Vikan


Vikan - 01.10.1994, Page 39

Vikan - 01.10.1994, Page 39
FYRIR MAKAVALI Fulloröin, þroskuö mann- eskja á að vera fær um að þiggja góöar ráðleggingar, en hafna slæmum með bros á vör. En þegar sá, sem ráð- in gefur, er óvart mamma þín er hætt við að viðbrögðin brenglist dálítið. Því að þótt flestir eigi auðvelt með að vera ósammála vinum, sam- starfsfólki eða mökum án þess að illa fari viljum við helst alltaf vera sammála pabba og mömmu. Þrýstingur frá foreldrum og umhverfi getur birst á margan hátt og það getur verið erfitt að vinna gegn honum. En hver er raun- veruleg ástæða þess að þú hefur valið þér væntanlegan lífsförunaut? Hún ætti alla- vegana ekki að vera ein af þessum fimm: 1. Hann fellur vel inn í fjölskylduna. Mamma þín kann að hafa rétt fyrir sér að nokkru leyti þegar hún segir alvarleg í bragði: „Lík börn leika best, væna rnínl" Oft getur svipaður bakgrunnur (trúarlegur, félagslegur og svo framvegis) styrkt sam- bandið og minnkað Ifkur á að upp úr slitni. En við löð- umst líka oft að einhverjum sem er ólíkur okkur sjálfum- og oft eru ólíkindin mest á yfirborðinu. Þó svo að þú komir úr fjölskyldu þar sem matarborðið minnir á fugla- bjarg og hurðirnar rétt hanga á hjörunum eftir systkinaerj- ur liðinna ára þarf ekkert að vera að því að velja hæglát- an, fámálugan maka. Og sterk þörf fyrir maka sem „passar" inn í heildarmynd- ina getur verið merki um veika sjálfsmynd þína og óeðlilega hræðslu við að skera þig úr. 2. Þú getur notað hann til að sanna sjálfstæði þitt. Ástarsambönd verða mörg- um konum aðferð til að festa sjálfar sig í sessi sem full- orðnar, sjálfstæðar mann- eskjur sem taka eigin ákvarðanir. Þannig getur val á maka orðið vopn í ein- hvers konar baráttu (oft ímyndaðri) gegn fjölskyld- unni. En það er ósanngjarnt gagnvart öllum aðilum. „Al- máttugur, ímyndaðu þér svipinn á gamla settinu þeg- ar ég segi þeim að Jói sé at- vinnulaus og mamma hans skúringakona. . .!“ í fyrsta lagi geturðu verið að van- meta foreldra þína stórlega og í öðru lagi getur verið að Jói hafi í reynd minnst lítið við sig - nema sem tæki í sjálfstæðisbaráttu þinni. 3. Hann getur „séð fyrir þér“ svo foreldrunum líki. Foreldrar, sem eru vel stæðir og hafa getað búið vel að börnum sínum, eiga oft erfitt með að sætta sig við að þau þurfi að basla eitthvað fyrstu árin ef makinn er ekki í vel launuðu starfi. Þetta er eðli- leg umhyggja en getur orðið að vandamáli því oft missa þau sjónar á því hvað raun- verulega skiptir þig máli í sambandinu. Oft eru foreldr- ar ómeðvitað að leita að manni sem getur tekið við ábyrgðinni á dótturinni af þeim, líka fjárhagslega, og fyllast skelfingu við tilhugs- unina um fjárhagslegt óör- yggi. Þá er það þitt að gera þeim Ijóst að ást og tilfinn- ingalegt öryggi skipti þig meiru en eyðslufé og að láta þau ekki beina þér í áttir sem þú vilt ekki fara. 4. Hann getur uppfyllt þarfir foreldra þinna. Þó að fæstir foreldrar viðurkenni það leynist oft með þeim sú von að börn þeirra taki þeirra þarfir með í reikninginn þeg- ar maki er valinn. Þetta á einkum við um roskna for- eldra sem hafa ótrygga líf- eyrisafkomu og gætu ómeð- vitað þrýst á dótturina að velja sér vel efnaðan mann, sem gæti séð fyrir þeim í ell- inni. Og suma foreldra, sem ekki hafa eignast son, dreymir innst inni um að verða sér úti um einn slíkan gegnum dótturina. Hér skipt- ir mestu að yfirfæra ekki smám saman þarfir foreldra þinna sem þínar eigin. 5. Hann er fjölskyldu- maður og vill eignast mörg börn. Flestir foreldrar vilja fyrir alla muni eignast barna- börn og það sem fyrst svo að þeir geti átt sem flest ár með þeim. Foreldrar okkar eru yfirleitt mun meðvitaðri um eigin dauðleika en við sjálf sem eigum lífið fram- undan og finnst ekkert liggja á. Kona, sem orðin er þrítug og enn ógift, getur því orðið fyrir gríðarlegum þrýstingi frá fjölskyldu sinni, allt að því marki að þau ýti henni út í samband við einhvern sem vill stofna fjölskyldu en á kannski ekkert sameiginlegt með henni. Svo er líka til í dæminu að foreldrarnir bregðist hinir verstu við ein- hverjum sem er fullkominn að flestu leyti nema því að hann vill ekki barna dótturina umsvifalaust. Það er líklega af sömu ástæðu sem margir foreldrar þrýsta á dætur sín- ar að giftast fremur en að vera í sambúð. Það skiptir miklu að vera meðvituð um þessa þörf foreldra þinna og skilja hana. Gott gæti verð að ræða þetta við þau og hreinsa þannig loftið og úti- loka falskar forsendur. Það á við um allar ofan- greindar ástæður að hættan á makavali á röngum for- sendum vegna þrýstings frá foreldrum liggur í ómeðvit- aðri sannfæringu okkar um að pabbi og mamma viti allt. Þannig var það þegar við vorum börn og mörgum veit- ist erfitt að hrista af sér þessa sannfæringu. En ef við getum ekki litið á foreldra okkar sem breyskar, duttl- ungafullar en sjálfstæðar manneskjur getum við varla búist við því af þeim að þau virði okkar skoðanir og til- finningar. Samband barns og foreldris þarf að geta þró- ast eðliiega, frá því að barn- ið er algerlega háð velvilja, handleiðslu og umhyggju foreldrisins til þess að þau komi fram við hvort annað á jafnréttisgrundvelli. Fyrir marga er þetta erfið þróun því að í henni felst um leið aðskilnaður við áhyggjulaus- an heim bernskunnar en hún er samt sem áður nauðsyn- legur hluti af því að verða fullorðnar, heilbrigðar mann- eskjur. □ 9. TBL. 1994 VIKAN 39 MAKAVAL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.