Vikan - 01.10.1994, Page 37
undurfögrum stað og sá lít-
inn bláan fugl flögra á milli
grænna greina í fögrum
skógi. Ég þóttist viss um að
nú kæmi lítill drengur í heim-
inn en daginn, sem Pálmar
var jarðsunginn, birtist á for-
sfðu Morgunblaðsins mynd
af litlum fugli á grein og var
blámi himinsins allt um
kring.“
En þótt sorgin hafi vitjað
þeirra láta þau hana ekki
ráða ríkjum og í veikindum
Pálmars sýndu fjölskyldan
og vinirnir hvað í þeim bjó.
Tolli, vinur Pálmars, færði
honum stórt málverk sem
var honum augnayndi síð-
ustu stundirnar. Þegar Matta
vildi þakka honum fyrir mál-
verkið svaraði Tolli glað-
hlakkalega: „Hvað munar
kartöflubóndann um tvö kíló
af kartöflum." En engu að
síður voru Matta og Ingimar
honum innilega þakklát.
„Ég hugsa um Pálmar á
hverjum degi. Minnist þess
hvað hann var góðgjarn
maður og einnig man ég
fyndnu atvikin eins og til
dæmis þegar fyrstu Ástralíu-
ferðinni okkar var að Ijúka.
Eitt af síðustu kvöldunum
vorum við stödd á Ítalíu og
settumst enn einu sinni við
borð á hótelinu okkar til að
þanta okkur kvöldverð. Þá
gerðist það að Pálmar stóð
upp frá borðinu og sagði:
„Ég er farinn upp að sofa.
Þetta gengur ekki lengur, við
verðum að spara."
Matta rifjar upp liðnar
stundir í faðmi fjölskyldunn-
ar. „Allt getur gengið vel ef
haldið er utan um verðmætin
sín en þau tel ég vera heim-
ilið, fjölskylduna og góða
vini. Ég hef verið svo heppin.
Ég vann í Leiklistarskóla ís-
lands um fjögurra ára skeið
fyrir nokkrum árum. Þessi
tími var mér svo mikils virði
og ef hægt er að tala um að
þroskast á mínum aldri þá
gerði ég það þarna, með
þessu einstaka fólki. Bæði
kennarar og nemendur
höfðu svo mikil áhrif á mig,
glöddu svo hjarta mitt.“
Gistiheimili þeirra Möttu
og Ingimars er eitt af vinsæl-
ustu heimagistingum í
Reykjavík og þegar þeir,
sem búa neðar í götunni, sjá
glaðlega útlendinga ganga
fram hjá er vitað mál að þar
fara gestir þeirra hjóna. Það
er ekki aðeins að þau vinni
við þetta allan ársins hring
heldur er þetta lífsstíll sem
þau hafa tileinkað sér. Að
veita af rausn og opna heim-
ili sitt fyrir þeim sem koma
hingað að skoða landið og
dvelja hér um lengri eða
skemmri tíma. Þau hjónin
sinna gestum sínum af
áhuga og finnst allir vera
sérstakir og láta þá finna
það á margvíslegan hátt.
Ýmis tungumál eru töluð í
eldhúsinu, ásamt fingramáli,
handapati og ýmsum skrif-
uðum táknum. Allir skilja
hver annan nægilega vel og
mikið er hlegið.
„Já, það hefur margt verið
brallað hér á Bugðulæk 13.
„Brúðarsvítan" er skreytt ef
einhver eyðir hveitibrauðs-
dögunum hérna og við höf-
um mjög gaman af að halda
upp á hátíðardaga og gera
okkur tilefni til að gleðjast og
eru ótal tækifæri til þess sem
við notum ósþart, höldum
t.d. Þorrablót svo að eitthvað
sé nefnt.
Blm. Vikunnar á auðvelt
með að skilja þetta því það
er alltaf eins og að það sé
hátíð á Bugðulæknum og er
blm. kominn með matarást á
Möttu eftir nokkrar heim-
sóknir til hennar. Gestir
ganga þar um eins og heima
hjá sér. Sumir eru í mat,
sumir ekki. Norskur dýra-
læknir spjallar góða stund
við blm. og húsráðendur en
gefur sér einnig tíma til að
leika við dóttursyni þeirra
tvo. Svo eru teknar myndir af
„strákunum" og þær sendar
síðar til Noregs með kærri
kveðju frá íslandi.
Matta og Ingimar standa í
garðinum á Bugðulæk 13.
Þau hugsa hlýlega til ná-
granna sinna allra í gegnum
árin, ekki síst þeirra Þor-
steins Gíslasonar og Ólínu
Benediktsdóttur og þakka
samveruna. Matta segist
elska mannlífið, það sé það
skemmtilegasta sem til sé
og þegar á móti blási þá vegi
alltaf eitthvað upp það sem
miður fer, alltaf komi eitthvað
í staðinn fyrir það sem glat-
ast.
„Ég á yndislega tengda-
dóttur Hildi og lítinn sonar-
son. Lífið heldur áfram og
kemur okkur sífellt á óvart,
þannig á það að vera .“
Það er sumar og það
glamþar á augu barnanna
og eins og Matta segir svo
oft: „Alls staðar skein sól-
in.“ □
Þroskaöa söngkonan meö
barnslegu röddina. Rosa
Ponselle var einstök. Plötur
frá Nimbus-útgáfunni fást í
Japis.
VAR
ROSA
PONSELLE?
TEXTI: ÓLAFUR SIGURÐSSON
Það er illa farið með
góðan söngvara ef
hann neyðist til að
syngja alltaf sömu verkin á
sama stað og fær aðeins að
taka upp hjá einu hljóm-
plötufyrirtæki sem ræður allt-
af öllu.
Þetta kom fyrir hana Rosu
Ponselle (1897-1981) sem
söng þó svo ótrúlega vel að
gagnrýnendur máttu hafa sig
alla við að verða ekki of
væmnir í dómum sínum um
frammistöðu hennar. Hún
var hinn sanni næturgali
sem fékk fólk til að gleyma
stund og stað.
Hún átti stuttan feril, fékk
oftar en ekki ómerkileg hlut-
verk og hætti svo að syngja
opinberlega þegar henni
fannst þetta ekki lengur
ómaksins vert. Síðan hafa
margir harmað þann missi.
Ferill hennar var á engan
hátt venjulegur, hvorki hvern-
ig hann byrjaði né hvernig
hann endaði. Hún byrjaði 15
ára að syngja undir í fyrstu
kvikmyndahúsunum, á tímum
þöglu myndanna. Þegar hún
var nýorðin 21 árs dró systir
hennar hana með i söng-
kennslu vorið 1918. Þá um
haustið kom Enrico Caruso
(mesti söngvari þeirri tíma)
og heyrði hana syngja. Hann
dreif Rosu til Metropolitan
óperunnar þar sem hún var
strax ráðin og söng mjög erfitt
hlutverk með Caruso sjálfum.
Það var ekki að því að spyrja,
fagnaðarlætin keyrðu um
þverbak og þannig varð það
á hverri sýningu eftir það.
Columbia plötufyrirtækið
samdi við hana um plötuút-
gáfu og fór fyrsta upptakan
fram innan þriggja vikna frá
frumraun hennar á Metropol-
itan. Þar með var útséð um
að tekin yrði upp söngur
hennar og Carusos, þar sem
hann var samningsbundinn
öðru plötufyrirtæki.
Raddblær hennar þótti
svo ríkulegur að fólk fékk
gæsahúð við að hlusta á
söng hennar. Hin heims-
fræga prima donna Geraldin
Farrar skrifaði eitt sinn:
„Þegar rætt er um söngvara,
ber að taka Caruso og Rosu
til hliðar og þá er hægt að
byrja.“ Maria Callas heilsaði
Rosu sem „mesta söngvara
okkar allra.“ Pavarotti sagði
hana að hún væri „Drottning
söngdrottninganna".
Stuttu áður en Puccini dó
söng Rosa fyrir hann á
heimili hans á Ítalíu. Að söng
hennar loknum á einni aríu
úr Toscu hélt Puccini um
höfuð sér og sagði hljóð-
lega: „Ef ég hefði aðeins
heyrt í þér fyrr.“ Samt fékk
Rosa aldrei að syngja verk
eftir Puccini hjá Metrapolitan
óperunni og þegar hún eitt
sinn fékk ekki hlutverk, sem
hún óskaði eftir hjá stjórn-
anda Metrapolitan, sagði
hún við aðstoðarstúlku sína
eftir flutning á Carmen að
hún færi aldrei framar á svið.
Þá var Rosa 40 ára, árið
1937.
Með útgáfu geislaplötu á
söng Rosu hefur Nimbus fyr-
irtækið gert almenningi
mögulegt að hlusta á hana
að nýju.
Mörgum þykir sjálfsagt
truflandi að þurfa að hlusta á
lágt suð og aðrar truflanir af
gömlu plötunum en það
gleymist fljótt við hlustunina
og þá koma töfrar söngsins í
Ijós. Hafa þá margir fundið
að þarna væri einhver mesta
söngkona þessarar aldar að
syngja, Rosa Ponselle. □
9. TBL. 1994 VIKAN 37
SONGLIST