Vikan - 15.03.1999, Síða 11
„ Við skiptum liði, hvor
hjón fóru sína leið og við
eyddum heilum degi í risa-
stórri verslunarmiðstöð og
það átti að „dressa" mann-
skapinn upp. Við hittumst
síðan um kvöldið og fórum
að taka upp úr pokunum.
Og hvað haldiði ?! Fyrst
drógum við upp nákvæm-
lega eins buxur sem voru
keyptar á eiginmennina, síð-
an eins jakka og síðast
rúllukragapeysur sem voru
líka nákvæmlega eins, nema
sitt hvor liturinn.“
„ Og ekki nóg með það,
Dagný keypti líka ná-
kvæmlega eins kápu á
sjálfa sig eins og ég
hafði verið að kaupa.
Þá fannst mér þetta
ekkert sniðugt leng-
ur,“ bætir Gréta
við.
Bar(r)ónar,
þreyttar
húsmæður
og annað
eins systkina-
par!
„Við erum alltaf að
verða samrýndari og
tengjast sterkari vin-
áttuböndum með ár-
unum. Við eigum
sameiginleg áhugamál
og erum saman í frí-
stundunum líka. Við
erum í hópi níu hjóna
sem eru búin að halda hóp-
inn í næstum þrjá áratugi.“
Þetta er vinahópur sem
greinilega viðheldur andan-
um frá unglingsárunum, það
sýnir myndaalbúmið úr
klúbbunum. Það er svo
sannarlega léttur blær, galsi
og hlátur á myndunum.
Stelpurnar eru saman í
klúbb sem heitir „þreyttar
húsmæður“ en strákarnir í
öðrum sem heitir „barrón-
ar“. Stafsetningin á nafni
þessa klúbbs er að vísu svo-
lítið á reiki, en það gerir
ekkert til, hann er ekki verri
fyrir því. Þessum klúbbum
fylgir alls konar húll-
umhæ og það
fyndnasta við
þetta allt saman
er að þar eru
önnur systkini
sem eru líka gift
innbyrðis!
Þau heita Jón
Steingrímsson og
Kristín Sigurðardóttir og
Arni Steingrímsson og
Steinunn Sigurðardóttir.
Þetta er sennilega alveg ein-
stakt, að minnsta kosti á ís-
landi.“
Hestamennska og
sameiginlegur
sumarbústaður
En skyldleikinn og vináttan
er ekki það eina því þessi
samrýndu hjón eiga sameig-
inlegt því þau eiga líka sam-
eiginlega áhugamál s.s
hestamennsku. Það voru
Friðrik og Gréta sem byrj-
uðu.
„ Við byrjuðum í hesta-
mennskunni fyrir um það
bil 15 árum, en það tók
Ingólf og Dagnýju nokkur
ár að smitast. Þau voru sett
á bak öðru hverju og það
tókst að smita þau af bakt-
eríunni. Nú erum við öll á
kafi í þessu
saman.
Þetta tekur
ansi mikinn
tíma og við erum
margar stundirn-
ar í hesthúsinu
sem við byggðum
saman. Þeir sem
taka hestamennsk-
una alvarlega hafa
ekki mikinn tíma af-
gangs fyrir önnur
áhugamál. Fyrir u.þ.b. 10
árum keyptum við svo sum-
arbústað í Villingaholts-
hreppnum til að geta verið
með hestana þar yfir sumar-
ið. Sumarið er yndislegur
tími til að stússa við hest-
ana. Meðan bjart er allan
sólarhringinn þá er hesta-
mennskan skemmtilegust og
gefur manni mest. Sumar-
bústaðurinn hefur
orðið til þess að
við eyðum eigin-
lega öllum okk-
ar frítíma sam-
an, við erum
þar alltaf
þegar við get-
um, sinnum hestunum,
plöntum og njótum náttúr-
unnar. Þetta er bara allt al-
veg eins og það á að vera.“
Vikan 11