Vikan


Vikan - 15.03.1999, Page 50

Vikan - 15.03.1999, Page 50
Smásaga Fjandinn sjálfur. Hann vöðl- aði saman bréfinu í lófa sér, henti því frá sér, en tók það strax upp aftur og stakk því í vasann. Hann sá fyrir sér að hann ætti um tvo kosti að velja; farsótt eða kóleru. Annað hvort að játa að Sonja vissi, frá því hún var einkaritarinn hans, og leyni- leg ástkona hans, ýmislegt sem gæti komið fyrirtæki hans á hausinn, fengið kon- una hans til þess að skilja við hann og komið honum á bak við lás og slá í mörg ár. Eða að afmá öll sönnunar- gögn ekki seinna en nú þeg- ar! Það verður ekki sagt um tæknimenn lögreglunnar að þeir séu heimskir. En þeir hafa sín takmörk eins og við hin og sem forstjóri risafyr- irtækis kunni hann ýmislegt fyrir sér sjálfur og var vanur því að taka skjótar ákvarð- anir. Áður en hann skilaði Sonju lyklinum að íbúðinni hennar hafði hann verið svo forsjár að láta smíða annan lykil. Það var jú aldrei að vita hvað gæti komið upp á. Það vissi hann svo sannar- lega núna. Eftir að hafa lát- ið fallega, leggjalanga einkaritarann (eins og Sonja hafði svo réttilega lýst henni) vita að hann þyrfti að fara á fund úti í bæ ók hann sem leið lá í gamla ástarhreiðrið þeirra Sonju. 9 Annaðhvort voru allir íbúar hverfisins í vinnunni eða sofandi. Blokkirnar voru líflausar eins og skemmtigarður á regnvot- um nóvemberdegi. En sá möguleiki var alltaf fyrir hendi að einhver íbúanna sæti bak við gluggatjöldin og fylgdist með mannlífinu. Hann lagði því bílnum bak við stórmarkaðinn, gekk inn um dyrnar á næsta stiga- gangi og hélt leiðinni áfram eftir kjallaraganginum sem tengdi byggingarnar saman. Þurr í munninum og sveittur í lófunum læddist hann upp stigann. Hann staldraði við fyrir framan dyrnar að íbúðinni og hringdi dyrabjöllunni. Eng- inn svaraði. Hann kíkti inn um póstlúguna og sá að íbúðin var almyrkvuð. Hann lét á sig hanskana, sneri lyklinum í skránni og opn- aði. Tíminn stóð í stað með- an hann fálmaði eftir kveikjaranum á veggnum. Hann stóð sem lamaður og horfði á Sonju sem lá í hnipri á gólfinu með byss- una í hægri hendi. Andlitið var hulið storknuðu blóði. Það var undarleg lykt í íbúðinni. Hann uppgötvaði að þetta var lyktin af brunn- um pappír. Lyktin kom frá eldhúsinu. Hann gekk þang- að og kom auga á öskuna í vaskinum. Hafði hún ef til vill fyrirgefið honum á síð- ustu stundu og brennt bréf- in og upplýsingarnar til lög- reglunnar? Nei, hann þorði ekki að trúa því. Hann varð að rannsaka stofuna og svefnherbergið, skoða allar skúffur og aðra hugsanlega geymslustaði og athuga í leiðinni hvort einhvers stað- ar leyndist kveðjubréf. Hann yrði að verða fyrstur til þess að finna það. Það var ekki ólíklegt að eitthvað sem í því stæði gæti komið sér illa fyrir hann. Honum var flökurt. Hann yrði að fá sér einn til þess að róa taugarnar. Flöskurn- ar sem hann hafði á sínum tíma komið með voru nær ósnertar. Til vonar og vara þurrkaði hann af þeim hugsanleg fingraför. Án þess að taka af sér hansk- ana fékk hann sér vænan slurk úr flöskunni og hóf síðan leitina. i Hann fylltist bjartsýni þegar hann opnaði kommóðuskúffuna. Skúffan, sem yfirleitt var erfitt að opna fyrir drasli, var galtóm. Gat það verið að það væri innihald hennar sem nú lá brunnið til kaldra kola í eldhúsvaskinum? Hann vonaði það svo sann- arlega. En hvar var kveðju- bréfið sem gat reynst hon- um svo hættulegt? Hann reif upp allar skúff- ur, leitaði á borðum og í hillum og var orðinn ör- væntingarfullur og alveg við það að gefast upp á leitinni þegar hann fann þunnt um- slag undir símanum. Utan á því stóð skrifað „Til morð- ingja míns“ og hann opnaði það skjálfandi höndum. Kæri Lennart Ég geri ráð fyrir því að þú sért búinn að lesa bréfið sem ég sendi þér á skrifstof- una, annars væri þú varla hér til þess að leita að „fylgiskjölunum". Hvað ást- arbréfunum viðvíkur getur þú verið alveg rólegur; ég er búin að brenna þau. Ég vildi ekki að konan þín þyrfti að burðast með þá vitneskju ofan á allt annað. Hvað fyrirtækið varðar þá komst ég að ýmsu ólöglegu þann stutta tíma sem ég starfaði sem einkaritarinn þinn. En ég þagði sem steinn vegna þess að mér þótti vænt um þig og trúði þér þegar þú sagðist elska mig. Ég hefði hugsanlega getað fyrirgefið þér lygarnar ef ég hefði ekki uppgötvað að í stað þess að elska mig vildir þú ráða mig af dög- um. Það uppgötvaði ég þeg- ar þú „lagaðir" perustæðið og skiptir um pillur í glas- inu. Þá hrundi heimur minn til grunna. Áður en ég stytti mér aldur, með morðvopn- inu sem þú gafst mér, hellti ég pillunum út í uppáhalds vínið þitt. Hvað sem öllu líður verður þú í vandræð- um með að útskýra ýmislegt þegar lögreglan finnur lík mitt. Ég sendi nefnilega Ijósrit að sönnunargögnun- um um fjársvikin til vin- konu minnar sem er lög- maður og veit hvernig á að snúa sér í þesskonar málum. í þínum sporum fengi ég mér annan vænan sopa af víninu og lyki þessu af sem fyrst. P.S. Skál og til hamingju! (Er það ekki bara nokkuð góður endir á þessu bréfi?) 50 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.