Vikan


Vikan - 01.10.1994, Page 65

Vikan - 01.10.1994, Page 65
TEXTI: ÞORDIS BACHMANN KVIKMYNDARINNAR UM LÖTU STELPUNA orskastríöiö er í al- gleymingi, Haukur Morthens syngur um eftirsótt íslandsmið og ríkis- stjórn Hermanns Jónasson- ar biðst lausnar vegna háskalegrar verðbólguþró- unar. í Vesturbænum situr lítil stelpa á rúmstokk og les bókina um lötu stelpuna, hana Grétu. Þetta er hlýðin og góð lítil stelpa, sem finnst agalegt að hugsa til lötu Grétu sem býr ein í hreysi úti í skógi. Hjá Grétu er hirðu- leysi og óþrifnaður allsráð- andi. Eitt sinn kemur hún að kisu sinni sem er að reyna að ná sér í mjólk. Gréta rýk- ur til og hendir kisu og alls kyns hlutum út úr húsinu. Þegar Gréta leggur sig til svefns, ygglir sængin sig - hún vill ekki liggja upp að henni. Mýsnar koma fram eftir að Gréta sofnar, þær þrífast í skítnum og draga fram xýlófón og dansa á honum. Þegar kisa kemur inn til að taka saman pjönkur sínar hverfa mýsnar inn í músarholur. Kisa yfirgefur Grétu og allir húsmunir fara á eftir henni. Gréta verður al- ein eftir og húsið flýgur ofan af henni líka. Hlutirnir finna faliegt rjóður og húsið lendir. Þegar Gréta kemur á vett- vang verða stympingar sem enda með því að hún lendir ofan í þvottabala og henni er þvegið hátt og lágt. Litla stelpan í Vesturbæn- um vex úr grasi og fer í ball- ett í Þjóðleikhúsinu þar sem kennararnir heita Fay Wern- er og Colin Russel. Ballett- inn á hug hennar allan og þegar Colin hættir að kenna á Islandi leggur hún land undir táskó og fer til Osló, í nám við norsku óperuna. Næst liggur leiðin til London og stelpan, sem nú er orðin unglingur, segir við sjálfa sig að hún geti að minnsta kosti orðið góður kennari, hvað sem öðru líði. í London kemst hún að hjá góðum kennara, Madame De Vos. De Vos er svo góð að einn nemenda hennar hefur verið aðlaður fyrir framlag sitt til dansins á Bretlandseyjum. „Hún kenndi svo skemmti- lega; vann persónulega með hverjum og einum og þá byrjaði ég að vaxa,“ segir Guðbjörg Skúladóttir, fram- leiðandi og höfundur dans- myndarinnar um Lötu stelp- una. Eftir námið hjá De Vos fékk Guðbjörg samning við óperuna í Gautaborg um að dansa þar til 45 ára aldurs. 27 ára tók hún sér frí og dansaði í Frankfurt í eitt ár, þar til fyrsta barnið vildi kom- ast í heiminn. Eftir langa um- hugsun ákvað Guðbjörg að leggja dansskóna á hilluna þegar þar var komið sögu. „Ég var orðin þreytt eftir þýsku vinnuhörkuna og maðurinn minn var í þannig starfi að hann hefði ekki get- að elt mig lengur," segir hún. Flökkulífinu var þó ekki lokið vegna þess að Þórarinn, maður Guðbjargar, tók að sér starf í Bandaríkjunum þar sem þau bjuggu næstu árin. í Bandaríkjunum var Guð- björg „bara“ húsmóðir og fékk óspart að heyra það frá kunningjakonum sínum að hana vantaði nú tómstunda- gaman. Sjálf segist hún vera manneskja með mikið af draumum. „Einhverjir þeirra eru kannski að rætast eftir að hafa verið heima í áratug að ala upp börn. Ég held að það sé staða sem stórum hópum fólks finnst lítið til koma. Fólk segir: Ertu bara heima? Ertu ekkert að gera?“ Hugsanlega gerir hin margfræga íslenska mann- fæð það að verkum að fólk á erfitt með að sjá nema eina tegund lífsstíls fyrir sér. Eftir að heim var komið lét Guðbjörg gamlan draum rætast og stofnaöi Klassíska listdansskólann. „Ég er mjög metnaðargjörn, svo það kom mér á óvart hvað mér finnst gaman að vinna með krökk- unum. Ég finn að ég má kona Guðbjargar, er lærður pródúsent svo það var sjálf- gefið að hún tæki að sér að pródúsera, ásamt Agnari Hreysi Grétu í skóginum. draga úr þessum metnaði til þess að kæfa ekki börnin en það er svolítið erfitt af því að ég vil fá hverja taug úr þeim,“ viðurkennir hún. Guðbjörg hugsaði sér upphaflega að gera ball- ettprógramm úr sögunni um Lötu stelpuna. Smám saman þróaðist hugmyndin yfir í skemmtilega sögu í dans- formi. Guðbjörg segist hafa hugsað stíft um þetta verk- efni I tvö ár en vinna við myndina hófst í janúar á þessu ári. „Kvikmyndagerð er mikil vinna og heilmikið taugastríð þótt áhorfandinn sjái ekkert nema glæsilega mynd,“ segir Guðbjörg. „Fram til þessa hef ég alltaf verið hinum megin við myndavélina þegar ég hef verið með í upptökum á dönsum. Mér fannst þetta mjög merkilegt og voðalega spennandi fyrir mig að kynn- ast þessu starfi.“ Svava Kjartansdóttir, mág- Þóra Guöjohnsen í hlutverki Grétu. Loga Axelssyni en hann er einnig klippari myndarinnar. „Svo fékk ég tónlistarmann, Martral Narteau, sem gerði svo snilldarlega tónlist,“ seg- KVIKMYNDIR

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.