Vikan - 15.03.1999, Side 61
Sli
HJÓNABANDIÐ í HIMNALAGI
Þaö hefur gengið á ýmsu í hjónabandi Jane Fonda
og milljónamæringsins Ted Turner undanfarna
mánuði en nú virðist allt hafa fallið í Ijúfa löð á ný.
Þau heimsóttu Spán fyrir skömmu og voru gestir
konungshjónanna Juan Carlos og Soffíu. Sjónavott-
ar segja að þau hafi látið eins og ástfangnir táning-
ar. Jane og Ted hafa sótt tíma hjá hjónabandsráð-
gjafa til að lappa upp á sambandið en þau giftu sig
fyrir sjö árum. Heimildir herma að Ted hafi ekki
sinnt eiginkonunni sem skildi og haft meiri áhuga á
að auka viðskiptaveldi sitt og koma sér áfram í
stjórnmálaheiminum. Nú er annað uppi á teningn-
um og Jane fær meiri athygli. „Hjónabandsráðgjöfin
virkaði greinilega. Nú tala þau opinskátt um hlutina
og hjónabandið er betra en nokkru sinni fyrr. Hann
er hættur að blaðra um áhuga sinn á forsetafram-
boði og eyðir meiri tíma með eiginkonunni," segir
ónefndur vinur hjónanna.
Rós Vikunnar
því að vera svona ung í anda og lífsglöð“, segir barna-
barn hennar, Kristín Ólafsdóttir sem tilnefnir ömmu
sína, Dórótheu Friðriku Ólafsdóttur, Lönguhlíð 2,
105 Reykjavík til Rósar Vikunnar.
„Amma hefur oft átt erfitt í lífinu og bjó við kröpp
kjör en eignaðist 5 börn. Hún hefur misst ástvini í veik-
indum og af slysförum, samt er hún alltaf hlæjandi. Hún
skellir sér í leikhús og í kaffi með vinkonunum og það er
svo gaman að vera nálægt henni.“
Vikan óskar Dórótheu til hamingju með afmælið og
hún fær sendan glæsilegan rósavönd frá íslenskum
blómaframleiðendum.
Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá rós Vikunnar? Ef svo
er, hafðu þá samband við „Rós Vikunnar, Seljavegi 2,101
Reykjavík“ og segðu okkur hvers vegna. Einhver heppinn
verður fyrir valinu og fær sendan glæsilegan rósavönd frá
Blómamiðstöðinni. ^
BRASTA
OGURSTUND
Julianna Margulies leikur
hjúkkuna Carol Hathaway í
Bráðavaktinni og sambýlis-
maður hennar, Ron Eldard,
lék sjúkraflutningamann í
þáttunum. Þau vorujþó ekki
með rétt handtökin a hreinu
þegar matargestur á veit-
ingastað, sem þau snæddu
á, varð skyndiiega mjög föl-
ur og leið útaf. Leikaraparið
stóð aðgerðarlaust og vissi
ekkert hvað átti til bragðs
i að taka. En kona á næsta
borði var fljót að átta sig á
að um slæmt ofnæmiskast
væri að ræða og bjargaði
málunum.
HANDTEKINN
FYRIR HEIMILIS-
OFBELDI
Leikarinn Gary Busey var
handtekinn á dögunum eftir
að hafa ráðist á eiginkonu
sína á heimili þeirra í Malibu.
Eiginkonan, Tiani, segir að
leikarinn hafi „gripið um axlir
hennar og þröngvað henni til
að leggjast í jörðina" en það
voru engir sjáanlegir áverkar
á henni þegar lögregla kom
á staðinn. Busey má muna
fífil sinn fegurri. Hann var til-
nefndur til óskarsverðlauna
árið 1978 fyrir frammistöðu
sína í myndinni The Buddy
Holly Story en dópfíkn hans
varð til þess að hann komst
aldrei á toppinn í Hollywood.
Hann sást síðast í hasar-
myndinni Soldier með Kurt
FSussell. Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem hann kemur við
sögu lögreglunnar en hann
hefur glímt við áfengis- og
eiturlyfjafíkn undanfarin ár.
Hann var nær dauða en lífi
eftir mótorhjólaslys árið 1988
og fyrir fjórum árum hringdi
Tiani í neyðarlínuna þegar
hún fann Busey rænulaus-
ann eftir að hann hafði tekið
of stóran skammt af eiturlyfj-
um.