Vikan - 01.10.1994, Side 62
SOFN
Örn býr ásamt eiginkonu sinni í einu húsanna á safnalóðinni. Þaó var byggt áriö 1902 og stóð þá á horni Laufásvegar og
Hellustunds. „Þaö er ákaflega góður handi í þessu húsi,“ segir Örn.
GENGIÐ í ÞAÐ
HEILAGA
Meira er um aö pör gangi í
hjónaband í Árbæjarkirkju á
veturna en á sumrin og Örn
telur ástæöuna vera þá aö
næöisamara er á veturna
þar sem safniö er ekki opiö
almenningi. „Ástæöur þess
aö fólk giftir sig í svona gam-
alli kirkju geta veriö margar,"
segir Örn. „Fólk getur meöal
annars veriö meövitaöra um
uppruna sinn og fortíð þegar
þaö er aö hugsa um þessa
hluti heldur en ella og auk
þess er kirkjan hæfilega stór
en hún tekur um þaö bil 60
manns í sæti. Þaö kemur
fyrir aö í kirkjunni eru nokkr-
ar athafnir á dag en svo
koma tímar þegar ekki er ein
einasta athöfn í lengri tíma.
Kirkjan er í Árbæjarpresta-
kalli þannig aö prófasturinn
okkar, séra Guðmundur Þor-
steinsson, og aðstoðarprest-
ur hans sinna þessari kirkju.
Hins vegar geta aliir fengið
aö nota hana og ýmsir prest-
ar nota kirkjuna við giftingar."
HIÐ GAMLA BLÍFUR
Örn og eiginkona hans
búa í tveggja hæða húsi of-
arlega á safnlóðinni. Þaö var
byggt áriö 1902 og stóö þá á
horni Laufásvegar og Hellu-
sunds. „Ég kann ákaflega
vel viö húsið og þaö er góð-
ur andi í því," segir Örn.
„Hannes Thorarensen byggöi
það en hann og kona hans
bjuggu í því til dauðadags og
„Hæsnin
hafa búsetu
hérna allt
árið eins og
ég,“ segir
Örn.
1 % s
1 ......
'JM -
þegar þau voru fallin frá
keypti breska sendiráðið það
og gaf hingað í safniö vegna
þess aö Bretarnir voru ein-
ungis aö sækjast eftir lóð-
inni. Síðan hefur þaö veriö
bústaöur borgarminjavarðar
og núna ráðsmanns. Húsiö
er ákaflega vel heppnaö aö
öilu leyti. Það er hátt til lofts,
herbergi eru öll björt og góö
og þaö er í alla staði mjög
heimilislegt og hlýlegt."
í safnhúsunum eru gömul
húsgögn sem hafa komið
hvaðanæva af og er um aö
ræöa hluti sem fólk gefur
vegna þess aö þaö finnur að
þeir eru einhvers viröi auk
þess sem fólk veit af þeim á
öruggum stað í safninu.
„Þessi gömlu húsgögn hafa
miklu sterkari karakter held-
ur en þau húsgögn sem nú
eru á boðstólum enda má
segja að miklu meira hafi
verið í þau lagt bæöi í vinnu
og efni. Auk þess eru þau
traustari aö öllu leyti. Þessi
nýja bylgja í húsgögnum,
þar sem markmiðið er aö
hafa þau ódýr, gerir þaö að
verkum að þau verða ein-
faldari og eru ekki meö eins
sterkan karakter."
SUMIR KOMA ALDREI
Örn segir aö yfir sumar-
mánuöina séu það fyrst og
fremst útlendingar sem
heimsæki safnið á virkum
dögum. „Aftur á móti er hér
alltaf einhver sérstök dag-
skrá um helgar. Ég get nefnt
sem dæmi handverksdaga
þar sem sýnt er gamalt
handverk eins og járnsmíði,
eldsmíöi, útskuröur, prjóna-
skapur og vefnaöur. Einnig
eru sérstakir sláttudagar en
þá geta menn fengið aö
spreyta sig á aö slá með orfi
og Ijá, raka, snú.a og binda
bagga. Ég hef séð ungt fólk
koma hingað og slá eins og
fjandinn væri á hælunum á
því. Um helgar eru fornbíla-
sýningar, danssýningar, tón-
ieikar og fleira. íslendingar
sækja þessa dagskrá fyrst
og fremst. Þannig skiptist
aðsóknin á milli íslendinga
og útlendinga. Útlendingar
koma mikið á virkum dögum
en íslendingarnir koma aöal-
lega til aö sjá þá dagskrá
sem í boöi er og það er mest
um helgar. Hins vegar eru
náttúrlega margir sem koma
aldrei. Oft hitti ég fólk sem
segist hafa ætlað að koma í
30 ár en aldrei hafi oröiö af
því. Safnið er við bæjardyrn-
ar og þaö er ekkert sem rek-
ur á eftir fólki aö fara í dag, á
morgun eöa í næstu viku og
þannig dregst þetta ár eftir ár
og fólk fer kannski aldrei." □
62 VIKAN 9. TBL. 1994