Vikan


Vikan - 28.05.1998, Side 40

Vikan - 28.05.1998, Side 40
Nöldur Vikunnar. Eru íslendingar farnir að apa ósiðina eftir bandarísku samfélagi þar sem auglýsingar á þessa leið: „AHt sem þú getur í þig látið fyrir aðeins...$", dynja á fólki dag eftir dag? Og það í landi þar sem offita er verulegt heilbrigðisvandamál. Eða hvers vegna er allt að verða svona stórt og mikið óhóf hér á landi? Barnaísinn er orðinn jafn stór og fullorðinsísinn var fyrir nokkrum árum! Kók er ekki drukkið í 30 sentilítraflöskum lengur heldur tveggja lítra dunkum! Kvikmyndahús eru stundum með tilboð þar sem stærðarinnar súkkulaðistykki fylgir með fyrir 10 krónur aukalega! Allt er gert til að fá okkur til að borða meira og borða stærri skammta. Hverjum er greiði gerður með þessum tilboðum? Kæri lesandi, er eitthvað sem ergir þig? Sendu okkur línu. „Nöldur Vikunnar" , Vikan Seljavegi 2, 101 Reykjavík eða hringdu í símsvara Vikunnar s: 515-5690 Kántrídans NÝJASTA ÚTFLUTNINGSVARA Viðtal: Anna Kristine Magnúsdóttir r Mynd: Gísli Egill Hrafnsson Kántrídansaæði hefur ríkt á íslandi síðustu þrjú árin, eftir að hinn ungi og efnilegi danskennari Jóhann Örn Ólafsson kynnti dansinn fyrir þjóðinni. Nú hafa um 6000 Islendingar lært línudans hjá Jóa - og því kominn tími til að færa út kvíarnar. Kínverjar eru næstir á dagskrá! Jóhann Örn heldur til Hong Kong 14. júní þar sem hann mun koma fram á skemmtunum og kenna kántrídansa. Auk þess liggur leið Jóhanns Arnar til Kína og eyjunnar Macaui: "Danskennarinn Bo Loft Jensen, sem hefur komið nokkrum sinnurn hingað til lands, hafði verið með kabarett á svona sýningum ásarnt eiginkonu sinni, Helle, þegar þau voru heimsmeistarar í samkvæmisdönsum. Fyrirtækið, sem stendur fyrir þessum skemmtunum, heitir "Inter-Art-Link" og sú hugmynd kom upp hjá forsvarsmönnum þess að láta sýna kántrídansa í sumar. Þau leituðu til Bo, sem er búsettur í Bretlandi, og hann benti á mig.” "Ætlar að kenna milljónum kántrídans í beinni sjónvarpsútsendingu!" Bo Loft Jensen hafði séð Jóhann Örn skemmta hér á landi og greinilegt að honum hefur þótt mun rneira til Jóa koma en breskra kántrídansara: "Nema hann þekki enga kántrídansara í Bretlandi!" segir Jóhann Örn. Strax við komuna til Hong Kong á Jóhann Örn að mæta í beina útsendingu á sjónvarpsstöð og búast má við að milljónir áhorfenda sjái þennan íslenska kántríkóng okkar: "Þar segi ég nokkur orð og kenni hálfan dans eða svo!" segir Jóhann Örn. Eftir því sem Jóhann Örn hefur fregnað er það einkum efnað fólk sem sækir skemmtanirnar þar sem hann kemur fram: "Það hefur frétt af línudansi héðan að "westan" og er spennt fyrir að læra hann," segir Jóhann Örn og setur á sig hvíta hattinn og kúrekastígvélin úr snákaskinninu, en hann fjárfesti í þessum nýja búnaði þegar hann dansaði með innfæddum á Flórída um jólin. Fiskur hvað?!

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.