Vikan


Vikan - 15.03.1999, Qupperneq 57

Vikan - 15.03.1999, Qupperneq 57
Nokkur góð ráð til að bæta útlitið og klæðaburðinn 1. Berðu höfuðið hátt. Það er ekkert ljótara en signar axlir og hengdur haus. Líkamsburður af þeim toga sendir þau skilboð ein að viðkomandi sé að biðjast innilegrar afsökunar á tilveru sinni. 2. Notaðu aldrei of mikið ilmvatn. Ef þú finnur sjálf lyktina af ilmvatninu þínu hentar það þér ekki eða þú hefur notað of mikið. Sumar sprauta ilmvatninu út í loftið og ganga síðan í gegnum ilmvatnsskýið og láta duga það sem loðir við þær. 3. Notaðu aldrei sterka liti bæði á augu og varir. Ef augnskugginn, augnblýanturinn og önnur augnmálning er sterk, litaðu þá varirnar í ljósari og mýkri litum, annars er hætta á að þú virkir illskuleg. 4. Skiptu ekki um háralit oftar en einu sinni á ári. Fáðu þér heldur stípur til að fríska upp á litinn en varastu að hafa í hárinu meira en þrjá liti í einu. 5. Ef þér finnst virkilega vanta að hressa aðeins upp á útlitið kauptu þér þá nýjan varalit. Ef þér finnst þú föl og þreytuleg er fátt sem lífgar meira upp á andlitið og fallega rauður varalitur. Viltu tryggja að það sé stíll yfir þér? Finnst þér oft erfitt að vita hvort þú hef- ur málað þig rétt eða klæðst þeim föt- um sem einmitt hæfa þér best á þessari stundu? Hér á eftir koma nokkur ráð úr hinum og þessum áttum frá hárgreiðslu- fólki, snyrtifræðingum og fatahönnuð- um. Eflaust duga þau misvel en einhver þeirra ættu að vera hyggindi sem í hag kunna að koma þegar einhver vill breyta um stíl eða bæta og fríska upp á sitt venjulega útlit. 6. Til að varirnar virki þykkari og fallegri er gott ráð að setja ljóst gloss yfir varalitinn, á miðjum munninum, en ekki út til hliðanna. 7. Veldu varablýant sem hæfir eðlilegum lit vara þinna ekki til samræmis við varalitinn þinn. Þá virka varirnar fallega mótaðar og athygli samborgaranna beinist ekki eingöngu að sterkum línum kringum munn þinn. 8. Ef þú sérð flík sem þú heillast af, kauptu hana umsvifa- laust ef þú mögulega getur. Ást við fyrstu sýn verður oft að ævilöngu ástarsambandi og ef þú bíður er ekki víst að flíkin verði til þegar þú kemur næst. 9. Láttu aldrei tískusveiflur eingöngu ráða litavali á fatnaði. Notaðu alltaf uppáhaldslitina þína því oftast eru það þeir sem klæða þig best. 10. í klæðaskáp hverrar konu ætti að vera til eitt sítt, beint, svart pils og jakki í hlutlausum lit með klassísku sniði. Þessar flíkur ganga við hvað sem er og má grípa til við hvaða tækifæri sem er. Vikan 57 Texti: Steingerður Steinarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.