Vikan


Vikan - 15.03.1999, Qupperneq 14

Vikan - 15.03.1999, Qupperneq 14
Texti: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Bragi Þör Jósefsson ft / ) li V V* 'i^ííb.ÍTífej; v . *-S| -* ■MÍ'. I STORBRIMI I 8 LAUGARDALSLAUGINNI Sundlauqin í Laugardal líkist ólgandí stórfljóti kvöldið sem bladamaoiiráOflr liosmyndari Vikunnar fylgdust með mönnun- uiriVfjppKPangað laumastá^Wólimiyrkurs árbrjðjudagskvöld- um eftlr að siðustu sUiTflKTrerin dapsins^HRfpHflirtil síns A heima. Þeir láta ekki mörg vindstig og vitlaust veður stöðva sig. Þeir eru mættir á svæðið með kajakana sína. **A«|K Kajakklúbburinn var stofnaður árið 1981 og Þorsteinn Guð- mundsson flugmaður var frumkvöðullinn að stofnun hans. Hann kynntist íþróttinni þremur árum áður, keyþti sér bát í félagi við vini sína og svo fór boltinn að rúlla. „Á þessum tíma var ekki hægt að fá kennslu og þjálfun, við bara byrjuð- um og lærðum smám saman réttu handtökin með því að gera ótal mis- tök. Við byrjuðum í Norðurá í Borgar- firði þar sem við vorum aðallega að angra laxveiðimennina! Árið 1980 fengum við mann frá Bretlandi til þess að þjálfa þá sem vildu stunda þessa íþrótt og eftir það var klúbbur- inn settur á laggirnar. Fram að þeim tíma var þetta svona meira tilrauna- starfsemi. Félögum fjölgaði smátt og smátt þótt starfsemin væri á rólegum nótum fyrstu tíu árin en segja má að það hafi orðið þátttökusprenging síð- astliðin fimm ár. Nú eru um hundrað manns í félaginu og stunda þeir kajakaróðra að staðaldri. Fyrir utan félagið okkar eru klúbbar um allt land og víða er hægt að leigja báta og fara í skipulagðar ferðir." En kajak er ekki bara kajak. Það eru annars vegar straumvatnsbátar og hinsvegar sjóbátar. „Sjóbátarnir eru stærri; það má kannski orða það sem svo að meiri rómantík sé í kring- um þá. Margir sem eru fyrir útiveru og ferðalög velja sjóbáta og nota þá til að ferðast um í lengri og styttri ferðum. Þeir sem eru á sjóbátunum fara víða. í fyrrasumar fóru tveir hóp- ar til Grænlands, annar hópurinn fór norður í Sporöskjusund og hinn var á slóðum Eiríks. Aðrir hafa farið á suðlægari slóðir og róið um Eyjahaf- ið. Staumvatnsbátarnir eru meira fyrir okkur vitleysingana sem sækjast i að koma adrenalíninu á hreyfingu, e.t.v. má segja að það sé unggæðingslegri íþrótt og áhuginn eldist af mönnum, nema kannski mér," segir hann hlæj- andi. „Ég hef nánast ekkert stundað sjóbátana. Við byrjum að róa á straumvötnunum í maí og erum að alveg fram í nóvember. Við siglum á ýmsum ám hér í nágrenninu og í fyrrasumar fórum við ævintýraferð í Laxárgljúfur. Það var mjög spennandi en þar fer enginn um gangandi. Áður en við sigldum þarna niður ferðaðist ekki nokkur þarna um nema fuglinn fljúgandi. Einnig notfærum við okkur brimið fyrir utan Gróttu á veturna." Þorsteinn segir ekki margar konur vera félagsmenn. „Ætli þær séu ekki tíu í þessum hundrað manna hópi. En því má ekki gleyma að kajakaróð- ur er frábær fjöskylduíþrótt og kon- urnar taka oft þátt í þessu með eigin- mönnum sínum þótt þær séu ekki meðlimir í félaginu." Ég virði fyrir mér byrjendurna brjót- ast í gegnum öldurnar í Laugardals- lauginni og spyr Þorstein hvort þetta. sé ekki alveg stórhættuleg íþrótt. „Nei, alls ekki. En það er hægt að gera afdrifarík mistök og til þess að koma í veg fyrir það er nauðsynlegt að fá tilsögn og læra réttu handtökin. Eftir tíu klukkustunda námskeið er •fólk orðið sæmilega fært og eftir það skapar æfingin meistarann. Ég mæli hiklaust með þessari íþrótt, bæði fyr- ir þá sem vilja róa um í rólegheitum og fyrir þá sem vilja upplifa spennu. ísland er gósenland, bæði fyrir sjó- báta og straumvatnsbáta." 14 +* m-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.