Vikan


Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 46

Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 46
Smásaga B r é f t i l TYl 0 T Það er ekki á hverjum degi sem maður fær bréf merkt Til morðingja míns. Dag einn kom ritari Lennarts og rétti honum umslag. Það stóð ekkert um hver sendand- inn væri. Kæri Lennart, Þegar þú lest þetta bréf verð ég þegar dáin. Það ætti nú ekki koma sem sorgar- frétt þar sem þú hefur lengi reynt að ráða mig af dög- um. En hvernig sem þú bregst við fréttunum af dauða mínum átt þú eftir að lenda í vandræðum þegar lögreglan finnur líkið. Ég sé fyrir mér andlit þitt þegar fallegi, langleggjaði einkaritarinn gengur hik- andi að þér og afhendir þér bréfið. Hikandi, vegna þess að á bleika umslaginu stendur: „Trúnaðarmál“, það angar af ilmvatnslykt en það stendur ekkert um það hver sendandinn sé. Fyrstu viðbrögð þín verða þau að fleygja því óopnuðu í ruslakörfuna eins og um óspennandi auglýsingabæk- ling væri að ræða. En um leið og dyrnar lokast á eftir henni flýtir þú þér að taka það upp úr körfunni. Hætt- an á að bréfið komist í rangar hendur er of mikil. Hugsaðu þér bara ef eigin- kona þín fengi minnsta grun um ástarsamband okkar meðan ég vann hjá fyrirtæk- inu þínu! Þú neyðist til að lesa bréfið, hvort sem þér líkar betur eða verr. Það liggur við að ég vor- kenni þér. Ein af mörgum tilraunum þínum til þess að koma mér fyrir kattarnef gekk upp en samt sem áður kemur þú til með að líta á þungan dóminn yfir þér sem réttarmorð. Auðvitað hugsaði ég mig vel og rækilega um áður en ég skrifaði þetta bréf. Það væri heimskulegt af mér að senda bréf sem lögmenn þínir gætu lagt fram í réttin- um með þeim rökum að að- eins kolbrjáluð kona gæti fundið upp á svona vitleysu. Þegar hér er komið sögu ímynda ég mér að þú munir hringja í tvo af fjölmörgum áhrifamiklum vinum þínum, varalögreglustjórann og rík- islögmanninn, og biðja þá að líta við á skrifstofunni þinni. Ahyggjufullir munið þið velta fyrir ykkur bréfinu og þeir munu koma með til- lögur um hvernig hægt væri að koma þér út úr þessari klípu. Ég heyri þig í anda segja: „Nú er hún alveg búin að missa vitið!“ Ég þekki nefnilega viðbrögð þín og varnarhætti út og inn. „Gott og vel, hún vann hérna í fyr- irtækinu í eitt ár, ég man ekki svo nákvæmlega hvaða ár það var. Hún var alltaf mjög djarflega klædd og gaf ýmislegt til kynna með framkomu sinni. Þið skiljið hvað ég meina. Það vildi svo til að á sama tíma voru miklir erfiðleikar í hjóna- bandinu mínu og í stuttu máli féll ég fyrir freisting- unni. Það er nú varla í fyrsta sinn í sögunni sem það gerist. Við karlmennirn- ir eigum nú okkar leyndar- mál, eins og þið hljótið að kannast við af eigin reynslu." Og þú útskýrir fyrir þeim að þú hafir neyðst til þess að segja mér upp vinnunni vegna þess að í fyrsta lagi hafi ég ekki reynst starfinu vaxin og í öðru lagi hafi starfsfólkið verið farið að gruna ýmislegt. Þú gafst mér fín meðmæli, miklu betri en ég átti skilið. „Aumingja stelpan," segir þú við þá að lokum. Hún tók uppsögninni illa og nú er hún að reyna að hefna sín á mér með því að láta líta svo út að ég hafi myrt hana. Það er ekki nokkur vafi á því að þeir munu bíta á agn- ið jafn auðveldlega og þeir bíta endana af dýru vindl- unum sínum. En svo einfalt er þetta nú ekki kæri Lenn- art. Þú getur gleymt því að leggja bréfið fram sem ein- hvers konar sönnun þess að ég hafi misst vitið því nú komum við að því sem þig grunaði ekki að ég hafi komist að meðan ég var einkaritarinn þinn. Ég er nefnilega ekki eins heimsk og þú heldur. Það varst nú einu sinni þú sem fórst fram á það að ég klæddist öllum þessu þröngu fötum til þess að heilla viðskiptavinina þegar þú reyndir að krækja þér í stóra samninga og það varst þú sem féllst kylliflat- ur fyrir mér. Sammála? Þú hefur alla tíð verið ánægður með þig og það er svo sem skiljanlegt. Þú hefur ótrúlega hæfileika til þess að græða peninga! Og það er auðvitað alveg sérstakur hæfileiki að geta svindað ' eins mikið undan skatti og þú hefur gert í gegnum árin. Meðfylgjandi er listi (fylgi- skjal 1) sem mun koma varalögreglustjóranum væg- ast sagt óþægilega á óvart. Ég er ansi hrædd um að það eigi eftir að hrikta í stoðum vináttu ykkar eftir lesturinn! Meðfylgjandi eru einnig ljósrit af nokkrum ástar- bréfum sem þú sendir mér. (Fylgiskjal 2.) Ég hefði get- 46 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.