Vikan


Vikan - 01.10.1994, Side 50

Vikan - 01.10.1994, Side 50
F E RÐ AMAN N ASTAÐIR Friösæld og frítt ferða- mannafar. En þarna viö ströndina ríkti svo sannarlega ekki friö- semd er sjó- ræningjana bar aö garöi. þeir reynt að afsaka sitt eigið þrælahald. Nafnið Vestur-lndíur (til aðgreiningar frá Austur-lndí- um) er tilkomið vegna þess að Kólumbus á að hafa talið sig vera undan ströndum Indlands. Tilgangurinn með ferðinni í vesturátt var að komast í kryddlöndin í austri. Á þeim tíma var vitað að jörðin var hnöttótt. Landnám hófst með ferð Kólumbusar 1494 en hann fór fjórar ferðir. Þeir flutti með sér sykurreyr og kvikfé. Reyrsykurinn þreifst vel á Hispaniola og fljótlega sáust þar myllur og sykurekrur. Á öðrum eyjum, svo sem Kúbu, varð sykur- framleiðsla mjög þýðingar- mikil (Sykureyjarnar). Náma- gröftur varð og mikilvægur. Spánverja þyrsti í gull og innfæddir voru nýttir gegnd- arlaust sem þrælar í námun- um og á ekrunum. Indíánar, sem sóttir voru til Bahamaeyja, hrundu niður vegna illrar meðferðar og sömuleiðis Indíánarnir á Hispaniola er síðar var lengi kallað Haiti. Þeir höfðu ekki náttúrulega vörn gegn sjúk- dómum hvíta mannsins þannig að víða á eyjunum varð útrýming frumbyggj- anna alger. Hvíti maðurinn þoldi alls ekki að vinna við slík skilyrði sem ætluð voru innfæddum þannig að brátt fór að skorta vinnuafl. Karl V Spánarkonungur gaf gæð- ingum sínum á Hispaniola (1518) leyfi til þess að flytja inn fjögur þúsund þræla frá Afríku. Um þriggja og hálfrar ald- ar skeið voru þrælaskip stanslaust í förum milli Afríku og Vestur-lndía. Líklega hefði ekki verið gerlegt að nýta þessar nýlendur hefði ekki komið til vinnuafl hins svarta manns. Talið er að meira en fimmtán milljónir manna hafi verið fluttar frá Vestur-Afríku til eyjanna í Karíbahafi. Sagt er að á nokkrum áratugum hafi meirihluta Arawak-fólksins verið útrýmt en Karíbar börðust með boga og örvum gegn fallbyssum og brynju- klæddum riddurum. Fleiri en Spánverjar stunduðu þessa óhugnanlegu iðju sem var óhemju ábatasöm. Frakkar, Englendingar, Hollendingar og Rortúgalir voru mjög stór- tækir og urðu oft uppvísir að ótrúlegri grimmd. Þetta er einn Ijótasti kaflinn í sögu mannkyns, meðferðin á Indí- ánum og svarta fólkinu frá Afríku. Ekki má gleyma því að á meðal hvítra innflytjenda var líka dugmikið og heiðarlegt fólk, sannir mannvinir og eru slíkir eiginleikar áberandi í trú og menningu fólksins sem byggir eyjarnar núna. Spánverjar sátu lengi einir að landvinningum í Karíba- hafi. Þó höfðu frönsk og ensk skip ráðist á fleytur spænskra á hafinu. Fyrst 1527 sást enskt skip fyrir ut- an Santo Domingo. Fljótlega fór svo að bera á skipum á svæðinu. Smyglarar vildu skipta á þrælum og tóbaki og skinnum. Frances Drake, enski sæfarinn, fór þrjár ferðir til Vestur-lndía og réðst á spænsk skip og bæi. Hann rændi Cartacena 1586. „Loftið og hafið er öll- um frjálsf, er haft eftir Elísa- betu I enda er talið að ráns- ferðirnar hafa verið í þökk drottningar - ef krúnan fékk sinn skerf af ránsfengnum. Það var í lagi ef tekið var frá Spánverjum. Önnur ríki blönduðu sér í leikinn þegar augljóst varð að Spánverjar högnuðust óhemju mikið á Nýja heimin- um. Skip hlaðin gulli, silfri og öðrum dýrmætum varningi voru sífellt í förum yfir hafið til Spánar. Slíkt var ómót- stæðileg freisting fyrir suma einstaklinga og ríkisstjórnir. Englendingar, Frakkar og Hollendingar voru komnir á hafsvæðið. Yfirráð eyjanna og hafsvæðisins voru í höndum spænskra mestalla 16. öldina. Frakkar náðu fótfestu á St. Kitts en misstu hana fljótt aftur til Spánverja en fengu leyfi til þess að reisa bæki- stöð á Haiti. Þá höfðu Spán- verjar nýtt námurnar þar og svo var komið að íbúum margra eyja hafði verið útrýmt. Þá eignuðust Indíán- ar nýja óvini. Frakkar, Eng- lendingar og Hollendingar höfðu bæst í þann hóp. í stjórnartíð Cromwells var lið sent til Haiti en það beið ósigur fyrir Spánverjum en tók í staðinn Jamaica frá Spánverjum 1655. Jamaica og Trinidad-Tobago urðu enskar nýlendur í rúm þrjú hundruð ár. Þegar Trinidad, syðsta eyjan, komst undir stjórn Breta í Napoleons- stríðunum voru fleiri franskir íbúar þar en spænskir. 1492-1504. Yfir þúsund manns frá Spáni lentu við eyjuna Espagniola (Hispan- iola). Það voru liðhlaupar, lögbrjótar og ævintýramenn er fóru að stunda sjórán. Að- stæður voru ákjósanlegar - mikið um óbyggðar eyjar, fullt af víkum og vogum þar sem gott var að leynast. Mik- il umferð var við eyjarnar, skip hlaðin dýrindis varningi fóru þar framhjá. Gnægð var af vatni og mat á eyjunum - fuglum, villisvínum og skjald- bökum. Það, sem vantaði, voru skipin en þau fengu þeir með því að ráðast á skip sem sýndu þá óvarkárni að leggjast að einhverri eyj- unni. Karíbahaf og norður- strendur Suður-Ameríku urðu þannig aðalvettvangur sjó- ræningjanna. Um 1600 er talið að fjórum sinnum meira gull hafi verið í umferð en þegar Kólumbus fann Amer- íku en verðlag á öllu fjórfalt hærra. Með tímanum urðu sjóræningjarnir hin mesta plága og ógn öllum skipum er sigldu á þessum slóðum. Hámarki náði starfsemi þeirra á tímabilinu 1625- 1698. í lok aldarinnar var síðan samþykki á þingi Evr- ópuþjóða að stemma stigu við sjóránum og sjóræningj- ar lýstir óvinir mannkynsins - „hostis humani generis'1. Margar siglingaþjóðir í Evr- ópu vildu gera alvarlega til- raun til að uppræta þessa plágu. Sjóræningjar létu svo mjög að sér kveða að þeir héldu úti heilum flotum og réðust á og hertóku hafnar- borgir. Sagt var að þeir hygðust stofna konungdæmi en slíkt strandaði alltaf á sundurlyndi þeirra og græðgi. Þeir gátu heldur ekki sameinast þrátt fyrir að siglingaþjóðir hefðu skorið upp herör gegn þeim en lengi virtust þeir ósigrandi og buðu hverjum sem var birg- inn. Til þess að vernda skip sín skipulögðu Spánverjar tvær ferðir á ári yfir hafið. Öll spænsk skip urðu að sigla samflota í vernd herskipa. Fyrri flotinn eða Flota sigldi í byrjun apríl eða maí til þess að forðast fellibylina og farin var norðurleiðin - Santo Domingo - Havana á Kúbu og áfram til Veracrux í Mexíkó. Skip með farm til nýlendnanna í Nýja heimin- um sigldu í Flota. Annar flot- inn eða Armada, eins og hann kallaðist, sigldi í ágúst og þá var komið við í borg- um Mið-Ameríku, Nombre de Dios - Þortobello og til Cartagena og Margarita í Suður-Ameríku. Gull og silf- ur frá borginni Panama við Kyrrahaf var flutt á múlösn- um eftir gullveginum frá Panama til Karíbahafs. í Havana sameinuðust skipin í Flota-gullskipunum frá Mexíkó og svo var siglt í herskipafylgd með Golf- straumnum í gegnum Flórí- dasund áleiðis til Spánar - til Sevilla þar sem leyfilegt var að höndla með varninginn. Óhemju auður barst sjóleiðis milli þessara heimshluta og þó að sykurframleiðslan yrði arðsöm á eyjunum lenti arð- urinn í höndum fárra. Mikil fáfræði og fátækt hefur lengi verið hlutskipti fólksins á eyjum Karíbahafs og þrælahald var ekki af- numið þar fyrr en 1834. Saga fólksins, sem byggt hefur eyjarnar hefur verið óvenju litrík og í fjölbreyttri menningu þess speglast sá lífsþróttur sem svo mjög kemur fram í söng og dansi. □ 50 VIKAN 9. TBL. 1994

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.