aftur til landsins síns. Við sögðumst ætla að hjálpa þeim á meðan þeir væru að yrkja jörðina og létum þá fá verkfæri og fræ. Sumir hóp- arnir neituðu jafnvel að taka á móti fræjum og verkfær- um.“ Þegar á leið fóru þó all- ir að vinna og þegar Björn fór var fólk farið að geta bjargað sér sjálft. BREYTT STAÐA KONUNNAR „Á keisaratímanum átti konan í Eþíópíu að vera hrein mey þegar hún giftist, þegar marxistastjórnin var við völd var allt í lagi að hún væri það ekki en núna átti hún að vera ófrísk," segir Björn og bætir við að þetta sé nú bara brandari. „Þetta sýnir hvað viðhorfin hafa breyst. En konur giftast flestar á aldrinum 15 - 20 ára og þær eiga helst að vera hreinar meyjar. Það gerir það að verkum að ef stelpa hefur verið svo óheppin að eignast barn þá stendur hún mjög illa í gift- ingarmálunum. Það þarf ekki endilega að vera barn einhvers annars manns. Ég man eftir stúlku sem byrjaði að vera með strák þegar hún var 17 ára og þegar hún var tvítug eignuðust þau barn. En fjölskylda barnsföðurins sagði að hann gæti ekki kvænst þessari stúlku þar sem hún ætti barn. í Eþíópíu fyrirfinnast svo- kallaðar „barstúlkur'* sem sumar hverjar hafa misst foreldra sína og verða ein- hvern veginn að bjarga sér og þá er oft eina leiðin að vinna á bar. í gegnum starf- ið eiga þær yfirleitt mögu- leika á að fá húsnæði og mat en til þess að fá pening verða þær að selja sig enda er ætlast til þess að þær fari með kúnnunum heim óski þeir þess. Þetta er ein al- gengasta aðferð konunnar til að afla tekna þegar hún á ekki fjölskyldu og er lítið menntuð. Ég hitti stelpu sem vann á bar og átti barn í lausaleik. Hún sagði mér að fjölskyldan hefði sagst ætla að sjá um barnið en að hún yrði að vinna sér inn peninga til að senda þeim.“ REYNT AÐ HEFTA ÚTBREIÐSLU EYÐNI Björn segir að í Eþíópíu hafi mikið verið gert til að reyna að hindra útbreiðslu eyðni. „Á meðan óg var þarna gerðist það að smokk- um var dreift og séð um að þeir væru alls staðar. Fólk vissi um hættuna og ég held að þetta hafi verið eins og hér; sumir vilja nota smokk- inn en aðrir ekki. Ég hitti mann sem var um 35 ára og þrír af vinum hans úr háskól- anum höfðu látist úr eyðni. Eins og hér á landi eru auglýsingar notaðar til að hvetja fólk til umhugsunar um vágestinn og ég man eft- ir því að á „eyðnideginum", sem er rétt fyrir jól, var auglýsingaherferð í gangi. Þegar ég sá barstúlkurnar hugsaði ég með mér að það yrði eins og að spila rússn- eska rúllettu að sofa hjá einni slíkri. Ég veit ekki ná- kvæman fjölda eyðnismit- aðra en sjúkdómurinn er ekki eins útbreiddur og í Kenía en hann er þó að breiðast út. Og eins og á mörgum öðrum stöðum virð- ist sjúkdómurinn breiðast hraðast út á meðal mennta- manna eða þeirra sem ferð- ast mikið." □ ■ „Það var grátlegt að sjá börn sem voru með einkenni van- næringar, stóran maga og mjóa hand- leggi." ■ „Eitt versta vanda- málið var að flótta- mennirnir vildu ekki gera hitt og þetta vegna þess að þeir sögðu að við settum að hjálpa þeim." ■ Fjölskylda barns- föðurs stúlkunnar sagði að hann gseti ekki kvænst henni vegna þess að hún ætti barn. ■ „Þeir sem urðu verst úti voru þeir sem höfðu tapað öll- um sínum húsdýrum í ættbálkastríðum." 9. TBl. 1994 VIKAN 33 HJÁLPARSTARF

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.