Vikan


Vikan - 15.03.1999, Page 13

Vikan - 15.03.1999, Page 13
Tiittiigii hörn á (iiltiigu áriim! lesa og hvernig þeim gengur í prófunum. Það tilheyrir því að vera pabbi, hvort sem þú átt eitt barn eða nítján.“ Börnin hjálpa til á ^ , heimilinu og fá vasapen- ' inga í staðinn. Nicola segir þau gera sér grein fyrir því að svona heimilishald kalli á margar hendur til þess að vinna verkin. Yfirleitt eru þau meðfærileg og góð. „Annars eru sokkapörin upplögð refsing fyrir litlu krakkana þegar þau haga sér illa,“ segir hún hlæjandi. ,Stöku sokkunum er safnað saman í stóran plastpoka og ég læt þau flokka þá sam- an.“ Mörgum verður eflaust á að velta fyrir sér hvernig hægt sé að viðhalda róman- tíkinni í hjónabandi sem einkennist af mikilli vinnu og áhyggjum af daglegu brauði. Kevin segir ástæð- una einfalda. „Ég er jafn skotinn í Nicolu nú og dag- inn sem ég sá hana fyrst,“ segir hann. „Ég gæti þess að láta það í ljósi, oft kaupi ég handa henni blóm og konfekt. Einu sinni í viku förum við tvö út að borða og eyðum kvöldinu saman í ró og næði. Og vel á minnst, við getum læst að okkur svefnherberginu," bætir hann við skellihlæj- andi.“ Nicola segist verða reið þegar fólk kallar hana út- ungunarvél. „Ég er oft spurð að því hvers vegna í ósköpunum ég haldi áfram að eignast börn og hvort ég hafi aldrei heyrt talað um getnaðarvarnir. Staðreyndin er sú að ég elska að vera ófrísk. Börnin hafa öll verið jafn velkomin í heiminn. Ég nota ekki getnaðarvarnir og það hefur aldrei hvarflað að mér að fara í ófrjósemisað- gerð. Það getur vel verið að ég eigi eftir að eignast enn fleiri börn.“ „Allt sem ég óskaði mér í lífinu var að eignast íbúð og góðan bíl og lifa rólegu lífi,“ segir Kevin. „En stendur ekki einhvers staðar skrifað að maður uppskeri eins og maður sái!“ NITJAN SYSTKINI HVERT MEÐ SÍN SÉRKENNI Svona lýsa Nicola og Kevin börnunum sínum nítján sem þau segja vera jafn ólík og þau eru mörg. Anthony - 21 árs - gáfaður, alltaf á fullu og dálítið hátt stemmdur. Hann er í háskóla og lærir eðlisfræði. Alexander -19 ára - rólyndur og feiminn. Hann er ný- byrjaður í háskóla og ætlar sér að verða félags- og af- brotafræðingur. Sara -18 ára - viljasterk og ákveðin. Hún mun örugg- lega komast vel af í framtíðinni. Victoria -17 ára - móðurleg gagnvart yngri systkinunum og mjög áreiðanleg. Hún er nýbyrjuð að búa og á sex mánaða gamlan strák. Charlotta -16 ára - þroskuð, fullorðinsleg, skynsöm og mikill hugsuður. Hún starfar sem bankagjaldkeri. James -15 ára - æringi með hjarta úr gulli. Hann stefnir að því að verða matreiðslumaður. Damien -14 ára - dæmigerður táningur með fótbolta- dellu. Ætlar sér að verða atvinnumaður í fótbolta. Adam -13 ára - ákveðinn í því að verða leikari. Katie -12 ára - daman í fjölskyldunni og fljót að láta sig hverfa þegar minnst er á uppvaskið. Hún ætlar að giftast ríkum manni og láta hann stjana við sig. Emma -11 ára - stjórnsöm og hefur heraga á þeim litlu. Daníel -10 ára og Alistair 9 ára - eru óaðskiljanlegir og vilja helst gera allt saman. Louise - 8 ára - fullorðinsleg eftir aldri. Stundum væri hægt að trúa því að hún og Sara væru tvíburar þrátt fyrir 10 ára aldursmun. Rebecca - 7 ára - hefur ekkert á móti því að skipa heið- urssæti yngstu systurinnar og kallar sig prinsessuna hans pabba. Oliver - 6 ára - elskar tvær manneskjur út af lífinu, mömmu og Victoriu systur. Eliot - 5 ára - ómótstæðilegt kvennagull, þrátt fyrir ung- an aldur. Ashley - 4 ára - með munninn fyrir neðan nefið og elsk- ar að hleypa öllu í bál og brand. Aiden - 3 ára og William -18 mánaða - litlu börnin í fjölskyldunni. Sjónvarpsgláparar af bestu gerð! Vikan 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.