Vikan


Vikan - 01.10.1994, Page 56

Vikan - 01.10.1994, Page 56
56 VIKAN 8. TBL. 1994 v_/ -4 I kvikmyndinni „Ulf- ur“ er James Spader í kunnuglegu hlutverki ungs framamanns sem dags daglega gengur í stífpressuö- um jakkafötum en á sér aöra og skugga- legri hliö . . . RÆTT VIÐ JAMES SPADER UM KVIKMYNDINÁ "WOLF" ► Atnöi ur kvikmyndinni; ökumaöurinn telur sig hafa oröiö úlfi að bana en kemst óþægi- lega aö raun um aö lífsmark er meö dýrinu þegar aö er komið. Í\*S* * Leikstjórinn Mike Nichols sendir um þessar mundir frá sér nýja mynd sem hann nefnir „Wolf“, eða „Úlfur“. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um úlfa. En það eru engir venjulegir úlfar sem um er að ræða heldur mann- úlfar, eða varúlfar. Nichols sækir í þessari mynd efnivið sinn aftur í heim þjóðsagnar- innar og leitar fanga þar um menn sem eru aðeins menn að hálfu leyti en úlfar að hinu og verða að óseðjandi óargadýrum þegar tungl er fullt...Varúlfurinn er ákaf- lega flókin og áhugaverð myndhverfing," segir Nichols, „vegna þess að umbreyting- in er aldrei fullkomin. Varúlf- ur er á stöðugu flökti á milli þess að vera maður og úlf- ur.“ Nichols telur ennfremur aö tengsl mannsins við úlfa og hunda séu bæði náin og athyglisverð. „Er nokkuð annað dýr jafn nákomið manninum?" spyr hann. „Við lítum á hundinn sem góðan vin og félaga. Úlfurinn er svo aftur tákn frelsis og náttúru - ekki síst kynferðislegrar nátt- úru.“ Nichols lítur á það sem ögrun að gera kvikmynd um varúlfa. „Það hefur engum tekist það almennilega enn- þá!“ segir hann, „og enginn veit nákvæmlega af hverju. 4 Stórstjörnurnar Jack Nicholson og Michelle Pfeiffer í hlutverkum sínum í hinni mögnuöu mynd. En samt reyna menn aftur og aftur!“ Jim Harrison, höf- undur handritsins, segir að sögur og goðsagnir um um- breytingar manna í dýr (lycantrophy) fyrirfinnist með- al allra þjóða. Hann bendir á að slíkar sögur hafi einkum verið vinsælar á miðöldum, þegar dauðinn var stöðugt nálægur í mynd hungurs og drepsótta, og að nútíma- maðurinn standi að sumu leyti í sömu sporum. „Návist TEXTI: HALLA SVERRIS- DÓTTIR ► „Þaö er al- veg sama hvaö þú sendir til Nicholson’s, þaö kemur allt í hausinn á þér aftur meö tvö- földurn krafti,” segir Spader.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.