Vikan


Vikan - 28.05.1998, Síða 30

Vikan - 28.05.1998, Síða 30
Gott ráð til að eyða lykt úr ísskápum er að setj a skál með matarsóda í skápinn. Hún gagnast sem lyktareyðir í heilan mánuð... Til að fjarlægja rákir eftir te og kaffi í postulínsbollum skuluð þið nudda boll- ana með rökum klút, sem dýft hefur ver- ið í matarsóda... Til að hreinsa uppþvottavélar er gott ráð að blanda saman ediki og sítrónusafa og setja vélina í gang (ekki með leirtaui!). Sápuleifar hverfa... Settu skál með ediki inn í her- bergi sem reykt hefur verið í. Síga- rettulyktin hverf- ur... Holl húsráð: Umsjón: Anna Kristine Magnúsdóttir Teikningar: Guðný Svava Strandberg Þegarþú sýður kál, er gott ráð að setja nokkra dropa af sítrónusafa í vatn- ið. Bragðið helst en lyktin berst ekki um... Ef þú vilt ekki anga af hvítlauk skaltu tyggja steinselju eða kaffibaun... Til að hreinsa viðbrenndar pönnur er ágætt ráð að setja matarsóda og smá vatn. Látið standa í nokkrar klukkustundir... Ef þið viljið spara þvottaduftið í upp- þvottavélina er gott ráð að setja nokkrar matskeiðar af ediki í vélina. Edikið leys- ir upp fitu... Dragið ísskápinn fram minnst ári og hreinsið undan honum. suguna til að ná ryki, sem fyrir í mótornum. lengur... Sinnep eyðir lauklykt brettum. Nuddið vel - % Ef þú ert að elda eitthvao með sterkri lykt, sem þú vijt að berist um húsið, skaltu hafa opna ediksflösku við hliðina á elda- vélinni... RannVéig Sigurgeirsdóttir í Reykjavík bauð gestum fyrst upp á þennan gómsæta ban- anarétt fyrir nokkrum árum og komst strax að raun um að það borgaði sig að eiga ljósrit af uppskriftinni, því gestir sögðu alltaf: „Get ég fengið upp- skriftina?” BANANAGRATÍN: 300-400 g skinka, skorin í bita 1 búnt söxuð steinselja 4 bananar 3-4 dl rjómi pipar _ tsk karrí _ tsk paprika 100 g parmesan ostur örlítið smjör eða smjörlíki (má sleppa) Skinku og steinselju blandað saman og dreift yfir botninn á smurðu eldföstu móti. Banan- ar skornir eftir endilöngu og lagðir ofan áskinkunaogstein- seljuna. Þá er rjóma, kryddi og helmingi ostsins blandað sam- an og hellt yfir bananana. Loks er afgangnum af ostinum, ásamt smjöri/smjörlíki ef vill, dreift yfir. Bakað í miðjum ofni við 250 gráður á C í u.þ.b. 15 mín. Borið fram með nýju brauði eða hrísgrjónum, eða eitt sér sem smáréttur. Hvernig væri að gauka gómsætri uppskrift að okkur á Vikunni og við sendum glaðning frá Nóa Síríus um hæl, sem þakklætisvott fyrir þær uppskriftir sem birtast. Best væri ef mynd af réttinum fylgdi með og nafnið á þeim sem á að fá glaðninginn. „Get ég fengið uppskriftina? Vik- an, Seljavegi 2,101 Reykjavík“.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.